Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Qupperneq 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Qupperneq 41
Ein feralin skorin á legg úr neti, með möskvastærð 40 leggir á alin. Möskvafjöltli 40 x 40 = 1600. Leggjafjöldi 41 x 40 + 41 x 40 = 3280. Hver er skýringin á þessum 80 leggjum? En þetta á netflötur minn að sanna að er rétt. Að vinna upp netflöt er ein- göngu stærðfræðilegt viðfangs- efni, merkilegt eða ómerkilegt, eftir því, hvað menn vilja gera úr því en nauðsynlegt, ef menn ætla að vinna upp fræði fyrir netagerð. Ég hef sett fram skýr- ingar á netfleti, sem afgerandi atriði um það, sem ég hef verið að segja. Velflestir lærðir menn eru dómbærir um það, hvort þetta er réttskýrður netflötur. Ég hef gert þeirra hlut fremur bágbor- inn og truflandi fyrir þróun netagerðar, svo líklegt er, að þeir taki ekki móðurhöndum á þessum fleti og finni það út, ef hann er ekki rétt skýrður. Ef þeir komast að þeirri niður- stöðu að flöturinn verði ekki bet- ur skýrður í fáum orðum, einnig VÍKINGUR að net með fullopna möskva sé réttur skilningur á netfleti. Þá verða erlendir fræðimenn að sætta sig við það, og viður- kenna að vísindin sem þeir hafa lagt í þessi mál, koðna niður fyr- ir þessum fleti, hjá þeim, eins og hjá okkur. Mér varð fljótlega ljóst að það var ekkert annað en tímaeyðsla að tala við Pétur og Pál um neta- gerð. Enginn vildi viðurkenna vönt- un fræða í netagerð, fannst það of fjarstæðukennt og ótrúlegt, að lærðir menn hefðu ekki komið auga á þá vöntun. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að eina leiðin að koma þessu á framfæri, svo eitthvert vit og gagn yrði í framkvæmd, væri að skrifa um netagerð. Ef enginn legði orð í belg, með eða móti, þá að halda þessum skrifum gang- andi um 10 ára skeið. Því hjáróma rödd sjómanns verður að vera af- ar langdregin ef hún á að heyrast, innanum það skvaldur, þegar lærðir menn eru í vísindalátum. Á því tímabili hlaut margt að ske, sem annaðhvort sannaði eða afsannaði það sem ég er að segja. Einnig kæmi í Ijós, hvort nokkur grundvöllur væri til þess að vinna þessi fræði upp hérlendis. Þegar gamall sjómaður hefur tekið ákvörðun í einhverju máli, þá er hann kargari en gamall geithafur að standa við ákvörðun- ina. Þetta bréf er það síðasta á þessu 10 ára tímabili og margt hefur skeð, sem sannar það, sem ég hef verið að segja, en ekkert sem afsannar það. Einnig er ljóst að enginn grundvöllur er, til þess að vinna þessi fræði upp hér- lendis og kemur það helzt til að enginn trúir því að þessi fræði vanti. Þegar til kemur og menn fara að sannfærast um það að engin fræði eru til, fyrir netagerð og að réttur netflötur sannar þessi tíðindi. Þá er það tíminn sem lið- inn er, síðan ég hóf þessi skrif, sem á að vera lögfræðingur minn og sanna það rétt, sem ég hef sagt. Þetta síðasta meina ég ekki til Islendinga, heldur erlendra manna, þegar þeir komast að því, hvað um er að ræða og að það er ekki hægt að ganga framhjá net- fleti í fræðilegri netagerð. Þá vilja allir eigna sér flötinn. Þetta er mannleg náttúra. Einstaklingar annara þjóða eru yfirleitt beztu menn, alveg eins og við, en líklega vafasöm guðsbörn í viðskiptum ef þeir komast upp með það, alveg eins og til er hjá okkur. Þessvegna hef ég skrifað í 10 ár um það, sem þessi flötur leiðir í Ijós, svo þeim takist ekki að eigna sér flötinn. Eins og sjá má af bréfum mín- um, hef ég leitast við að fá menn upp á móti mér en ekki tekizt það. Nú eftir 10 ár, þá vendi ég mínu kvæði í kross og bið alla lesendur Frmnli. á bl«. 351 357

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.