Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Qupperneq 16
Hugur Þórsteini Glatt er á sœvi,
hló í hrjósti, gott úr hœttum
er Hejring reis lieilum vagni
og Himinglcefa. heirn aS aka.
Fár kunni betur En hœtt er á landi
fleyi að stýra hafsins börnum;
né hitta höfn því er nú fullhuginn
um haf kominn. fallinn aö velli.
Sat hann í sal Mjög svo tregar
af sævi farinn mannfá þjóS
með góBvinum starfsmann góBan
glaSur og reifur. frá starfi dýru.
Fár kunni betur Sægarp fallinn
fögnuB vekja, félagar kveSja,
vinum hugljúfur syrgja farmann
og hverjum manni fley og bárur.
Ein er þó Alda, sem allra mest drúpir, Þórsteinn, hjá þínu kumli. Grœöir verki þínu góður og mikill minningar meiÖ á moldum þínum.
rit að ræða, og ef sjómenn væru
ekki jafn tómlátir um málefni sín
og raun ber vitni, myndi hugmynd
Þorsteins vera komin í gagnið fyrir
löngu.
En Þorsteinn átti oft í miklu
stríði við sína eigin menn, sjómenn-
ina. Honum þótti þeir of tómlátir,
og margur skipstjórnarmaðurinn
olli honum vonbrigðum.
Menn, sem hann trúði á sem
sterka baráttumenn, brugðust oft
á úrslitastund og seldu málefnið
fyrir eiginn hag, ekkert varð Þor-
steini þyngri raun en að sjá slíkt.
Þrátt fyrir slíkar raunir gafst
Þorsteinn ekki upp og vann ótrauð-
ur að málefnum sjómanna, enda
lærðu sjómenn að meta hann og
átti hann marga vini og stuðnings-
menn í sjómannastétt.
Síðasta árið, sem hann lifði, var
hann formaður Öldufélagsins. Við
burthvarf hans lét félagið gera erfi-
ljóð með eftirfarandi ljóðlínum.
Sýnir þetta hugarþel, að öldumenn
kunnu að meta hinn látna foringja
sinn og vildu sýna honum þakklæti.
í blaðinu Óðni, júlí—des. 1924
birtist minningargrein um Þorstein
eftir Pál Bjarnason, skólastjóra í
Eyjum. En þar segir Páll:
Það er eftirtektarvert hve
fárra manna er getið opinber-
lega, þeirra er mestan starfstíma
æfi sinnar hafa verið á íslenzkum
fiskiskipum. Rithöfundum hefur
löngum þótt fýsilegra að hvarfla
upp til sveita í skemmtiferðir,
þar sem gestrisnin býr, fjalla-
blær og töðuangan, heldur en að
leita út á hafið á vetrardaginn
á gömlu skútunum, eins og þær
voru útbúnar. Og því mun það
vera, að svo fáar sannar lýsingar
sjást af lífinu þar og afrekum,
sem unnin eru á litlu fleyi, í bar-
áttunni við storm og stórsjó.
Löng röð yrði það ef telja skyldi
alla þá, sem viðurkenningu eiga
skildar fyrir framgöngu sína í
þeirri orustu.
Hér kemur mynd af manni
einum, er flestum betur þekkir
og skildi starf og stöðu sjómanns-
ins og lét það á sjá í verkinu.
Þessi maður var Þorsteinn
Júlíus Sveinsson, skipstjóri og
Dannebrogsmaður. Hann var
fæddur 18. júlí 1873 að Gerðum
í Garði og ólst þar upp hjá for-
eldrum sínum fram til tvítugs-
aldurs, að undanteknum 5 árum,
er hann var að fóstri í bernsku
austur í Flóa. Foreldrar hans
voru Sveinn Magnússon, skipa-
smiður í Gerðum (fyrir nokkru
dáinn háaldraður) sonur Magn-
úsar Ólafssonar á Grund undir
Eyjafjöllum, og konu hans Ey-
varar Snorradóttur prests að
Desjamýri Sæmundssonar prests
að Ötskálum í Garði.
Fyrir fermingaraldur tók Þor-
steinn sál. að stunda sjó, fyrst
háseti á opnum bát og síðan á
þilskipi og ekki var hann nema
16 ára, er hann varð formaður á
sexæringi í Garðinum. Námfús
þótti hann á þessum árum, sem
jafnan síðan, en bauðst ekki önn-
ur menntun en sú, er fékkst í
barnaskóla þar í plássinu. Sagði
hann löngu síðar að sér hefði enst
sú uppfræðsla ótrúlega vel. Um
tvítugsaldur gekk hann tvo vetur
í Flensborgarskólann og nokkru
síðar í Stýrimannaskólann í
Reykjavík, lauk þar prófi og
gerðist skipstjóri. Var hann skip-
stjóri í 6 ár fyrir ýmsa og átti
oftast part í skipi. Síðan stóð
hann fyrir útgerð í tvö ár, en
réðst síðan leiðsögumaður á
dönsku varðskipin og hélt þeim
stai’fa í 11 ár, eða til ársbyrjun-
ar 1918, er hann réðst erindreki
til Fiskifélags Islands og gat hann
þá fyrst farið að gefa sig fyrir
alvöru að þeim málum, er honum
var annast um. En honum auðn-
aðist ekki að vinna að þeim í
næði. Landsstjórnin átti um þær
mundir annríkt með verzlun
landsins og varð að nota þá að-
stoð, er fáanleg var. Við það
lenti Þorsteinn sál. í ýmsum
störfum fyrir landsstjórnina og
Fiskifélagið og varð honum það
VÍKINGUR
332