Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 32
keppnina á jöfnum grundvelli, er það trúa mín, að verðlag myndi stöðugt og meiri festa í allri athafnasemi. Við stofnsetn- ingu slíkra fyrirtækja væri ekki óviturlegt að reyna að fá al- menning til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Ganga yrði þó svo frá því máli, að auðugir ein- staklingar eða félög gætu ekki keypt upp stóran hluta í félög- unum og þannig ráðið mestu eða öllu um rekstur fyrirtækisins. í beinu framhaldi af atvinnu- tækjahugleiðingum hefur mikið verið hamrað á því að undan- förnu, að verkalýðsforingjar yrðu að vera ábyrgir menn, sem ekki gerðu kröfur umfram fram- leiðslugetu atvinnuveganna. All- ar kjarabætur yrði að miða við afköst atvinnutækjanna. Auð- vitað er þetta rétt. Ég hygg líka, að sérhver verkalýðsforingi skilji þetta mæta vel. í litlu þjóð- félagi eins og hér hljóta þó að skapast alveg sérstök fyrirbrigði. Við erum ekkert annað en ein stór fjörskylda. Eðlilegt er því, að við kærum okkur ekki um að hafa of mikinn launamismun milli hinna einstöku meðlima fjölskyldunnar. — Kjarabarátta síðustu ára einkennist því mjög af því, að stéttirnar glíma hver við aðra um að halda sama launahlutfalli. Þetta sjónarmið hefur ráðið hjá flestum verka- lýðsforingjum og aðrir orðið að taka það upp án tillits til þess, hvort atvinnutækin þyldu kaup- gjaldið. Hér vita allir verkalýðsforingj - ar á svipstundu, ef einn verka- lýðsforingi fær krónuhækkun eða styttingu á vinnutíma fyrir sína menn. Sá næsti hefur þá farið á stað og svo koll af kolli, þar til hringnum var lokað. At- vinnurekendur hækkuðu svo með kurt og pí framleiðsluvöru sína og veltur yfir á fólkið, og gang- an gat hafist á nýjan leik. í þessari baráttu er hinn rauði þráður innbyrðis barátta laun- þeganna, sem elta rófuna á sjálfum sér en taka ekkert tillit til framleiðslugetunnar. Þetta var auðvelt með alla sníkjuat- vinnuvegina, en ómögulegt með sjávarútveginn, sem standa varð í harðri samkeppni á heims- markaði. Leiddi þetta til þess, að fiskimenn togaranna og far- menn standa mun neðar í kjara- stiganum en menn á landi. En hvað getum við launþeg- arnir gert til að skapa festu í athafnalíf þjóðarinnar og tryggja okkur réttmætan hlut af arði atvinnutækjanna. Við eig- um að sameina krafta okkar inn- an stéttarsambandanna og koma okkur upp sterkum atvinnufyr- irtækjum. Það er álit mitt, að þarna bíði íslenzkra verkalýðs- samtaka geysivíðtækt framtíðar- starfssvið. Með því að fara inn á þetta svið skapazt grundvöllur fyrir raunhæfri kjarabaráttu. Verkalýðsfélögin ættu þá að standa fremst um fyrirmyndar rekstur öðrum atvinnurekendum til eftirbreytni. Þá skapazt það að mikill hópur vinnandi manna verða ábyrgir atvinnurekendur, sem geta á fundum félags síns fylgst rækilega með rekstri fyr- irtækisins. í öðru lagi ætti það að vera tryggt, að verkalýðsfor- ingjar gera ekki kröfur í meira en það, sem raunverulega er til skiptanna. í þriðja lagi yrði launþegasamtökin voldugur ráðaaðili, sem með ábyrgum at- vinnurekstri sæti við sama borð og aðrir atvinnurekendur í þjóð- félaginu. Ekki væri það nú dóna- legt í kaupdeilum að geta sagt við útgerðarmann: „Heyrðu góði! Þetta borgar stéttafélag mitt á sínum skipum, af hverju getur þú ekki greitt þetta á þín- um“. Á síðastliðnu far og fiski- mannaþingi reyndi ég að fá samþykkta tillögu þess efnis, að stjórn sambandsins safnaði hlutafé meðal félaga þeirra, er mynda Far- og fiskimannasam- bandið. Hlutaféð yrði svo notað til kaupa á mótorbát og þar með lagður grunnur að víðtæku og sterku atvinnufyrirtæki laun- þegasambands. Því miður gat ég ekki setið þingið, er tillagan átti að koma úr nefnd, svo að hún sofnaði þar svefninum væra. Nokkur andstaða varð þó gegn tillögunni, er ég lagði hana fram. Byggðist sú andstaða að- allega á því, að stéttafélög hefðu áður reynt þetta en þjófar kom- ið og öllu stolið. Vel kann að vera, að svo hafi einhvers stað- ar verið, en sá, sem trúir því, að þjófar leynist undir hverjum steini stéttafélaga trúir engan veginn á samtakamátt einstak- linganna, þann eina mátt, sem fleytt getur þjóð okkar til betri lífskjara. Mér er að vísu mæta vel ljóst, að ýmsir erfiðleikar eru á því að koma á fót svona launþegafyrir- tæki. Félagsþroski okkar er enn á frumstigi og torti*yggnin óskapleg. Eigi að síður er ég ekki í nokkrum vafa, að tilraun þessi myndi takast, ef reynd yrði. Margir greindir drengir eru innan samtaka okkar með víðtæka þekkingu á sjávarút- vegsmálum. Þeir myndu áreiðan- lega leggja fram sitt liðsinni, ef einu sinni yrði ýtt úr vör. Litli mótorbáturinn okkar myndi fljótlega spinna utan um sig og skapa annan og svona koll af kolli. Já, jafnvel togara- og kaupskipastóll farmannasam- bandsins gæti orðið til innan tíð- ar. Hefjumst því handa og ryðjum leiðina fyrir launþega- atvinnufyrirtækin. Örn Steinsson. Eg: hefði aldrei trúað, að það yrði svona dýrt að gleyma henni. 168 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.