Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 30
I»etta merki trygrgir gæðin ÚTGERÐARMENN VÉLSTJÓRAR VANDIÐ VAL Á SMURNINGSOLÍUM * SOCONY MOBIL OIL COMPANY INC., BÝÐUR ÁVALLT ÞAÐ BEZTA * Fyrir Dieselvélar: D.T.E. Marine Oil, nr. 3—4 og 5. Fyrir liraðgengar vélar: Delvac Marine Oil 920—930 og 940. Fyrir allar bíla- og benzínvélar: Mo- bilolíur SAE 20-30-40 og 50. H. Benediktsson h.f. Tryggvagötu 8 - Reykjavík. Kaupmannahöfn hafa verið dregnar fram ýmsar merkilegar niðurstöður. Komið hefur í Ijós, að á árunum 1958 og 1959 hefur smátúnfiskur algjörlega horfið af miðunum. 1952 skiptist veiðin hins vegar í smáan og stóran túnfisk, en nú er aðeins um eina stærð að ræða. Þetta bendir til að á síðustu árum hafi enginn ungfiskur gengið á hin norðlægar veiðisvæði. Fiskimönnum er nú þessi staðreynd ljós, bæði þeim, sem stunda túnfiskveiðar í Norðursjónum og við strendur Skandinavíu. Þjóðverjar stunda túnifskveiðar sínar miðsvæðis í Norðursjónum, þó aðeins nær Englandsströnd en Dan- merkur. Áður var ýmsum getum að því leitt, hvaðan sá túnfiskur kæmi, sem Þjóðverjamir veiddu. Síðan hafa verið gerðar athuganir á hvaða tíma Norðmenn og Þjóðverjar veiða túnfiskinn, svo og samanburður á norsk-veiddum og þýzk-veiddum túnfiski. Niðurstöðumar hafa leitt ótvírætt í ljós, að hér er um sömu árganga og stofn að ræða. Varðandi ára- skiftin í túnfiskveiðunum, hafa menn uppgötvað ,að á heitum sumr- um hefur magnið af túnfiski verið miklum mun meira en á þeim kald- ari. Við samanburð á veiðitímabilum draga menn þær ályktanir að tún- fiskurinn, sem veiðist í Norðursjón- um muni ganga norður með Skot- landi inn í Norðursjóinn. Sé sjávar- hitinn lægri en 12 gr. gangi tún- fiskurinn ógjarna inn á þessi svæði. Ef sjávarbeltið norður af Skotlandi hefur lægra hitastig en 12 gr.. kem- ur það til að liggja eins og þverslá fyrir túnfiskinum, og gangan fjar- ar út. Á heitum sumrum liggur 12 gr. beltið hins vegar norðar og tún- fiskurinn gengur óhindraður inn á veiðisvæðin í Norðursjó. Vísindamenn leggja mikla áherzlu á að allir þeir fiskimenn sem veiða merktan túnfisk, tilkynni það, á- samt öllum upplýsingum þar að lút- andi, til viðkomandi stofnana. Reynslan af fiskimerkingum yfir- leitt er sú, að endurveiddir fiskar hafa veitt fiskifræðingum ómetan- lega fræðslu og upplýsingar um ferðir hans, vöxt o. fl., og með hverju árinu sem líður eykst þessi starfsemi, með tilsvarandi árangri. G. Jensson). Ályktun stjórnar FFSÍ um dragnótaveiðar Fiskifélag íslands, Stjórn F. F. S. í. hefur athugaS tilkynningu yðar tun dragnótaveiðar og komist að eftirfarandi niðurstöðu: Stjórnin er andvíg því að dragnótaveiði verði hafin að nýju, vegna þeirrar mjög slæmu reynslu fyrri ára, sem af henni fékkst, þar sem ördeyða varð á öllum þeim svæðurn, sem dragnótin var stunduð, og það svo að mörg þeirra hafa ekki náð sér ennþá hvað fiskmagn snertir. Verði hinsvegar horfið að því, að opna landhelgina að einhverju eða öllu leyti fyrir dragnót, þá mundum vér leggja mikla áherzlu á að sannanlegar uppeldisstöðvar fiskjar, svo sem Faxaflói, verði friðaður fyrir þessu veiðarfæri, og að á öðrum svæðum verði hvergi farið inn fyrir þriggja mílna mörk frá fjöruborði. Um leið og sambandsstj órnin sendir þetta álit sitt, vill hún taka fram að hún átelur þá afgreiðslu og meðferð, sem þetta mikilvæga mál hefur fengið, að með 10 daga fyrirvara sé þeim aðilum, er málið varða, gert að taka afstöðu til þess, jafnframt því að ýmsir aðilar, sem engra beinna hagsmuna hafa að gæta, verða taldir rnálinu fylgjandi, ef þeir fyrir afskiptaleysi senda enga álits- gerð. 166 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.