Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 38
stofnar á grunnmiðum uppeyddir vegna ofveiði
og rányrkju, verður ekki í önnur hús að venda
um viðbótarafla en fiskveiðar á fjarlægum miðum,
hvar sem fisk er að hafa. Þetta er ekki gægt að
gera svo arðberandi verði, með neinum þeim skip-
um, sem landsmenn nú eiga. Til þess að hægt sé að
nota sér hin fjarlægustu mið með arðbærum
árangri þarf að byggja stóra og fu'llkomna verk-
smiðj u-skuttogara ,skip, sem geta gjörnýtt afl-
ann um borð og gjört úr honum hina verðmætustu
útflutningsvöru og skilað henni beint á markaðinn
í útflutnings- eða neytenda ástandi.
Eins og nú er ástatt er mikið af þeim fiski, sem
landaður er hér óverkaður ekki hæfur til að gera
út honum 1. fl. vöru og ýmislegt af því, sem frysti-
húsin framleiða er líklegt til að spilla heldur fyrir
útflutningsmarkaðinum. Það verðfall, sem orðið
hefur á frystum fiski má vafalaust að einhverju
leyti rekja til þessara orsaka. Hætta er á að ná-
kvæm rannsókn á gerlagróðri í fiskafurðum okk-
ar gætu orðið til að útiloka okkur frá verðmætasta
markaðinum. Heilfrysting á togarafiski eins og
sumir hafa nú áhuga á getur aldrei orðið nein
framtíðarlausn, bæði vegna kostnaðar við að þíða
fiskinn og vinna hann eftir á og ekki sizt vegna
þess, að nýþíddur fiskur er af flestum álitinn
verri vara en nýr eða ísaður kassafiskur.
Ástandið er því nú þannig hjá okkur, að ef ein-
hver erlendur kaupandi pantaði hér frystar eða
niðursoðnar fiskafurðir jafnferskar og góðar og
hægt er að fá hjá erlendum verksmiðjuskipum, yrð-
um við að segja, að við hefðum ekkert til sambæri-
legt.
Þessvegna er það lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina
að hafist verði þegar handa um að byggja verk-
smiðjutogara af nýtízkugerð. Auðveldast og ef til
vill æskilegast hefði verið að ríkissjóður byggði
skipið og ræki það, ef treysta mætti að gengið yrði
að því af heilum hug og framkvæmdastjórn þess
falin framúrskarandi ábyggilegum manni eða
mönnum, en hvorugt er líklegt að geti orðið, ef
dæma má af fenginni reynslu. Sjómannasamtökin
eru þau einu, er sýnt hafa verulegan áhuga í þess-
um efnum, ætla má að engum sé heldur betur
treystandi til að hafa forgöngu um framkvæmdir
í þessu máli. Þetta eiga þeir líka og þurfa að gera,
ef viðunandi árangur á að fást.
Vitað er að margir munu rísa öndverðir gegn
þessari fyrirætlan og þá sérstaklega þeir, sem
braskað hafa með afurðir sjómanna og greitt
hraksmánarlegt verð fyrir blautfisk afla upp úr
skipi, en sjómenn ekki átt í annað hús að venda.
Sjómenn mega ekki láta neinar hrakspár eða úr-
tölur á sig fá. Því mun verða haldið fram að engir
sjómenn muni fást á þessi skip, vegna þess, hvað
þau geri langa túra og komi sjaldan í heimahöfn.
En í kostnaðarreikningi og áætlun um útgerð
þessa skips, er gert ráð fyrir að a'llt að þriðj i hluti
áhafnarinnar eigi að geta verið Iieima hjá sér
þriðju hverja veiðiför eða verið í orlofi 4 mánuði
úr árinu. Þá geta ung sjómannshjón, sem ekki hafa
enn eignast börn, en bæði fús að vinna, verið sam-
an á slíku skipi, jafnt sem einhleypir, piltar og
stúlkur. Yfirleitt ætti dvalarvist um borð að geta
verið þægilegri og ekki síður ánægjuleg en um
borð í smærri fiskiskipum og er þá ekki síður
arðvænleg atvinna.
Takmarkið á að verða að þjóðin eignist sem
flest slík skip, og þau sem víðast um heimshöfin.
Þannig ættu Islendingar að vera leiðandi í fisk-
veiðunum eins og Norðmenn eru nú í heimssigling-
unum. Þetta er auðvelt ef hugur fylgir máli og
við sýnum nægilegan dugnað í verki. Við getum
ekki ávaxtað erlend lán á arðbærari hátt. Þjóðin
verður að gera gjakleyrisöflun og gjaldeyrissparn-
sparnað að höfuðatriði. Byggjum því verksmiðju-
skuttogara til að bjarga þjóðinni yfir efnahags-
örðugleikana.
Smíðum því
VERKSMIÐJUSKUTTOGARA
354
VÍKINGUR