Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Page 11
Þýzkar rannsóknir á þorski í Norðnr*Atlanishaíi Þannig segja Þjóðverjar, að þorskurinn ferðist til hrygningar og fæðu- öflunar við Grænland. Árið 1960 veiddu Þjóðverjar 92393 tonn af fiski við Græn- land. Er það mesta magn, sem þeir hafa veitt á þessum slóðum. 37 % af veiðinni var þorskur, en karfi 54,7 %. Þá veiddu Þjóð- verjar í fyrsta skipti jafnmikinn þorsk við Austur-Grænland eins og við Vestur-Grænland. Þorskárgangur frá árinu 1953 var yfirgnæfandi á austursvæð- inu. Litla stund um vorið bar þó talsvert á eldri árgöngum frá 1950 og 1947 á Noname-banka og Dana-banka. Gagnstætt árinu á undan stunduðu þýzkir togarar veiðar við Grænland allan veturinn 1960 til 1961. Og þrátt fyrir meiri kulda en 4- 20° C var ágæt- is veiði á Fyllu-banka og Ban- ana-banka. 1 marz og apríl varð vart við stórar torfur af hrygn- andi fiski á 350 til 550 m dýpi. Við Suður-Grænland var þorskveiði mjög rýr. í byrjun maímánaðar fundust þar ár- gangar frá 1956, 1953 og 1950. Meginhlutinn var auðsjáanlega nýgotinn. Þessi fiskur hlýtur að hafa hrygnt við Suðaustur- Grænland. Veiðimagnið við Austur- Grænland nam árið 1960 49421 tonni og af því var meira en 15000 tonn þorskur. Á veiði- svæðinu Angmagssalik að Dohrn-banka var árgangur frá 1950 yfirgnæfandi, en fór svo minnkandi, er veiðisvæðinu sleppti. Árgangur frá 1953 tók þá við og fór f jölgandi. Þorskmerkingar sýndu, að allur endurveiddur þorskfiskur, sem merktur var á tímabilinu október til desember árið 1959 og frá febrúar til júní 1960, hafði gengið móti straumi til Is- lands. Með tilliti til þeirrar stað- i'eyndar, að allur þessi þorskur var stór fiskur, 8 til 14 ára gam- all og 71 til 92 cm langur, og að fiskurinn ferðaðist um vetur og snemma vors, verður að álykta, ▼ÍKINGUE að hér sé um hrygningargöngu fisksins að ræða á svæðinu við Austur-Grænland eða Norðvest- ur-lsland. Allir endurveiddir fiskar að loknu hrygningartímabilinu sýndu stefnu þeirra með straumnum í áttina til Vestur- Grænlands. Við Suðaustur-Grænland gekk þorskurinn sömuleiðis snemma sumars á móti straumnum. Við rannsóknirnar kom í ljós, að einn þorskurinn, sem var 94 cm lang- ur, hafði farið 430 sjómílur frá Fylkis-banka að Noname-banka á 27 dögum. Þorskveiðar Þjóðverja við Is- land árið 1960 námu samtals 30595 tonnum. Það er mesta magn eftir árið 1955. Af öllu aflamagni Þjóðverja við ísland árið 1960 var þorsk- aflinn einn 25,8%. Er það hæsta hlutfall frá árinu 1946. 80% þorsksins var veiddur norðvest- ur af Islandi, en 13,3% suðvest- ur af landinu. Eins og árið 1959 var 1960 þorskárgangurinn frá árinu 1950 í meiri hluta á svæð- unum. Út af norsku ströndinni fengu Þjóðverjar árið 1960 minnsta magn af þorski, sem þeir hafa nokkru sinni fengið frá árinu 1934, en þá hófu Þjóðverjar fisk- veiðar við Noreg. Meðaldagsaflamagn Þjóðverja af þorski við Noregsströnd á tímabilinu janúar til apríl féll úr 6,06 tonnum árið 1956 niður í 2,95 tonn árið 1960, þótt eigi væri fiskað meira á kola eða karfa. önnur einkenni, sem sýna minni hrygningu þarna, er stækk- andi meðallengd þorsksins. Frá árinu 1956 til 1960 hefur meðal- lengdin lengzt úr 75,6 cm í 88,1 cm. Vegna lítils þorskafla í Bar- entshafi voru þýzkir togarar þar lítið og við Bjarnareyjar veiddu þeir alls ekkert. Þýtt úr þýzka ritinu AFZ. Ö. S. * Nú hafa sex þjóðir gert áætlanir um að skjóta gerfitunglum á loft, en fyrir tveimur árum voru Bandaríkin og Kússland einu keppinautarnir. 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.