Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Síða 20
kveðju, og sannast þar, að það er
meiri gleði yfir einum týndum sauð,
sem kemur í leitimar en níutíu og
níu, sem aldrei ráfuðu frá hjörð-
inni. Vissulega kom þetta skeyti
óvænt, en engum hefði getað dul-
izt, að á Selfossi gerði hver maður
sitt ýtrasta til að halda í horfinu.
Og ég hygg, að einna mest hafi
mætt á vélaliðinu, og þó fyrst og
fremst kyndurunum. Það hefur
enginn verið öfundisverður af að
standa á fýrplássinu þessa nítján
sólarhringa og bera ábyrgð á full-
um gufuþrýstingi þegar vélamar
vom dag og nótt hvíldarlaust
píndar til hins ýtrasta. Og hafi
það komið fyrir að þrýstingurinn
félli stund og stund niður fyrir
rauða strikið, hefur það áreiðan-
lega verið fyrir annað en það, að
slegið hafi verið slöku við.
Skipstjóri lét þegar í stað kalla
forustuskipið aftur og sendi þakk-
arskeyti, sem var eitthvað á þessa
leið:
„Hugheilar þakbir fyrir vin-
gjarnlega orðsendingu og góðar
óskir, sem eru endurgoldnar með
þakklæti og virðingu fyrir öruggt
gæzlustarf yðar og þolinmæði, sem
stundum hlýtur að hafa reynt mik-
ið á“.
Nú var farið að styttast í áfanga-
stað. Annað skip tók nú við fomstu
þess hluta flotans, sem norður fór,
og nú var ekki verið að bera Sel-
foss fyrir brjóstinu lengur. Innan
stundar eru skipin horfin út í
mistrið, án þess að forustuskipið
hafi látið svo lítið að gefa upp
stefnu eða nokkrar leiðbeiningar
um siglingaleiðina.
Og auk þess kom það til, að
engin sérkort vom til um borð af
siglingaleiðinni milli lands og
eyja, en hún er full af smáeyjum
og skerjum. Enda hafði ekki
verið reiknað með þessari leið í
upphafi ferðar. Og auk þess hefði
að öllu eðlilegu ekki þurft að hafa
áhyggjur af öðm en að halda sig
á sínum stað í skipalestinni. En nú
var ekki um annað að ræða en að
notast við yfirlitskort, sem sýndu
óglöggt hinar þröngu leiðir milli
eyja og skerja. En ekki varð snúið
við héðan af. Og ofan á allt bætt-
ist, að ekki sá til lands fyrir þoku.
Það varð til happs, þótt skamm-
góður vermir væri, að snöggvast
sá til ferða tundurspillis á norður-
leið, og var það ráð tekið, að sigla
sömu stefnu og hann. Var nú stuðzt
við hið ónákvæma kort, eftir því
sem hægt var, dýptarmæli og mið-
unarstöð. Gekk það slysalaust, þó
að stundum teldu sumir sig heyra
hundgá, en aðrir sáu einhverntíma
í botn.
Morguninn 20. maí var bjartur
og landsýn góð. Á var sunnan and-
vari og sumarblíða. En nú var svo
gengið á eldsneytið, að krafsað var
sem vendilegast upp úr homum,
rifum og skotum kolaboxanna, unz
hver kolaögn hafði verið hreinsuð
úr þeim.
Þar kom, að búið var að moka
síðustu kolamylsnunni á eldana, og
enn var spölur eftir. Þá var það
tekið til bragðs að safna saman
lauslegu timbri og öðru eldfimu til
að brenna. Drýgstir munu hafa
verið nokkrir bjálkar eða stoðir úr
kolaboxunum. Gengu menn í að
búta þá niður í eldana. Bjálkar
þessir og annað lauslegt dót, sem
dregið var að hvaðanæva úr skip-
inu, nægði til að fleyta skipinu síð-
asta spölinn inn á skipalægið í
Loch Ewe.
Ekki var beðið boðanna, þegar
búið var að varpa akkerum, að
panta kol úr landi og voru tekin
hundrað og níutíu tonn og hálfu
betur þó. Dautt var undir kötlunum
og gufuþrýstingur enginn, þegar
kolapramminn lagðist að skipshlið-
inni.
Þannig lauk þessum áfanga ferð-
arinnar giftusamlegar en efni stóðu
til.
— ★ —
í Loch Ewe — Ærfirði — biðum
við fimm sólarhringa eftir skipa-
lest til Reykjavíkur. Forustuskipið
í þeirri ferð var gamall kunningi,
Lyra frá Bergenska gufuskipafé-
laginu, sem var í föstum hálfsmán-
aðarlegum ferðum milli Reykjavík-
ur og Bergen í Noregi fyrir stríð.
í þennan síðasta áfanga ferðarinn-
ar var lagt af stað þriðjudag 25.
maí í hægum norðanvindi.
Tveim dögum síðar, á fimmtu-
dag, gerði á okkur norðan strekk-
ing með nokkrum sjó. Skipið var
sökkhlaðið og þungt í vöfum, enda
varð nú hið eina óhapp, sem kalla
má því nafni í allri ferðinni, því
að skipið fékk á sig sjó, sem tók
út vírrúllu, og þilfarið skaddaðist
svolítið við það. Til Reykjavíkur
komum við að kvöldi laugardags
29. maí, eftir röska fjögurra daga
siglingu frá Skotlandi og mátti það
teljast hröð ferð eftir það, sem á
undan var gengið í næstum tveggja
mánaða leiðangri.
— ★ —
Nú er Selfoss gamli allur. Það
fór um hann eins og marga góða
gripi aðra, dauða og lifandi, að
honum var lógað þegar elli og
þreyta færðust yfir hann og hann
hafði ekki í fullu tré við yngri
skip og betur búin. Því að allt er á
hverfanda hveli í heimi hér, og nýtt
tekur við af gömlu. Þessi upprifj-
un mætti vera því góða og gamla
skipi hinzta kveðja og eftirmæli
frá mér, þó að kynni okkar yrðu
ekki ýkjalöng, aðeins tvær ferðir
fram og aftur yfir Atlantshafið.
Selfoss var alla sína tíð happaskip.
Mér er ókunnugt um, að hann hafi
nokkurntíma misst af sér mann eða
slasað, svo að orð væri á gerandi.
Fyrst man ég eftir honum í strand-
siglingum hér við land fyrir 1920.
Þá hét hann Willemoes, eftir dönsk-
um sjóliðsforingja, garpi miklum,
sem meðal annars vann sér frægð
þegar Nelson flotaforingi bombard-
eraði Kaupmannahöfn árið 1807.
Nafngiftin var naumast við hæfi,
því að aldrei held ég að Selfoss
hafi kempulegur verið. Hann var
heldur lítill fyrir skip að sjá,
langur og mjósleginn, með yfir-
bygginguna eins og lágkúrulega
þúfu aftur á rassi. Þó minnist ég
þess, að hann var kallaður stórt
skip, enda eru allir hlutir afstæðir.
Það var haustið 1941 í Ship Har-
bour í Novia Scotia, þar sem ver-
ið var að hlaða hann timbri. Ekki
veit ég hvers konar skip hafa vanið
komur sínar þangað, fyrst Selfoss
var kallaður stórt skip.
En þótt Selfoss væri ekki mikill
á veraldarvísu, var hann gæðafleyta
hrekklaus og óáreitinn. Það var
VÍKINGUR
44