Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 14
Speimustillar
fyrir rafala
Útvegnm kolþrýstispennu-
stilla fyrir 110 og 220 volta
skiprafala frá Þýzkalandi,
og fyrir 32 volta bátarafala
frá Norks Jungner A.S.
Veltum allar tœknilegar
upplýsingar.
Smith & Norland h.f.
Pósthólf 519 — Símar 11320-21
STÁLSKIP
Útvegum frá Austur-Þýzkalandi
stálskip í öllum stærðum
frá 75—1000 smálestir.
Allar nánari upplýsingar gefa
Eggert Kristjánsosn
Sími 11400.
Gunnar Friðriksson
Sími 15401.
DESA H. F.
ÚTGERÐARMENN!
Erum ávallt
kaupendur
að skreið
til Nígeríu
og- ftalíu.
*
Greiöurn
liœsta verö.
G. Helgason & Melsteh h.f.
Hafnarstræti 19 — Sími 11644.
Síðan komu: Snæfell, Garðar,
Gylfi 2., Harðbakur og Gunn-
ólfur.
Fyrir hádegi á sunnudag var
svo sjómannamessa. Séra Birgir
Snæbjömsson prédikaði.
Eftir hádegi hófst hátíðasam-
koma við sundlaugina.
Lúðrasveit Akureyrar lék
undir stjórn Jakobs Tryggva-
sonar, Herbert Jónsson, for-
maður Sjómannadagsráðs, setti
hátíðina og lýsti dagskrá. Aðal-
ræðumaður dagsins var Gils
Guðmundsson rithöfundur og
flutti hann skörulegt erindi. —
Karlakórinn Geysir söng undir
stjóm Árna Ingimundarsonar,
Hjörtur Gíslason flutti frum-
samið kvæði og tveir karlar,
þeir Herbert Jónsson og Finnur
Daníelsson, ásamt konunum
Fríðu Sæmundsdóttur og Pálínu
Gunnlaugsdóttur, kepptu í:
Nefndu lagið. Konumar sigruðu
með yfirburðum.
. . . < .. j ..... e
Sundkeppnin.
f staklcasundi sigraði Kristján
Valdimarsson á 40,3 sek. Aðrir
keppendur voru: Baldvin
Bjamason, Björn Arason, Vern-
harður Jónsson og Friðjón Ey-
þórsson. Vegalengdin var 35
metrar.
I björgunarsundi var Björn
Arason hlutskarpastur. Hans
tími var 59,4. Næstur varð
Vernharður Jónsson, þá Magn-
úr Lórenzson, Baldvin Bjarna-
son og Kristján Valdimarsson.
Bjöm Arason hlaut Atla-
stöngina að þessu sinni fyrir
hæsta stigatölu í samanlögðum
keppnisgreinum ((44 stig).
Landmenn og sjómenn kepptu
í boðsundi og sigruðu þeir fyrr-
nefndu.
Verðlaunaafhending fór fram
að keppni lokinni.
Við sundlaugina var mjög
mikill mannfjöldi. Veður var
svalt, en þurrt. Merki voru seld
á götunum, svo og Sjómanna-
blaðið. Dansað var um kvöldið
að Hótel KEA og í Alþýðuhús-
inu.
Framkvæmdastjórar Sjó-
mannadagsráðsins voru Kristján
Kristjánsson og Eggert Ólafsson
og tókst vel.
Bj örgunars kútusj óður
Breiöafjaröar
Yndislegt veður var á sjó-
mannadaginn í Stykkishólmi, sól
og logn mestan hluta dagsins og
fóru hátíðahöldin vel fram. Hóf-
ust þau með guðsþjónustu í
Stykkishólmskirkju og prófastur
sr. Sigurður Ó. Lárusson prédik-
aði. Ýmsum íþróttum var keppt
í og um kvöldið var samkoma
í samkomuhúsinu. Þorleifur
Jónsson framkvstj. flutti ræðu
dagsins og ýms skemmtiatriði
fóru þar fram.
Lúðrasveit Stykkishólms lék
úti um daginn.
Bergsveinn Jónsson hafn-
sögumaður flutti skýrslu um
söfnun í Björgunarskútusjóð
Breiðafjarðar, en hann er for-
maður söfnunarnefndar í Stykk-
ishólmi.
Á söfnunardaginn 1. og 2.
apríl var söfnunin í Stykkis-
hólmi kr. 21.400.00. Seld minn-
ingarspjöld á árinu voru fyrir
kr. 685.00. Þá bárust minninga-
gjafir frá Hólmurum búsettum
í Reykjavík, nemendum Ágústu
Ólafsson, sem hér var lengi
kennari með ágætum. kr.
2000.00, og börn Ágústar Páls-
sonar skipstjóra í Stykkishólmi
gáfu kr. 10.000.00 til minningar
um liann. Alls hefur sjóðnum
borizt á þessu ári í Stykkis-
hólmi kr. 34.085.00.
Á öðrum stöðum á Nesinu hef-
ur söfnunin gengið að óskum en
þó misjafnlega. 1 Grundarfirði
söfnuðust milli 60 og 70 þúsund.
í Ólafsvík um 64 þúsund. I
Breiðuvík um 6 þúsund.
Á sl. ári söfnuðust í Stykkis-
hólmi yfir 30 þús. kr. Þar af
minningargjafir frá systrunum
Björgu og Þuríði Magnúsdætr-
um um hjónin Sigurbjörgu Guð-
brandsdóttur og Guðfinn Björns-
son frá Galtardal 2 þús. kr. og
frá Bergsteini Jónssyni til minn-
ingar um foreldra hans og syst-
kini 10 þús.
150
VÍKINGUR