Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 18
IMýtt um stækkun skipa Það hefur tíðkast um skeið, að stækka skip með því að taka þau í sundur um miðjuna eða þar sem þau eru breiðust og bæta þar stykki í. Þá er nokkuð gert að þvi, þar sem þröngt er um skipasmiðjurnar og erfitt að koma skipum á flot, að smíða olíuflutningaskip í tveim hlutum og setja þau síðan saman í þurr- eða flotkví. Hitt held ég að sé alger nýung að stækka gömul skip með því bæði að lengja þau og ~p*m:****). breikka. Þetta hefur þó nýlega verið gert í Bandaríkjunum. Myndirnar, sem hér eru sýndar, eru af skipinu S.S. „Santa Eliana" eftir breyting- una. Skipið ar lengt um 45 fet og breikkað um 11 fet. Jókst særými þess við breytinguna um rúmar 2000 smálestir. Skipafélag í Bandaríkjunum, Grace Line, hyggst auka flutninga á stykkjavörum til og frá Suður- Ameríku í stórum alúm -eða stál- kössum — containers —, enda fer þess konar flutningur á verðmætum og vangeymdum vörum stöðugt í vöxt. Kassar þessir eru sendir fyllt- ir alls konar vörum fram og aftur, og einnig langar leiðir með jám- brautum. Sparast mikill afgreiðslu- tími á þennan hátt. Þá eru höfð raf- knúin kælitæki í sumum kössunum, og er hægt að setja tækin í sam- band við rafkerfi skipsins. Þannig er hægt að flytja smá sendingar af kælivörum langa vegu. í ofannefndu skipi og systurskipi þess, sem einnig er verið að stækka, eru lestamar fyrir ákveðna stærð kassa, þiljaðar homréttar á alla vegu. Rúmið í kring sem ekki nýtist á þennan hátt, verður notað til olíu- flutnings frá Suður-Ameríku og norður eftir. Er þannig reynt að fullnýta hvem krók og kima í skip- inu. FARMENNSKA FISKVEIÐAR Fiskræktun í IM-Atlantshafi Stórblaðið New York Times skýr- ir frá því, að hafinn sé undirbún- ingur að kortagerð yfir Norður-At- lantshaf, þar sem sýnt verði, hvar fiskur er, hvar hann ætti að vera, og hvar mundi vera unnt að búa honum hæfileg lífsskilyrði, ef nægi- leg áherzla yrði lögð á „ræktun" í sjónum . Það er ameríska landfræðifélagið, sem að þessu vinnur, og auk þess aðilar frá Kanada, Evrópu og Sovét- ríkjunum . Eitt af því sem á var minnzt var sá möguleiki að leggja mjög öflug- an streng þvert yfir þau þrengsli, þar sem Golfstraumurinn geysist fram í Norður-Atlantshafið. Ætti strengurinn að hafa það hlutverk að plægja eða rjúfa strauminn, svo að set af botni sævarins þyrlaðist upp og blandaðist þeim sjó, er flyzt norður á bóginn í strauminum. — Mundi þannig vera unnt að gera hafið á norðurslóðum Atlantshafs- ins miklu auðugra af lífsnauðsyn- legum efnum fyrir lífverumar í sjónum . Þá var þess getið sem aðkallandi verkefna, að finna uppvaxtarstöðv- ar Norður-Atlantshafslaxins, en þær eru enn ófundnar. Hins vegar gat sérfiæðingurinn, sem orðið hafði í þessu efni, um það, að ýmsir héldu að þær væm nálægt íslandi. Ennfremur var getið um fiskteg- und eina, sem er svo sjaldgæf að hún hefur ekkert almennt nafn, „Chlorophthalmu". Hann er mjög ljúffengur að sögn og líkur makríl, en þótt hann sé ekkert veiddur er nóg af honum á um það bil 1200 feta dýpi út frá allri austurströnd Bandaríkjanna. Rætt var um ýmiss konar ráð til að halda uppi ræktun í siónum. Með- al annars gat sérfræðingurinn um það, að menn veltu því fyrir sér að dæla gífurlegu magni af lofti niður á botn í Saint Lawrence flóanum, en þar er mikið forðabúr af hlýjum sjó. Ef með þessu móti verður unnt að koma hlýja sjónum upp á yfir- borðið, verður engin hætta á ísa- lögum til að hindra siglingamar um hann að vetrarlagi, auk þess sem loftslag mun að líkindum hlýna á Nýfundnalandi og Nova Scotia ,og þar að auki mundi set, er upp þyrl- aðist með hlýja sjónum ,gera allt svæðið frjórra fyrir lífverur sjávar- ins. Síldveiðin í Kanada Kanadanorðmaðurinn Peter J. Strom í British Columbia hefur rit- að norska fiskveiðitímaritinu Fisk- aren fréttir um fiskveiðarnar í Perú og áhrif þau, sem þær hafa á veið- amar í Kanada, og fer hér á eftir útdráttur úr bréfinu í lauslegri þýð- ingu: „Engin hvalveiði verður hér í ár og er það vegna þess að afurðaverð- ið er svo lágt að það borgar sig ekki að gera út. Þá hefur síldveið- um alls staðar verið hætt. Samkeppnin frá síldarolíu og sfld- armjölsframleiðslunni í Perú er til- VÍKINGUR 154

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.