Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 28
SJÓMENM!
M A X-sjóstakkurinn
er reyndur og viðurkenndur fyrir
slitþol og góðan frágang af öllum
íslenzkum sjómönnum, sem reynt
hafa. Hann er mjúkur, Iéttur
og þægilegur.
M A X-sjóstakkurinn
fæst í flestum verzlunum
um Iand allt.
Verksmiðjan MAX h.f
Þingholtsstræti 18 — Reykjavík.
Stöðvið ryðmyndun með
GALVAFROID
Galvanhúðun með
„GALVAFROID
er mjög auðveld.
„GALVAFROID
er borið á með
pensli og myndar
sterka og góða
galvanhúðun.
jOorfáhiion&flflorímann
Bankastrwti 11 — Skúlagötu 30
fiskiskipin, togararnir, — mikil-
vægasti hlekkurinn í atvinnulíf-
inu — sem hallar á. Þar hefur
eigi síður vantað góða háseta
en góða vélstjóra að undan-
förnu. Sé nú þessi atvinnuvegur
ekki þess umkominn að draga
til sín vinnukraft af fyrrgreind-
um ástæðum, — það er sam-
keppni við aðra, verða skatta-
yfirvöldin að koma til aðstoðar,
mismuna þegnunum á því sviði
svo að jafnvægi haldist. Jú, —
þetta hefur svo sem verið á dag-
skrá, og verið gert. Sjófata-
ívilnunin hefur verið í gildi í
nokkur ár, og er nýverið farið
að senda hana líka niður í véla-
rúm. En þetta er bara „of lítið
og of seint“, og hefur sennilega
engan árangur borið í þá átt að
laða menn að skipunum, til þess
þarf miklu róttækari aðferðir.
„En við megum ekki mismuna
þegnunum", munu þeir þá
segja, sem löggjafarvaldið hafa.
Jú — það er það sem verður að
gera oft og tíðum, og er alltaf
verið að gera. Þar sem veiga-
miklir varnargarðar bresta,
verður strax að hlaða í skörðin.
Þjóðfélagið má ekki horfa í
nokkra eftirvinnugreiðslu, þegar
svo stendur á, því annars getur
meira farið í súginn. Og hér
hefur þegar mikið farið í súg-
inn. Stórfé hefur streymt út úr
landinu að undanförnu fyrir að-
keyptan vinnukraft.
Hinum ungu vélstjórum mætti
hins vegar benda á í fullri vin-
semd, að um þá og þeirra störf
gildir hið sama og aðra. Ef
menn veigra sér við að taka aö
sér hin erfiðu störfin, veigra
sér jafn vel við að fórna nokkru
til þess að afla sér reynslu í
starfi, og um leið lífsreynslu sem
óvíða fæst betri en á sjónum, er
hætt við að sigrar þeirra í lífinu
verði færri, svona almennt talað,
og vegur þeirra minni, þegar frá
líður. Menn einhæfa þar sem
ekki reynir á alhliða manndóm
og þrek, það er gömul saga. Mér
er sagt, að framsýnir atvinnu-
rékendur í landi óski nú helst
eftir vélstjórum í iðjuverin sem
hafa verið nokkur át á sjónum
og reynt þar sitt af hverju.
Hafa þeir óefað rétt fyrir sér.
Erlendis kynnist maður þessu
fljótlega af samtölum við verk-
stjóra í véla- og skipasmiðjum.
En víða er pottur brotinn í þess-
um efnum. Ég hef hér fyrir
framan mig blað, þar sem birt
er viðtal við skólastjórann við
Vélskólann í Kaupmannahöfn,
en hann er ný tekinn við því
starfi.
Aðspurður segir hann þetta
um vélstjóraekluna á farskipun-
um dönsku: — „Mér er kunnugt
um að útgerðarmennirnir telja
að þá vanti um 700 réttinda-
menn á flotann, getur þetta ver-
ið rétt, því próflausir aðstoðar-
menn eru svo margir. — En
ekkert er alsvart og ekkert al-
hvítt — það verður að skapa á-
huga á þessu starfi og auglýsa
vélstjórastéttina meira. Ekki vil
ég nota orðið áróður í þessu
sambandi — ég kann ekki við
það orð. en það vantar leiðbein-
ingar og fræðslu um störf vél-
stjóranna og vinnuskilyrði". —
Blaðamaðurinn spyr, hvort út-
gerðarmenn — eða ríkið geti
ekki gert eitthvað til þess að
vekja áhuga ungra manna á
starfinu á sjónum. „Að sjálf-
sögðu er ýmislegt hægt að gera“,
segir skólastjórinn. — Mér
kemur í hug í þessu sambandi
ráðagerðin um stutta Mínervu-
kvikmynd, sem komið hefur
fram, til þess að auka áhugann
fyrir þessum störfum — en ým-
islegt annað kæmi til greina".
Blaðamaðurinn spyr ennfremur.
Direktör Knak Christensen •—
þér hafið sjálfur verið vélstjóri
á skipum, hvernig geðjaðist yður
að því starfi? — „Ég vildi ekki
fyrir nokkra muni hafa sleppt
þeim árum úr æfi minni sem ég
var í förum. Ég lærði mikið, og
þar — það var gufuskip, sem
ég starfaði á — kom verkkunn-
átta mín í góðar þarfir. Já, —
það voru vissulega lærdómsrík
ár“.
Hallgr. Jónsson.
164
VlKINGUU