Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 17
10,000 tonn í veiðiferð
ekkert einsdæmi
Borgin Murmansk er tæplega
hálfrar aldar gömul. Árið 1917
voru þar aðeins 3.000 íbúar. Nú
er þetta nýtízku stórborg, ein
mesta hafnarborg Sovétríkj-
anna.
Murmansk er höfuðborg fisk-
iðnaðarins. Þar hefur stærsti
fiskveiðifloti Sovétríkjanna að-
setur. Þaðan halda skipin til
veiða í Barentshafi og Norður-
Atlantshafi.
Unnið er þarna allan sólar-
hringinn. Landað er síldartunn-
um, frystum þorski og karfa, og
síðan eru veiðarfæri tekin um
borð áður en haldið er aftur á
veiðar.
Anatoly Semenov skipstjóri á
verksmiðjutogaranum „Gogol“
er vel þekktur í Murmansk. —
Hann hefur starfað í mörg ár á
fiskiflotanum. Semenov var áður
skipstjóri á „Orochen", þegar
það landaði eitt sinn 10.000 lest-
um af fiski úr einni veiðiferð og
hnekkti þar með öllum fyrri
aflametum. Fyrir þetta afrek
hlaut Semenov skipstjóri Lenin-
orðuna. En nú hafa margar
skipshafnir slegið þetta met.
Á „Gogol“ er 100 manna á-
höfn. Frystitæki eru í skipinu, og
er þar hægt að frysta 30 tonn af
fiski á sólarhring. Þá er í skip-
inu tæki til niðursuðu, lýsis-
bræðslu og mjölvinnslu.
VÍKINGUR
153