Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 44
Farið upp í inöstur á „Tovaristj.“
Skip þetta er 12 m breitt, hefur
4,60 m djúpristu og seglflöt, sem
nemur 1800 m.2 Hjálparvélin er
520 hestafla MAN-Dieselvél. Ár-
ið 1945 var skipinu sökkt við
styrjaldaraðgerðir úti fyrir
Stralsundi, en sovéski flotinn
bjargaði skipinu og tók það með
sér lieim.
Nú er skipið notað sem skóla-
skip við Sj ómannaskólann í Her-
son við „Svartahafið." Skipið er
mjög nýtízkulegt hvað allan út-
búnað snertir, búið góðum sigl-
ingatækjum og þægilegheitum
fyrir nemendurna. Um borð má
sjá kvikmyndasýningarvélabún-
að, sjónvarp, grammófónsútbún-
að, hljómlistartæki fyrir klass-
iska og nútíma tónlist, ásamt
bókasafni með 3000 bókum.
„Tovaristj" hefur verið við
störf síðan 1950 og veitt 400 ung-
um mönnum fyrstu leiðbeiningar
um sjómennskustörf. Eins og
heima við Sjómannaskólana fá
nemendur ókeypis föt, frítt uppi-
hald og sængurfatnað. Auk hins
venjulega styrks frá ríkinu fá
nemendur einnig dálitla vasapen-
inga í erlendri mynt, þegar skip-
ið er í ferðum erlendis.
Að lokinni frumkennslu um
borð í seglskólaskipunum dvelja
nemendurnir í 4—5 ár við nám í
Sjómannaskólunum, en að því
loknu sigla þeir um tíma á ein-
hverju hinna vélknúðu skóla-
skipa. Loks verða þeir að afla sér
verklegrar þjálfunar sem undir-
menn á kaupskipum, áður en þeir
fá að gegna yfirmannsstöðum á
flutningaskipunum.
Fyrsti stýrimaður, V. Fjodorov,
á „Tovaristj" skýrði frá því, að
skipið fari reglubundnar ferðir
út Miðjarðarhafið og hafi auk
þess þrívegis siglt frá Svartahaf-
inu meðfram strönd Evrópu og
inn í Eystrasalt. Á árunum 1957-
1958 var skipið í 7 mánaða ferða-
lagi, þar sem siglt var 24000 sjó-
mílur á seglunum einum. Kom
skipið þá til eftirtalinna staða:
Port Said, Colombo, Bombay,
Djakarta, Cape Town, Dakar,
Gíbraltar og St. Helena.
I þessari ferð fengu nemarnir
VÍKINGUR
560