Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 15
Þorskur Hve hratt syndir fiskurinn? Með hvaða hraða syndir þorskurinn og síldin? Tilraunir hafa verið gerðar við dýrafræði- deild Cambridge School í Bret- landi, til þess að komast að því með hvaða hraða ýmsir fiskar geti synt, og hvert úthaldsþol þeirra er á sundi. Og hliðstæðar rannsóknir hafa fari fram síðan árið 1955 hjá Scottish Home Department í Aberdeen. Cambridge tilraunirnar, sem að mestu leyti var beint að smærri fisktegundum, leiddu í ljós að litlir fiskar geta í stutt- um spretti synt með hraða, sem samsvarar að þeir komist tíu sinnum sína eigin lengd á einni sekúndu. Enda þótt þetta sé dá- lítið breytilegt eftir tegundum. Það kom í ljós að fiskur allt að eitt fet á lengd, hefur hámarks- hraða í réttu hlutfalli við lengd sína. En þegar kemur yfir þá stærð, hættir hraðinn að vaxa í jöfnum hlutum við lengdaraukn- inguna. Það er álitið að mögu- legt sé að reikna út hámarks- hraða hvers fisks með einfaldri reikningsjöfnu, ef aðeins fæst uppgefinn lengd fisksins og hreyfingarhraði sporðsins. XJthaldsþol. Segja má, að ennþá fróðlegra séu þær athuganir, sem gerðar hafa verið um úthaldsþol ýmissa fiska, sem nú hafa í fyrsta sinn verið vísindalega framkvæmdar. Einnig miðaðar við stærðarhlut- fall fisksins, hve lengi hann gæti synt sína eigin lengd með því að vera sífellt uppörfaður á sund- inu. Tilraunimar í Aberdeen voru nær eingöngu miðaðar við sjávarfisk, með það fyrir aug- um að geta haft not af því til ályktunar um ganghraða skipa með togvörpur og einnig um gerð vörpunnar almennt. Vegna þeirra örðugleika, sem voru að fá vel lifandi og eðlilegan fisk, VlKINGUE voru stærðir fiskanna dálítið einhæfar. Bestu upplýsingar fengust um síldina. Sjósilungurínn hraðastur. Það kom í ljós að sjósilungur- inn, brúnn silungur og makríll, eru hraðastir í sundi. Næst eru: síldin, ýsan og lýsan, en þorsk- urinn og ufsinn eru slakastir. Enginn sundhraði hefur fram að þessu mælst fram úr 7—8 mílur á klukkustund. Þess var mjög vel gætt, að hafa eðlilegt hita- stig, enda þótt það virtist engin áhrif hafa á viðbragðshraðann, er talið að slíkt geti verkað á út- haldsþolhraðann. Til þess að vita hvaða möguleika fiskur hef- ur til þess að bjarga sér á sundi, 151

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.