Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 34
Útgerðar- og þjóöleg vandamál
Það er best að hætta við alla
útgerð og selja skipin úr landi,
hef ég heyrt menn segja, og því
hefur þá verið bætt við, að ekk-
ert þýði að vera að gera út, því
það verði að borga með allri út-
gerð. Þannig hafa talað menn,
sem því aðeins lifa og hrærast í
landi, að fiskur sé dreginn úr
sjó til gjaideyrisöflunar og efn-
iskaupa í vörur, sem þeir hafa
lífsframfærslu af að framleiða,
en geta þó ekki framleitt á út-
flutningshæfu verði og þannig
verið sjálfum sér nógir og ekki
nóg með það, heldur selja svo
þessa framleiðslu sína dýrara
hér á heimamarkaðinum en hægt
er að fá hana utanlands frá yfir
háa tollmúra.
Sér er nú hver ráðsnilldin.
Eigum við að hætta útgerð, sem
sannað er að aflar yfir 90% af
gjaldeyri atvinnuveganna? Það
er hætt við að þrengdist þá fyrir
dyrum hjá verzlun og iðnaði.
Enda er ekki lengi að koma sult-
arhljóðið í strokkinn, þegar að
sá guli vill ekki bíta eða lætur
á sér standa af öðrum ástæðum,
og ætti það ekki að fara fram-
hjá neinum hvers virði fiskveið-
arnar eru. þegar að allt ætlar
um koll að keyrast hjá okkur ef
ekki gengur viðstöðulaust að
ausa úr gullkistu Ægis.
Þó að um hjáróma raddir sé
að ræða þá hljómar það ekki vel
í eyrum mannanna, sem draga 7
fiska að landi, meðan þeir, sem
næst komast draga 1, eru settir
á bekk með þurfalingum af þeim,
sem í landi eru og því slegið
fram, að það borgi sig ekki að
senda þá á sjó. Það má segja,
að það sé ekki til að fást um þó
að maður og rnaður tali fávíslega
um líf og starf sjómannsins, en
það kemur samt alltaf illa við,
og sjómaðurinn þykist ekki
skulda neinum neitt, þeirra sem
í landi eru, hans svar verður því
ákveðið og einfalt. Við skulum
ekki vera ykkur til þyngsla úti á
sjó, við skulum koma í land til
ykkar hinna og vinna með ykkur
að þeim störfum, sem þið teljið
svo mikilvæg að þau haldi undir
sjávarútveginn. En hvað um
gjaldeyrisöflun til hráefna og
atvinnurekstursins? Verða ekki
innan við 10% heldur lítil til
allra þarfa? Það er þetta, sem
þeim góðu mönnum gleymist,
sem vilja niðurskurð á sjávar-
útvegnum og þeim er þetta ó-
þægileg staðreynd, sem þó ekki
verður framhjá komist, en með
þessa staðreynd í hug er það
uggvekjandi að hugsa til að svo
skuli vera komið fyrir okkar
litlu þjóð að hún skuli hafa reist
sér svo hurðarás um öxl, að hún
ekki kemst af með 7 fiska á með-
an að aðrir verða að láta sér
nægja 1. Hvað veldur slíkum
ósköpum? Það verður ekki á
reikning sjómannsins fært, allra
sízt þegar að á það er litið að
ekki er hæversklegar til skipt-
anna gengið en svo, að því hefur
verið haldið fram í fullri alvöru,
að búið væri að skipta upp öll-
um aflanum áður en sjómaður-
inn kom ,með hann að landi, svo
ekkert væri eftir í hans hlut eða
með öðrum orðum, það nægði
ekki þó hann gæfi eftir allt, sem
honum bar. Væntanlega af þess-
um sökum telja sumir landmenu
sig vera farna að vinna fyrir
sjómönnunum og telja hann
bagga á sér eins og hér að fram-
an er á minnzt. Samtímis er
það talinn þjóðarháski, hve fáir
yngri menn leggja sjómennsku
fyrir sig. .Tá, það er ekki öll vit-
leysan eins.
Starf sjómannsins er persónu-
leg fórn hans og hans nánustu.
Sjómennskan er víking, sem
hann leggur í á bezta aldri til
að afla sér fjár og frama, og
hlutur hans verður að vera svo
góður að til einhvers sé að vinna.
Það má ekki taka það aftur með
rasshendinni, sem gefið er með
hinni. en því miður, sú hefur
orðið raunin á hjá okkur vegna
skatta, en það hefur að fullu og
öllu jafngilt viðurkenningarleysi
með þeim afleiðingum, sem nú
er loksins flestum ljós. Það þyk-
ir nú orðið flest annað betra að
taka sér fyrir hendur en sjó-
mennsku og því hverfa menn frá
sjónum í önnur léttari störf og
þýðingarminni. Menn kunna full-
vel skil á þeim þægindamun, að
sitja eða standa við innandyra-
störf í skjóli fyrir öllum veðr-
um, eða því að vinna að fiski í
pusandi ágjöf, og stundum
frosti, enda verður mönnum þá
hugsað til þess að notalegra
væri þá að vera að puða við létt
starf í landi.
Það eru nú liðin mörg ár síð-
an að sjómönnum sjálfum var
orðið það ljóst hvert stefndi, og
F. F. S, í. sendi nefnd á fund
þingflokkanna til þess að benda
á þá hættu, sem framundan var
og lagði nefndin það til að reynt
væri að stöðva flóttan af skip-
unum með raunhæfum aðgerð-
um, t. d. skattfríðindum, því að
augljóst var að tekjuaukning,
sem að mestu lenti í skatti gat
þar engu um þokað. Af þessum
fundum varð enginn árangur.
þingmennirnir virtust halda að
okkur gengi kaupkröfupólitík ein
til, þeir létu sér í það minnsta
fátt um finnast, en við sem á
fund þeirra fórum, fórum heim
reynslunni ríkari um nauman
skilning forustumanna þjóðar-
innar á miklu vandamáli, og
furðu lostnir yfir ótta þeirra við
háttvirta kjósendur, sem ekki
mundu sætta sig við, ef gerður
yrði munur á þeim og sjómönn-
unum í kjara eða skattamálum.
Þróunin varð því ekki stöðvuð,
en ekki veldur sá, sem varir.
Ráðamenn hafa síðan hlaðið um
of undir blóðsjúgandi hégómann,
sem allt of margir hafa viljað
halda fast við til að forðast það,
sem átaka meira og erfiðara er,
en þjóðinni þó ómissandi. Þjóð-
arhagur krefst þess, að aðalat-
vinnuvegirnir njóti þess vinnu-
VÍKINGUR
170