Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Qupperneq 4
Helgistund um borð. presturinn þarf að ferma sjó- menn. Ég minnist eins atviks, þar sem farmaður einn kom til Mr. Cassons, sem þá var prest- ur í Kobe í Japan, hann sagðist vilja láta ferma sig með syni sín- um, sem átti að fermast næst þegar faðirinn kæmi til Englands. Presturinn tjáði honum, að hann þyrfti að gangast undir allan fermingarundirbúninginn. Þeir biðu ekki boðanna og farmaður- inn fékk fyrstu lexíuna í Kobe og bjó sig undir þá næstu á leiðinni til Singapore, þar sem hann var spurður út úr, fékk þar verkefni til næstu sjómannastofu og þann- ig koll af kolli, unz hann tók síðustu lexíuna heima í sinni sókn í Englandi og hann fermdist með syni sínum. Á hverjum morgni heimsækir sjómannapresturinn öll nýkomin skip í höfninni og einn morgun- inn sendi hann mig út af örkinni til að hafa samband við nokkur skip. ,,Talaðu fyrst við skipstjór- ann, hann er oft einmana." Hlut- verk mitt var að segja þeim frá sjómannastofunni og bjóða þeim ýmsa aðstoð, svo sem að skipu- leggja fyrir þá ferðir um sögu- staði í nágrenninu og ef einhver væri í sjúkrahúsi, þá myndi presturinn láta honum í té ýmsa aðstoð. Auk þess var mér frjálst að ræða við þá um heima og geima ef þeir væru á þeim bux- unum, og sumir vilja ræða trúar- leg mál, ef þeim liggur eitthvað á hjarta. Presturinn á ótal vini á skipsfjölum og það kom á daginn, að mér fannst ég vera eins og tannhjól í slípaðri vél. „Sjálf- stæðið var þeirra mikli höfuð- stóll,“ þessi orð skáldsins komu mér í hug, þegar ég var farinn að ræða við einn kapteininn, hann var kapteinn á sínu skipi, sem var svo sem engin ,kvín merí/ hafði verið togaraskipstjóri. — Hann drakk rauðvín vegna þess að bjórvömbin var farin að vaxa honum í augum. Hann bölvaði hafnarverkamönnunum, sem hót- uðu að gera verkfall og skipið hálfafgreitt og þeytti grútdrull- ugum sixpensaranum langt aftur á hnakka eða teymdi derið fram á nef. „Þetta er sonur minn, tíu ára, hann verður sjómaður, ekki vitund sjóveikur." Síðan teygði hann risastórar lúkurnar upp á hillu og setti haglega smíðaðan teinæring á borðið, þetta dund- aði ég við að smíða úr eldspýt- um.“ — „Ég safna frímerkjum, þú átt ef til vill einhver frá Is- landi?“ Og ég var svo heppinn að eiga fáein frímerki, sem ég gaf honum með mikilli gleði. Hvort hann hefði nokkurn tíma séð haf- mey, nei, það aftók hann með öllu, sjórinn er bara salt vatn og engin rómantík lengur. Hann hló hressilega þangað til við kvödd- umst. Þessi maður var Þjóðverji og þar af leiðandi ekki í kristi- lega sjómannafélaginu, en það hefur sívaxandi afskipti af út- lendingum, einkum Indverjum, Pakistönum, Japönum, Kínverj- um o. fl. og eru þeir að sjálfsögðu af ýmsum trúarbrögðum, og er það á sinn hátt vandamál um alla kristnina, hvernig þá beri að um- gangast, en út í þá sálma verður ekki farið hér. Hvorki meira né minna en eitt þúsund skip fara um Lundúna- VÍKINGUR Presturinn vitjar sjúkra sjómanna. 260

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.