Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Page 23
— Einu sinni var. — Togarinn „Garðar“ með fullfermi af fiski úti á Selvogsbanka árið 1932. Ljósm. Guðbjartur Ásgeirsson. ____________________________________________________________________________________________t „Halló, Clegg. Ég er kominn aftur til Berlínar. Getið þér ekki gert mér þann greiða að senda mér það, sem ég gleymdi á hótel- inu í París?“ Þetta hreif ekki; Clegg sagði þurrlega: „Við hvern tala ég eiginlega? Ég skil ekki orð af því, sem þér segið.“ En þá fékk Hiram allt í einu hugdettu: „Heyfræ í fríi,“ sagði hann. Það varð löng þögn. Því- næst sagði Clegg: „Jæja, nú er ég með, en hvernig á ég að fá sönnun?“ „Spyrjið um eitthvað," svaraði Hiram. Eftir drykklanga stund kom spurningin: „Hvað er yfirskrift nr. 20.21?“ Hiram skellti uppúr; og svar- aði um hæl: „Tveggja dálka, tvö- föld yfirskrift, átján punktar Cheltenham, tuttugu og þrjár einingar í línurnar.“ Maður sit- ur fjandakorn ekki árangurs- laust í fjórtán ár við prófarka- lestur.“ Það var sniðugt af Clegg að muna það og ekki síður að hann skyldi þýða „Heyfræ í frí,“ sem Hiram Holliday. „Ágætt, þér eruð fluttur aftur á Adlon ? Ég skal senda yður þetta með miðnæturflugvélinni, þá fá- ið þér það í fyrramálið — það hefur víst verið hálfgert skíðá- veður þarna fyrir handan?“ Hiram skildi rósamálið: „0- jæja, jú, frekar það. En nú hefir birt upp. Ég bý á Adlon. Kærar þakkir.“ Og hann hringdi af. Hann tók leigubíl til Hótel Adlon. Honum leið ólíkt betur nú, en taugarnar voru reyndar enn- þá í megnasta ólagi. Það hafði verið nógu bölvað að sleppa út úr hinu illræmda Moabit fangelsi, en margfalt verra fannst hónum að hafa fataskipti í herbergi Irmegard og læðast svo út úr hús- inu. Af óskýranlegri ástæðu setti að honum þvílíkan ótta, þegar hann gekk inn í húsið, sem greif- ynja von Helm og þar til hann yfirgaf það, sem Hiram Holliday, að hann var baðaður köldum svita allan tímann. En þessi ótta- VÍKINGUR 279

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.