Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 40
Framtíftartogarinn ... Framhald af bls. 157. Vænti ég þess, að þetta hafi tékizt vel, að minnsta kosti sagði Loyds skoðunarmaðurinn, er með var í reynsluferð Maí, að hann hefði aldrei öll þau ár, sem hann hafði starfað hjá flokkun- arfélaginu, séð nokkurn togara, sem jafnmikið hefði verið gert fyrir öryggi skips og aðbúnað skipverja. Fyrirspurn: Eru síðari skipin nokkuð frábrugðin Maí, að byggingarlagi ? og hverjir hafa gert verklýsingu og teikningu að skipunum ? Svar: Verklýsingu og teikn- ingar að Maí gerði fyrirtæki okkar Erlings, Skipaeftirlitið, i samræmi við óskir eigenda skipsins. Síðan hafði ég per- sónulega ásamt aðstoðarmanni mínum Ragnari Bjarnasyni, eft- irlit og umsjón með því, að ná- kvæmlega væri byggt samkvæmt verklýsingunni. Síðari skipin þrjú eru í höfuðatriðum eins og Maí, og byggð samkvæmt sömu verklýsingu. En Erlingur Þor- kelsson samstarfsmaður minn dvelur nú erlendis við skipa- smíðastöðina, og sér að öllu leyti um byggingu skipanna. Fyrirspurn: Er utanferð þín nú að nýju til Englands, í sam- bandi við byggingu fleiri skipa? Svar: Að þessu sinni er verk- efnið í sambandi við eftirlit með viðgerð og flokkun skipa. Eftir að lokið var smíði Maí, hafði ég ásamt Ragnari Bjarnasyni eftir- lit og umsjón með stórum við- gerðum á togurunum Júní og Vetti. og nú hefur einnig bæzt við mikil viðgerð á togaranum Austfirðingi, og mun ég dveljasfc við það fram eftir júnímánuði. Fyrirspurn: Hver er megin ástæðan fyrir því, að togararnir eru sendir erlendis til svo stórra viðgerða (Þorkell Máni er einnig erlendis) sem manni skilzt að raunverulega ættu að gerast hér heima? Svar: Megin ástæðan er sú, að viðgerðir erlendis taka miklu skemmri tíma og kosta þessutan allmiklu minna fé. En ástæðuna til þess mismunar í tíma og kostnaði tel ég að megi í aðal- atriðum rekja til hinnar góðu aðstöðu erlendis við plötusmíðar, og þægilegri staðsetningu skip- anna í þurrkvíum meðan á við- gerð stendur. Þessar utanferðir skipanna til viðgerða verður að rekja beint til þeirrar vanrækslu, að ekki hefur verið komið hér upp full- kominni þurkví með nauðsynleg- um útbúnaði til plötusmíði. Mörg undanfarin ár hef ég barist fyr- ir því og fleiri, að hér yrði kom- ið upp slíkri þurkví, en aldrei komizt í framkvæmd. Og ég verð að segja, að það er ekki vansa- laust fyrir íslenzka iðnaðarmenn og útgerðarmenn, fyrr en slíku hefur verið hrint í framkvæmd. Þegar slík aðstaða hefur verið sköpuð tel ég að íslenzkir aðilar geti framkvæmt skipaviðgerðir, sem hér um ræðir á fullkomlega samkeppnisfæran hátt við er- lendar smíðastöðvar. Fyrirspurn: Sumir halda því fram, að erfitt verði að fá mann- skap á skuttogarana (og verk- smiðjutogara) vegna lengri út- haldstíma heldur en á skipum af almennu gerðinni. Hver er reynzlan af því erlendis? Svar: í Þýzkalandi er reynzl- an sú, að miklu auðveldara er að fá mannskap á skuttogara, og sagði mér einn útgerðarmaður til dæmis um það, að hann hefði menn á biðlista, er vildu vera á tvídekka skipunum. á sama tíma sem þeir vildu ekki vera á hinum venjulegu togurum. Fyrirspurn: Að lokum lang- aði mig að leggja fyrir þig eina spumingu meira almenns eðlis, en sem stundum bregður fyrir þjá almenningi, hvort við ætt- um ekki að draga úr togaraút- gerð, en auka bátaútgerð? Svar: Ég tel að báðir þessir þættir séu hvor upp á sinn máta svo jafn nauðsynlegir fyrir þjóðarbúið, að þeir þurfi hvor fyrir sig stöðuga endurnýjun og aukningu. En nýting þessara mikilvægu atvinnutækja fer að miklu leyti eftir landshlutum, hafnarskilyrð- um, vinnslustöðvum og vertíðar- skilum. Af aflaskýrslum ársins 1958 (síldveiðar ekki meðtald- ar), ef þær eru athugaðar eftir landshlutum, kemur í Ijós: Að frá Látrabjargi og suðurum til Hornafjarðar koma 92,4% af öllu aflamagni vélbátaflotans á þessu svæði í land, á tímabilinu frá janúar til mailoka. En á svæðinu norður og aust- ur um til Homafjarðar kemur nærri nákvæmlega helmingur bátaaflans á hvort tímabil jan./ maí og júní/des. Á vestur- og norðurlandi var ársafli vélbáta 41 þús. smál. en togaranna 54 þús. smál. Frá Reykjanesi um Selvog, Vestmannaeyjar og á Hornafirði komu á land 67 þús. smál. frá rúmlega 100 vélbátum, en eng- inn togarafiskur. Við Faxaflóa komu í land 65 þús. smál. einnig frá rúmlega 100 vélbátum, og ennfremur 124 þús. smál. frá 26 togurum. Ef þessar staðreyndir eru at- hugaðar af alvöru, er augljóst, að vélbátar og togarar eru jafn- nauðsynleg atvinnutæki hvort- tveggja eftir aðstæðum. En vegna mikilvægis sjávarútvegs á íslandi verðum við öðrum þjóð- um fremur að eiga fullkomin og hagkvæm fiskiskip. Vordagrur i Reykjavíkurhöín 176 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.