Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 14
Minning Þorsteins Júl Sveinssonar; shipstióra Kristín Tómasdóttir. Það fer vel á því, einmitt nú, þeg- ar blað sjómanna, Víkingurinn, minnist 30 ára afmælis síns, Slysa- varnafélag íslands lítur yfir 40 ára r'arinn veg og Skipstjóra- og Stýri- mannafélagið Aldan stendur á 75 ára tímamörkum, að minnast merks manns, sem lézt í spönsku veikinni fyrir 50 árum. Maður þessi var Þorsteinn Júlíus Sveinsson, skipstjóri. Virðist Þor- steinn heitinn hafa verið langt á undan samtíð sinni með frjóar hug- myndir og háleit áhugamál, íslenzk- um sjávarútvegi og sjómönnum til framdráttar. Þorsteinn var mjög vel að sér og pennafær. Skrifaði hann fagra hönd og var jafnvígur á dönsku sem íslenzku. Um tvítugsaldur stundaði hann nám í 2 vetur við Flensborgarskól- ann og innritaðist síðan í Stýri- mannaskólann í Reykjavík, þar sem hann lauk prófi. Gerðist hann því næst skipstjóri á ýmsum skipum, meðal annars hjá Pétri Thorsteinssyni á Bíldudal. En á Bíldudal bjó hann um hríð ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Tómas- dóttur frá Bjargi á Akranesi. — Kristín fæddist 14. apríl 1874 og lézt 2. febrúar 1965, þá 91 árs að aldri. Þau hjónin giftust 27. okt. 1899. Eftir veru sína á Bíldudal fluttust þau til Hafnarfjarðar. En 1903 fluttu þau til Reykjavíkur og áttu heimili að Garðhúsum við Bakka- stíg, þar sem Þorsteinn bjó til dauðadags, en Kristín með börnum þeirra hjóna til ársins 1942. Kristín var góð kona og mikilhæf að mannkostum og dugnaði. Var löngum gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, bæði af erlendum sem innlendum mönnum. Þorsteinn eign- aðist marga vini meðal yfirmanna dönsku strandgæzluskipanna, en þar var hann leiðsögumaður um 11 ára skeið. Héldust þau vináttubönd meðan líf entist. Þorsteinn var óþreytandi að vinna að áhugamálum sínum og skrifaði mikið um þau í blöð, eink- um ,,ísafold“ og „Ægi,“ tímarit Fiskifélagsins. Slysavamamálin og hafnarmálin voru honum rík í huga. Hafði hann vakið áhuga margra manna, sem voru ákveðnir að mynda samtök til framgangs þessara mála. Vitamálastjóri, Th. Krabbe, var tíður gestur á heimili Þorsteins og oft í ferðum með „íslands Falk“ um- hverfis landið, en á því skipi var Þorsteinn lengi leiðsögumaður. Var þá í sameiningu athugað hvar nauð- syn bæri til að reisa vita og bæta hafnir. Þjóðin var þá að vakna til með- vitundar um nauðsyn þess að efla öryggi þeirra, sem sigldu á hafinu umhverfis landið inn á firði og voga. Dr. Bjarni Sæmundsson var oft með varðskipunum og vann þar að sinni fræðigrein. Einnig hann hafði vakandi áhuga á öllu því, sem varð- aði vita-, hafna- og slysavarna- mál. Að slysavarnamálum vann Þor- steinn lengi og vakti áhuga margra góðra manna á því máli. Síðasta verk hans var að sitja fund varðandi slysavarnamálin. Var það föstudaginn 2. nóv. 1918, en 4. nóv., tveim dögum síðar veiktist Þorsteinn J. Sveinsson, skipstjóri. hann af „spönsku veikinni" og and- aðist 12. sama mánaðar. Fundurinn var haldinn á heimili Guðm. Björnssonar, landlæknis, en auk þeirra Þorsteins voru mættir þar: Oddur Hermannsson, skrif- stofustjóri stjórnarráðs, Brynjólfur Björnsson, tannlæknir, Ólafur Briem, Viðey, Ólafur Benjamínsson, stórkaupmaður, Sveinbjörn Egils- son, skrifstofustjóri Fiskifélagsins og fleiri. Stofnun Slysavarnarfélags virtist þarna alveg ákveðin. Aðalvandinn var sá, hvernig afla skyldi peninga til verksins, en sjúkdómurinn, sem herjaði landið þetta haust og vetur og andlát margra, hefur að líkind- um deyft málefnið. Síðar var það endurvakið og stofnað árið 1928. Var þá aðeins einn hinna gömlu slysavarnanefndarmanna nefndur, en það var Guðm. Björnsson land- læknir, sem kjörinn var fyrsti for- seti félagsins. Oft er það svo, að þeim, sem vekja áhugann og ýta nauðsynjamálum úr vör, er lítt þakkað og jafnvel ekki nefndir á nafn. Fordildin ræður stundum. 330 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.