Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 23
stærð við fíkjustein. Hann er
með sporð, sem á þurru er mjög
stuttur, en sé orminum kastað
í vatn, fer sporðurinn að lengj-
ast þar til hann nær upp á yfir-
borð. Gegnum smásjá er hægt
að sjá að sporðurinn er holur að
innan, eins og köfunarslanga, og
að í honum er tvöföld loftpípa.
¥
I kennslukvikmynd, sem víða
hefur verið sýnd, má sjá kafbát
á ferðalagi, sem í stað skrúfu
hefur nokkurskonar fætur með
sundfitum til framdráttar. Þetta
er ekki hugmynd ímyndunarríks
æfintýrahöfundar, heldur sögu-
leg staðreynd. Fyrstu skip sena
menn byggðu, voru útbúin með
nokkurskonar „sundfótum" til
þess að hreyfa þau áfram með.
í því tilfelli hefur náttúru-
stæling mannsins fært hann út
á ranga braut, en það var hans
eigin vanþekkingu og skilnings-
leysi að kenna, því að öndin, sem
stælingin er frá, er fugl en ekki
fiskur. 1 sambandi við skipa-
byggingu er heppilegra að líta í
kringum sig eftir fyrirmyndum
meðal sjávardýranna. Og það
gera skipabyggingaverkfræðing-
ar nútímans að verulegu leyti.
Hreyfingar blekfisksins (smokk-
fisksins) hafa verið stældar
mjög ýtarlega.
Nákominn ættingi blekfisksins
er hinn svonefndi „Krake“, átt-
fótungur af lindýrategund, en
hann hefur vakið sérstaka at-
hygli og orðið mikið rannsókn-
arefni sérfræðinga, er byggja
elektroniskar reiknivélar. 1 Eng-
landi er til dæmis um þessar
mundir verið að byggja eina
slíka reiknivél, sem að uppbygg-
ingu líkist mjög taugakerfi þess-
ara dýra. Og eru rannsóknir líf-
fræðiprófessorsins Jung á við-
bragðsnæmi áttfótunganna lagð-
ar til grundvallar.
Rannsóknir vísindamanna hafa
leitt í ljós. að taugakerfi áttfót-
ungsins er eitthvert það alfull-
komnasta meðal hrygglausu dýr-
anna, en þó að hægt sé að stæla
það nákvæmlega, gegnir öðru
VÍKINGUR
máli um hið margbrotnara
taugakerfi hryggdýra af æðri
tegundum. Með öðrum orðum,
það er ekki lengur neinn vandi
að stæla sandorm eða ostru, en
ennþá ógjörningur að ná eðli
hunda eða hesta. Að því leyti er
áttfótungurinn enn sem komið
er hinn „gullni meðalvegur"
þekkingarinnar.
Hundruð og jafnvel þúsundir
slíkra dæma gæti sandormurinn
haldið áfram að benda á. Og að
síðustu yrðu verkfræðingamir
náðarsamlegast að beygja höfuð
sín og svara: „Háttvirti herra
Sandormur! Þér hafið tvímæla-
laust á réttu að standa. Aug-
sýnilega er það engin tilviljun,
heldur raunverulega grundvall-
arskilyrði tæknilegrar framþró-
unar að byggja að verulegu leyti
á þekkingu frá náttúrunni. Okkur
er það nú orðið alveg ljóst, að
uppfinningamenn og vísinda-
menn á tæknisviði geta lært ótal-
margt til þess að undirbyggja
störf sín í þágu mannkynsins.
Ef að sérstaklega erfið verk-
efni krefjast úrlausnar er nú
orðið farið að skyggnast u,m í
lífi náttúrunnar. Fyrir stuttu
síðan var gefinn út leiðarvísir
fyrir uppfinningamenn um ým-
islegt, er þeim gæti orðið að
gagni við lausnir nýrra hug-
mynda þeirra. Fyrirsögn á ein-
um kafla bókarinnar hljóðar
þannig: „Hvernig er mögulegt
að útbúa orkugjafa, sem flytur
rafstraum niður á sjávarbotn,
til þess að auka spenniorku í
neðansjávarleiðslum ?“ Og svar-
ið, sem gefið er í bókinni hljóð-
ar þannig: “ maður verður að
stæla starfsemi þá, sem fram fer
í lifandi rafmagns ál!“ Eins og
þér sjáið kæri Sandormur, tök-
um við mjög gjaman við leið-
sögn!“
(Or Wissen ist Macht).
—o—
Hjá spákonunni:
„Falleg, ung og dökkhærð stúlka
verður á vegi yðar“.
„Það verður verst fyrir hana, ég
er leigubílstjóri".
VARMA
PLAST
Einangrunarplötur
Þ. Þorgrímsson & Co.
Borgartúni 7 — Smi 22235.
TIL LANDS OG SJÁVAR
þarfnast véltækni nútímans
traust og nákvæmt viðhald.
Vér bjóðum yður:
Þaulvana fagmenn,
Ákjósanleg vinnuskilyrði.
Vclaverzlun vor er jafnan birg
af hverskonar efni til járn-
smíða og pípulagna.
VélsmiSjan Héðinn h.f.
Símar 24260 - 24266 - Seljavegi 2.
Þessi vinsælu
gúmmístíg vél
eru komin aftur.
Lárus G. Lúðvígsson
Skóverzl. — Sími 1-30-82.
159