Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 9
Skúli fógeti I brimgarðinum, en menn úr björgunarsvcit Grindavíkur í fjöruborðinu mönnum, og brak úr hinu sokkna skipi. Ef minnisvarði yrði ein- hverntíma reistur yfir hinar fjölmörgu hetjur hafsins úr síðustu styrjöld gæti hugsast, að nöfn loftskeytamannanna John Leaham og Arnold Tangen yrðu efst á listanum. Þessir tveir menn héldu vörð þar til yfir lauk, þegar herflutninga- skipið Henry S Mallory varð fyrir tundurskeyti og sökk, en þar gerðist ein mesta harmsaga stríðsins á hafinu. Mallory var á leið frá New York til Reykja- víkur með 433 hermenn, en á- höfnin var 74 menn. Vegna hins dýra farms var stillt svo til að skipið væri á sem hættuminnsta stað í skipa- lestinni. Það var þriðja skip í þriðju röð í lestinni, sem í voru 65 skip. Staðan í skipalestinni bjarg- aði samt ekki Mallory. Kl. 4 að- faranótt hins 7. febrúar 1943 var það hæft með tundurskeyti 540 sjómílum S af Reykjanesi. Dimmt var og stormur og kuldi. Mallory tók þegar að sökkva, enda hafði tundur- skeytið komið í afturhluta skips- ins, bókstaflega flett honum upp, og um leið drepið alla þá menn, sem voru þar fyrir. Öngþveiti ríkti um borð, en þó var reglu haldið uppi og það var hinn strangi agi, sem bjarg- aði fjölda manns, sem að öðrum kosti hefðu látið lífið. Á efra þilfari brutu öldurnar alla björgunarbáta stjórnborðs- megin. Hinir voru yfirfullir af hermönnum, enda voru aðeins 10 björgunarbátar eftir til að taka við 500 manns. Þriðji stýrimaður Robert Trenoveth tók að sér að stjórna björgunarstarfinu. Hann var svo rólegur að líkast var að hann væri að stjórna bátaæfingum, en ekki að berjast við ólmar öldur hafsins á sökkvandi skipi. Reyndar voru þarna unnar hetjudáðir af mörgum. Nokkrir af skipshöfninni reyndu að bjarga félögum, sem höfðu lok- víkingur ast inni. Þeir sukku með skip- inu. Einn hásetanna fann eina af skyttunum illa slasaðan, tók hann á bakið og kom honurn fyr- ir í einum af björgunarbátnum. Annar háseti leiðbeindi nokkr- um særðum hermönnum til bát- anna og sneri þegar aftur til að leita að fleirum. Skipstjórinn Horace Weaver neitaði að yfir- gefa stjórnpallinn. Hann sagði, að það væri sinn staður meðan nokkur sála væri um borð í skipi sínu. Á meðan þessi harmleikur stóð yfir voru loftskeytamenn- irnir Leaham og Tanger við vinnu sína í loftskeytaklefan- um. Þeir vissu vel að skipið mundi ekki fljóta lengi. Ljósiu voru orðin dauf og þilfarið nam við sjávarmál. Hrópin og köllin í hermönn- unum, hröð fótatök á þilfarinu allt þetta hlýtur að hafa haft örvandi áhrif á þessa tvo menn til að yfirgefa hið vonlausa en þýðingarmikla starf þeirra og leita bjargar eins og hinir og hlaupa fyrir borð. En þeir brugðust ekki hinni hefðbundnu köllun sinni. Þeirri skyldu, sem krafizt er á hafinu, að yfirgefa ekki starfið meðan nokkur maður var um borð og hægt að senda skeyti. Þeir yfir- gáfu ekki klefa sinn heldur sukku báðir með skipi sínu. Öll styrjaldarárin mátti lesa í hinum opinberu frásögnum af skipum, sem sökkt var með tundurskeytum: ,,Þegar síðast var séð eða vit- að, var loftskeytamaðurinn kyrr í loftskeytaklefanum. Það er tæpast hægt að krefj- ast meira af nokkrum manni. Á friðartímum heldur sagan áfram. Nú er það stríð við nátt- úruöflin, sem sífellt krefst manndóms og skyldurækni, ekki hvað sízt loftskeytamannanna. Ótal slysum hefur verið og er ennþá forðað og þau endað með farsælli björgun mannslífa vegna þess að loftskeytamaður- inn gegndi þeirri skyldu sinni að vera kyrr á verði og kallaði á hjálp eða aðstoð, í stað þess að hugsa um að leita eigin björgúnar og láta hvern um að bjargast eins og bezt gegndi. í öllum tilfellum, eldsvoða um borð, hafróti, eða strandi hefur hann setið við morselykilinn og oft og tíðum fórnað sínu eigin lífi til þess að aðrir mættu bjargast. Skúli fógeti. íslenzkir loftskeytamenn hafa sízt orðið eftirbátar erlendra stéttarbræðra sinna. Þau atvik liafa komið fyrir í okkar stuttu sögu, sem ótvírætt leiða í ljós að hetju-dáðir hafa verið unnar. 145

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.