Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Side 15
Með komu stærri fiskiskipa og
fiskvinnslufyrirtækja, sem lögðu í
það áræði að veita fólki stöðugri
atvinnu en verið hafði um aldir, fór
að rofa til í peningamálunum og
umferð komst á þau bæði innan-
lands og utan.
Slysavarnafélagið varð óskabarn
þjóðarinnar og er enn. Þar leggja
margir hönd á plóginn og mörgum
hefur verið svo lánsamt að veita
hjálp í háska.
Er það aðdáunarvert og mikið
þakkarefni, en leitt er til þess að
vita, að Slysavarnafélagið hefði get-
að verið 10 árum eldra en það nú er,
ef ekki hefði strandað á peninga-
málunum. Mikið og óeigingjarnt
starf í þágu þessara mála nægði
ekki, enda fór „spánska veikin“ líka
sínum hörðu höndum um landið og
lagði að velli foringja, eins og Þor-
steinn heitinn Sveinsson var.
Engu að síður mun starf Þor-
steins, þrátt fyrir fall hans fyrir
tímann, hafa gætt á starfsemi
Slysavarnafélagsins. Guðbjartur Ól-
afsson, sem mikið vann fyrir Slysa-
varnafélagið lærði hjá Þorsteini
undirbúningsfræði undir Stýri-
mannaskólann, fór sú kennsla fram
á heimili Þorsteins, og varð af góð
vinátta milli þeirra upp frá því.
Einnig hvatti Þorsteinn annan mik-
inn Slysavarnamann til að flytjast
frá Akureyri til Reykjavíkur. Var
það Jón Bergsveinsson, sem fyrst
réði sig til Fiskifélags íslands, en
gerðist síðar starfsmaður Slysa-
varnafélags íslands.
Enginn vafi er á, að Þorsteinn
með víðsýni sinni og þekkingu átti
mikinn þátt í því að móta þessa
menn og efla áhuga þeirra á slysa-
varnamálunum.
Með skrifum sínum og baráttu
fyrir ýmsum þjóðþrifamálum eign-
aðist Þorsteinn ýmsa vini og
lögðu þá margir leið sína að Garð-
húsum til viðræðna við hann.
Voru þar oft menn á ferð, eins og
t.d. Krabbe, vitamálastjóri, dr.
Bjarni Sæmundsson, Oddur Her-
mannsson og bróðir hans, Jón Her-
mannsson, Magnús Sigurðsson,
bankastjóri o.fl. Einnig var straum-
ur Stýrimannaskólapilta inn á
heimili Þorsteins. Varð Þorsteinn
heitinn þannig tengiliður milli ým-
issa aðila um framgang margvís-
legra málefna.
Eitt merkismála, sem Þorsteinn
vann að og hvatti til, var útgáfa
VÍKINGUR
sjómannablaðs. Taldi hann nauðsyn
á því, að blað helgað sjómannastétt-
inni yrði gefið út. Var hann svo
stórhuga, að ekki minna en eitt
blað á viku taldi hann lágmark að
kæmi út af slíku blaði.
Rúmum sjö árum eftir lát hans
var tilraun gerð með útgáfu sjó-
mannablaðs. Hét það blað Aldan og
kom fyrst út 19. marz 1926. Átti
blaðið að vera vikublað. 1 fyrsta
blaði þess er hugmyndin að störf-
um þess rakin til Þorsteins heitins.
Því miður varð því blaði ekki langra
lífdaga auðið. Annað sjómanna-
blað, þ.e. Víkingurinn, fyrsta al-
menna blaðið, sem sjómennirnir
sjálfir gefa út, fór svo af stað á ár-
inu 1939. Víkingur hefur verið
furðu lífseigur og sannað nauðsyn
þess að eiga slíkt blað. Ljóður er
þó á, að hér er aðeins um mánaðar-
Gömul mynd frá Reykjavík. Freinst er Mýrarholt, þar sem séra Bjarni Jónsson bjó ineð
foreldruin sínum, til vinstri er Garðhús. Nú er komin liér byggð inikil, en Garðhús
stendur enn. Rétt við það er nú hraðfrystistöðin.
331