Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Side 22
Þrír stukku í nótabátinn og hlupu aftur eftir honum til að ná í ólaf, en hann var þá kominn aftur fyr- ir bátinn. Við það, að Skírnir hægði ferðina, kom slaki á dráttar- trossu aftari bátsins og varð það Ólafi til lífs, að hann náði hand- festu á^dráttartauginni, sem lá í sjóskorpunni. Þarna hékk hann og hélt fast. Strákarnir voru harðhentir við að draga til sín aftari bátinn það langt, að þeir næðu til Ólafs. Þeir gripu hann hraustum höndum og drógu hann inn í fremri bátinn og svo upp í Skírni. — Allt fór vel. Þegar Óli hafði skipt um föt og fengið lút- sterkt kaffi, var aftur tekið til við spjallið bak við stýrishúsið, en Skírnir ságaði á öldunum áfram fyrir Horn. & Svo var það frostaveturinn 1918. Stóru bátarnir vestra höfðu allir frosið inni á Pollinum á ísa- firði. Nokkru eftir áramót tóku skipshafnir bátanna sig saman með skipstjórana í broddi fylk- ingar, því að þeim var nú farið að verða æði órótt að komst ekki suður á vertíð, eins og venjulega. Af framúrskarandi atorku unnu menn að því mikla verki með lé- legum áhöldum að saga skip- genga rennu í ísinn alla leið inn- an af Polli og út á Prestabugt. Bátunum var svo fleytt eftir rennunni í auðan sjó. Svo var haldið á hafið. Eftir að komið rar fyrir Látrabjarg versnaði v'eður, og þegar komið var að jökli var kominn blindbylur og norðvestan haugasjór. Allir Vest- fjarðabátar, sem voru á leið suð- ur umræddan tíma fengu mjög vont veður og sumir mikla hrakn- inga og áföll. Við á Skírni sáum aldrei lana frá því að við fórum framhjá Snæfellsjökli og til þess, er við sáum ljósin í Sandgerði. Okkur hafði borið nokkuð af leið, því að ferðinni var heitið til Reykjavík- ur. En Sigurður var alltaf hrædd- ur við Mýrarnar og vildi vera nógu djúpt af þeim. — Þarna kl. 1 um nóttina var orðið bjart af 388 tungli. Haugasjór og grenjandi norðvestan rok var á. — Skírni var nú snúið í stefnu fyrir Garð- skagatá. Sjór og vindur varð al- veg á skutinn. — Hans Kristjáns- son, síðar forstjóri Sjóklæðagerð- arinnar, var þá vélamaðurinn á bátnum. Sigurður bað hann að láta steinolíu á 40 I. dunk og vera viðbúinn að hella í sjóinn, ef hann kallaði til hans. Veiðarfæri, öll áhöld og annar farangur var í skálkaðri lestinni. — Ofandekks voru með kappanum fram á, öðru- megin full smurolíutunna og full tunna af saltkjöti. Hinumegin kappans voru tvær steinolíutunn- ur. Að aftan með vélarhús-kapp- anum voru fjórar olíutunnur, tvær hvors vegar. Allt var þetta súrrað og rammbyggilega bundið með sverum tógum og loks var svo skipsbáturinn í davíðum sín- um, sem gjörðar voru úr arm- sveru massívu járni. Þegar við erum alveg fram af Garðskagatánni, ríður voðalegt brot undir skutinn, svo að Skírn- ir hleypur með ofsahraða með bárunni, unz hann steypist aftur að frammastri ofan 1 öldudalinn. Við héldum, að hann mundi halda áfram niður. Hans lét olíuna buna á dekkið og sjórinn flutti hana út til beggja hliða, en það varð okkar lán, að annað stórbrot gekk yfir skutinn og braut fram eftir öllu skipi, en við það lyftist stefnið úr sjó. Eftir þetta var eins og Skírnir væri dasaður. Hann lá alveg kyrr, meðan sjór- inn rann út yfir lunningar og um lensport. Þegar hann kom aftur í ljós upp úr sjónum, voru flest all- ar tunnurnar farnar í hafið, kapísurörið horfið og skipsbátur- inn hékk við aftari davíðuna, brotinn niðri í sjónum, en davíð- urnar báðar voru beygðar í sjó niður og löfðu eins og kaðalspott- ar, sem héngu út af lunningunni. Ekkert kom fyrir eftir þetta. Það var eins og að vera kominn á heiðartjörn að koma inn fyrir Garðskagatána. Haldið var inn til Keflavíkur og daginn eftir til Reykjavíkur. A Að lokum hef ég gaman af að rifja upp eina af mörgum veiði- ferðum, er ég fór á Skírni með Sigurði bróður mínum. — Þetta var hákarlalega og vorum við á veiðum úti í Nesdýpi, úti á lands- brún, eins og það er nefnt, þegar sjórinn sýnist jaðra við fjalla- brúnir. Veður var bjart og fag- urt.Við sáum aðeins í smá hnjúka af Barða og Gelti upp yfir logn- kyrran hafflötinn. Þetta var í stríðinu 1914-’18. Þarna var svo mikill hákarl, að hann óð í torf- um umhverfis bátinn og var hægt að ná til hans með krókstjökum, enda hafði hann þarna nóg æti, því að við hirtum aðeins lifrina, en hentum þeim gráa fyrir borð. En þetta var ekki með öllu á- hættulaus veiðiaðferð, því að ef illa kræktist var ,,sá grái“ ekki svifaseinn og gat þá orðið fljótt um þann, sem á ífærunni hélt ef illa fór. Segja mátti, að svo mik- ill væri ákafinnviðþessaróvenju- legu öru veiðar, að við gleymdum bæði stund og stað. — Hákarl og lifur hlóðst í kringum okkur. Ég held meira að segja, að hermenn- irnir í Víet-Nam hafi ekki enn sem komið er lent í skæðari högg- orrustu, en við í bardaganum við hákarlinn, utanborðs og innan. Skipið var allt löðrandi í blóði, upp í vanta, um dekk og lúgur. í ákafanum veittum við engu öðru eftirtekt. Vissum við því ekki fyrri til en hópur borðalagðra manna stóð á dekkinu. Hafði þá stór bátur lagzt að síðunni hjá okkur, mannaður tólf mönnum. Voru þetta sjóliðar frá ensku herskipi, sem komnir voru til að sjá hvað við vorum að aðhafast hér úti í hafsauga, fjarri fjöllum og grunnsævi. Kokkurinn okkar, lítill og snar- borulegur karl, varð alveg ær, hélt víst, að hér væru komnir ein- hverjir himneskir hákarlar, þreif öxi og hugðist láta þá kenna á henni engu síður en þá, sem úr djúpinu komu á hakanum. Af mannvígum varð þó ekki. Auðvit- að var kokkurinn orðinn svo yfir- keyrður af svefnleysi og þreytu, að hann vissi ekki sitt rjúkandi VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.