Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 36
Hr. Jack Glass, aðstoðarfisksali í Vick missti af sér húfuna í hvass- viðri. Rak húfunu um höfnina í nokkra daga. Fiskibáturinn Lititía losnaði úr festum og rak hann upp að hafnargarðinum í storminum og brotnaði þar á hann gat. Mikil hætta var á að hann sykki, svo að kallað var á brunaliðið. Þá skeði það að húfa fisksalans sogaðist inn í gatið á bátnum og þétti svo vel að bruna- liðinu tókst að dæla úr bátnum. En hr. Glass fékk aftur húfuna sína. Jrítiaktin Er þetta það sem koma skal? Fyrirlesari á skipamódelsafni fram- tíðarinnar: Og hérna sjáið þér, herrar mínir og frúr, módel af síðasta ofansjávar skipinu, sem var með venjulegu skipslagi. Takið eftir reykháfnum og siglutrjánum, sem eru raunveru- ieg, og vindföngunum á loftrásun- um og afturstefninu. Eins og þið sjáið, allt fram að ársbyrjun 1970 voru í notkun skip, sem litu út eins og skip. * Haft er eftir Sir Donald Ander- son, stjórnarformanni P. & O. skipa- félagsins brezka, að hinir oddhvössu skóhælar kvenfólksins séu að verða eigendum farþegaskipanna mesta á- hyggjuefni. Hann sagði að þilförin litu út eins og bólusóttarsjúklingar, og að enn væri ófundið bóluefni, sem dygði. * Láttu eins og ekkert sé um að vera mamma, Herbert er að reyna að liætta að reykja. 172 Dómarinn: Svo að þú veizt ekkert um þessa kæru út af hvarfi romm- kútsins, af því að þú varst sofandi í koju á þriöjudagskvöldið. En kúts- ins var ekki saknað fyrr en á mið- vikudagsmorgun — hverju svarar þú um það? Siglingafróða vitnið: Er-r, sjáið þér til, — þegar skipi er siglt í vest- urátt, herra, verður að taka breidd- argráðurnar með í tímareikninginn. * Barnið hefur meiri not fyrir hinn fullorðna, sem það getur íkt eftir, heldur en þann, sem er með sífelldar aðfinnslur við það. * Tobías gamli kollsigldi sig í róðri, og var það ekki í fyrsta skiptið. Hann klifraði upp á kjölinn, en var ekki nógu fljótur, svo að hann vökn- aði í annan fótinn. „Æjá“, andvarpaði Tobías, „nú er ég farinn að eldast“. * Það er víst of lítið af þynnir í gólf- lakkinu. * „Ávísunin er án efa „góð“,“ sagði gjaldkerinn við unga og laglega stúlku. „En þér þyrftuð helzt að sanna hver þér eruð“. „Ég hef fæðingarblett á hægra fæti“, sagði stúlkan og roðnaði. * Nú á tímum er kvenfólkið farið að taka að sér flest „karlmanns- verk“, svo sem leiguakstur, flug, löggæzlu, blaðaljósmyndun o. s. frv. Bráðum hræðist ung stúlka ekkert meira en stafla af óhreinum diskum. Eg kem til þess að láta yður vita af því í fullri alvöru, að ísskápurinn, sem þér senduð, var alveg tómur. * Konurnar dást að styrkleika karl- mannsins, en elska veikleika hans. * „Þú hefur einn smágalla, elskan mín, þú þreifar aldrei í vösum mín- um“. „Og það kallar þú galla!“ „Já, það er nefnilega gat á flest- um þeirra“. * Frúin, sem dvaldist á baðströnd- inni, símaði manni sínum: „Nú hef ég verið hér 1 f jórar vikur og létzt um helming. Hvað á ég að vera lengi ? Maðurinn símaði um hæl: „Vertu 4 vikur í viðbót“. * Frambjóðandi demokrata í Banda- ríkjunum, Adlai Stevenson, hélt ný- lega ræðu yfir fjölda manns við mikla hrifningu áheyrenda. Einn úr hópnum kallaði ti hans: „Ég er viss um að hver einasti heið- arlegur ameríkani kýs yður í haust“. Stevenson hikaði andartak, en svaraði svo: „Já, það má vel vera, — en það er nú meirihlutinn, sem við erum að reyna að fá“. * Reynslan er bezti skólinn, en „skólagjaldið" er stundum dýrt. Dahskur stjórnmálamaður, sem var nýkominn frá Bandaríkjunum, var spurður hvernig honum hefði litizt á land og þjóð. „Alveg prýði- lega, mér finnst þetta vera hið sanna lýðræðisland. Sérhver maður hefur leyfi til að gera nákvæmlega það, sem konan hans vill“. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.