Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Page 32
Bátar og formenn í Vestmannaeyjum Sigursteinn Jónasson. Jón f. Stefánsson. Marinó Jónsson. | j „01ga“ 14.00 tonn. Siníðuð í Vestraannaeyjnm 1920. „Mýrdælingur“ 16.5 tonn. Smíðaður í Danmörku 1929. „Marz“ 15.00 tonn. Smíðaður í Noregi 1919. Sigursteinn Jónasson, Fífl- holtshjáleigu, Landeyjum, var fæddur þar 21. júní 1904. For- eldrar Jónas Jónsson og kona hans Sesselja Guðmundsdóttir búandi þar. Fyrst fór Sigursteinn til Eyja 1921 og réðist á „Hauk I.“ hjá Sigvalda Benjamínssyni. Síðar var hann á ýmsum þekkt- um bátum með dugnaðar-for- mönnum, sem undir og yfirmað- ur. Voru það „Valdimar", „Frið- þjófur" „Marz“, og „Heimaey", einnig var hann stýrimaður á „Þorgeir Goða“, með Ólafi Is- leifssyni. Reri með Ásmundi Frið- rikssyni og var stýrimaður með Andrési Einarssyni. Formennsku byrjaði Sigursteinn 1937, með „01gu“. 6. mars um veturinn var „01ga“ keyrð niður af brezkum togara. Þar drukknaði einn mað- frh. á bls. 347 Jón I. Stefánsson Manndal er fæddur að Ási, Vestmannaeyjum, 12. maí 1904. Foreldrar Stefán Gíslason frá Hlíðarhúsi í Eyjum og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Manndal. Jón ólst upp með afa sínum og ömmu og hefur hann verið í Manndal síðan eða 63 ár. Ungur var Jón, er hann byrjaði sjóferðir eða 10 ára, var það á opnum bát með afa sínum. 17 ára réðist hann á mótorbátinn „Gústaf“, með Gústaf bróður sínum. Síðar á „Undínu“ með Þórarni Guðmundssyni á Jaðri. 1936 byrjaði Jón formennsku á „Mýrdæling". eftir það var Jón með „01gu“, Gullfoss“, „Gunnar Hámundarson", „Stakksárfoss“, „Óskar“, „Viggó“, „Hjálpara", „Skuld“, „Leif“. „Gylfa“, „Von“, og „Vin“. Aðalfag Jóns til sjós frh. á bls. 347 Marinó Jónsson Faxastíg 25 Vestmannaeyjum var fæddur að Skógum Þelamörk Eyjafirði 20. júní 1900. Foreldrar: Jón Jóns- son og Manasýna Sigurðardóttir. Var hann með foreldrum sínum til 6 ára aldurs. Ólst síðan upp á ýmsum bæjum, m. a. hjá Árna presti í Grenivík, þar var hann fermdur. Upp úr því fór Marinó til Seyðisfjarðar, var þar á sumr- um, en í Eyjum á vetrum. Hann réðist á „Lunda I“. Síðar var hann vélamaður á þeim bát til 1924. 1925 byrjar hann for- mennsku á „Baldri“ og var með hann í 2 vertíðir. Eftir það var Marinó vélstjóri á mörgum bát- um, m. a. „Leó“, „Gottu“, „Happasæl", „Freyju“ RE ofl. 1938 tók hann við formennsku á „Marz“ og var með hann þá ver- frh. á bls. 347 348 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.