Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Side 20
PALL HALLBJORNSSON:
IMÍ ER HANN ALLUR
„Og skipin koma og skipin blása
og skipin fara sinn veg.“
Svo hljóðar fyrirsögn í smá-
grein, er Árni Johnsen, blaða-
maður, skrifaði í Morgunblaðið í
byrjun janúar þessa árs.
Ég skrifa hér upp þessa grein
með leyfi höfundar:
Hér heilsast fánar framandi þjóða.
Hér mæla skipin sér mót,
sævarins fákar, sem sæina klufu,
og sigruðu úthafsins rót.
Og höfnin tekur þeim opnum
örmum,
og örugg vísar þeim leið.
Því skip er gestur á hverri höfn.
Þess heimkynni djúpin breið.
Svo mælir Tómas Guðmunds-
son í einu kvæða sinna úr „Fögru
veröld." Ekkert tæki, sem manns-
höndin stjórnar er eins lifandi og
skipið. Skipið, sem hefur öslað
gegn ólgandi liafi, liðið um slétt-
an sæ álfabreiða og hlaðist gulli
lands okkar. — Þeir, sem ganga
um bryggjurnar og horfa á skip-
in bundin við kengi, sjá, að þau
toga stöðugt í og vilja hreyfingu
og þau toga ósjálfrátt í manninn,
sem horfir á og koma honum á
hreyfingu einnig, hvort sem það
er af gleði eða ótta. — Skip njóta
styrkra handa sjómanna í hvers-
dagsbaráttunni og hver lilutur
um borð á sína sögu og sál, því
skipið er flókin keðja tryggra
hlekkja, stýrishjól, kjölur, akk-
eri, kaðlar, kinnungur, stefni,
landþernur o.fl. o.fl., sem manns-
höndin hefur handleikið.
Þessar línur eru hripaðar í til-
efni þess, að í kvöld verður bál-
för gamals skips íslenzku þjóð-
arinnar, skips, sem færði björg í
bú og átti giftu heppninnar. —
Skipið kemur ekki oftar sem
gestur til hafnarinnar eða heim
til sín á miðin, það verður bál-
Páll Hallbjörnsson.
köstur á þrettándagleði og álfa-
dans í Keflavík í kvöld, það mun
brenna eins og skip víkinganna
forðum.
Vélbáturinn Skírnir var keypt-
ur til Akraness frá Flateyri af
Haraldi Böðvarssyni árið 1926.
Þá var sett ný vél í fleytuna, sem
var 28 tonn að stærð og afla-
kóngurinn Eyjólfur Jónsson á
Akranesi var ráðinn skipstjóri á
bátinn. Aðra vertíðina, sem Eyj-
ólfur var með bátinn, setti hann
aflamet og fiskaði tvö hundruð
skippund. — Skírnir reyndist
mesti happabátur og var lengi í
eigu Haraldar Böðvarssonar &
Co. og var með betri bátum þess
fyrirtækis. Skírnir var síðar seld-
ur til Grindavíkur og var stöðugt
í notkun, þar til að yfir lauk og
þurrafúi og fleiri bátakvillar hel-
tóku skrokkinn. — En Skírnir er
ekki úr sögunni, því að Haraldur
Böðvarsson & Co á nýjan Skírni
AK—12 úr stáli, 150 tonna skip,
sem var byggt 1960 og hefur
einnig reynzt happaskip. Tómas
heldur áfram í einu ljóða sinna
og segir:
„Og skipin koma og skipin blása
og skipin fara sinn veg.“
Á. Johnsen.
A
Þegar ég las þessa hlýlegu og
vel rituðu grein um m.b. Skírni í
Morgunblaðinu þ. 6. janúar, fékk
ég löngun til þess að bæta þar við
nokkrum eftirmálsorðum um
uppruna skipsins og fortíð, sem
ég þekki vel, því að ég var um
nokkur ár á bátnum.
M.b. Skírnir er byggður að
nokkru eftir módeli af Samsyni,
sem strandaði utanvert við Suð-
ureyri í Súgandafirði vorið 1915,
og var síðar dreginn til ísafjarð-
ar, en að nokkru eftir teikningu
Bárðar Tómassonar, skipasmiðs,
föður Hjálmars núverandi skipa-
skoðunarstjóra. — Bárður smíð-
aði og réði gerð bátsins í samráði
við Sigurð Hallbjörnsson,eiganda
hans. Kjölur skipsins var lagður
1916, og smíði þess fór fram und-
ir beru lofti sundamegin á Isa-
fjarðartanga, innantil við skipa-
dokku verzlunar Árna Jónssonar
á ísafirði.
Skírnir var sjósettur í janúar
1917 og hásetar á hann skráðirí
fyrsta sinn þ. 20. febr. sama ár
af þáverandi hreppstjóra, Þórði
Þórðarsyni á Suðureyri í Súg-
andafirði, en þar var heimahöfn
bátsins.
Ég var einn af hásetunum, sem
var skráður, og var ég í næstu 3
og % ár óslitið á bátnum, ýmist á
þorsk-, síld-, hákarla- og smokk-
veiðum. Þá tíðkaðist, að þessir
VÍKINGUR
336