Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Side 28
BflNKl. 4 Ég skal selja fyrir þig víxilinn, ef þú vilt kaupa fyrir mig kogara! Kaldur og ákveðinn. Norskur sjómaður, staddur í Barcelóna, reikaði einn sunnudag auralítill um borgina. Hann kom þar, sem nautaat var að hefjast. Spengilegur Spanióli kom að inn- ganginum og kynnti sig: — „Matadór!" Vörðurinn hneygði sig og hleypti honum inn. Sá næsti kom og kynnti sig: — „Salvadór!“ Aftur hneygði vörðurinn sig. Norðmaðurinn rétti úr sér, gekk tígulega að innganginum: — „Theodór!“ Hann fékk eitt bezta sætið á sýn- ingunni! Gigtin lá milii lands og eyjar. Sigurður gamli sjóari, sem hafði árum saman siglt um höfin sjö, var nú kominn í land. Gigtin tók að angra hann og svo fór að hann leitaði læknis. Við skoðun kom í ljós, að hann var allmikið tattóveraður að góðum sjómannasið. En það frumlega var að það voru heimsálfurnar og lá vesturhvelið niður eftir bakinu. „Hvar liggur gigtin,“ spurði læknirinn. „Ja, hún liggur nú um alla Suður- Ameríku, en ég er mest kvalinn í sundinu á milli Jamaica og megin- landsins!“ * Breiddi yíir nafn og númer. Hansen nr. 60 og Nielsen nr. 61 hittust aftur á tuttugu og fimm ára herskylduaf mælinu. „Heyrðu, nr. 61, þú manst víst eftir saumakonunni í litla húsinu skammt frá herbúðunum okkar. Ég hefi grun um að þér hafi orð- ið tíðförult þangað í gamla daga. Kannske þið hafið gifzt?“ „Ónei, ekki varð það nú, en ég get gjarna trúað þér fyrir því núna, að ég notaði alltaf nafn þitt og númer, já og jafnvel heimilisfangið þitt!“ „Nú fer ég að skilja," svaraði nr. 60. „Fyrir skömmu arfleiddi hún mig að húsinu sínu og 200 þúsund krónum!“ * * — Já, hún Birgitta mín klæðist alltaf síðu og siðsamlegu pilsi, þeg- ar hún bregður sér á skauta. Ekkert skil ég í hvað ég er þyrstur eins og ég drakk mikið í gær! 284 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.