Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 50
Þórður Jónsson. Látrum: Hva5 er nú til varnar vnrnm snma 1 Veiðar með dragnót, hér í ná- grenni við mig á síðasta sumri, voru að sumu leyti lærdómsríkar, minnsta kosti fyrir þá leikmenn, eins og mig og mína líka, sem eru að gera sér hugmyndir um, hvað líði stofnstyrkleika okkar nytja- fiska hér við ströndina, af því, ef svo mætti segja, að þeir hafa alist upp í nánum tengslum við þessa fiskistofna, hafa lifað á þeim, og í næsta nágrenni við þá, eða á ströndinni, en fiskarnir fyrir utan hana. Það sem einkenndi þessa vertíð sérstaklega, var það,að algjör ör- deyða var á þeim miðum, til dæm- is eins og Patreksfjarðarflóa, þar sem búið er að skarka með þessum gjöreyðingartækjum ár- um saman, og yrði þar vart kola á þessari vertíð þá var það svo smátt að varla var hirðandi. Þar með má segja, að því óhugsaða takmarki hafi verið náð, að gera allan Patreksfjörð og flóa, fisk- lausan. Það tók tiltölulega fá ár, að gjöra allan innfjörðinn, allt frá Tálkna og inn á fjarðarbotn fisk- lausan, svo þar hefur ekki feng- ist í soðið um áraraðir, þar sem áður var öll sumur fisk að fá. En það fiskisæla pláss Patreksfjarð- arflóinn, var erfiðari fyrir, þó má segja að það hafi að mestu tekist, undir „vísindalegri vemd fiskimiðanna“, og hafi þeir heið- urinn sem hann ber, en skaðinn og skömmin er okkar allra. Að öðru leyti var vertíðin sér- stæð, en það var vegna þess, að bátar fóru að leita til veiða langt utan fjarðanna, þar sem dragnót hafði ekki verið kastað áður, og gafst nokkuð vel, þar fékkst all- mikið af mjög stórum, feitum og fallegum kola, eins og maður átti að venjast honum um allan Patr- eksfjörð og flóa inná fjarðar- Þórður Jónsson, Látrum. botn, áður en dragnótin kom til sögunnar. Alveg sérstaklega var það einn bátur, með fyrsta klassa útbúnað, og skipstjóra af fyrstu gráðu, sem fiskaði mjög vel, alltaf, þótt aðrir fengju lítið sem ekkert á sömu slóðum. Hann fann líka smá leirbletti í hrauninu til dæmis innundir Skor, sem hann gat með lægni kastað á, og var þar gnægð stórkola, og stór þorskur, en svo ördeyða í kring, þar sem greiður aðgangur er að með dragnót og troll, og búið að skarka þar með þessum veiðarfærum í fleiri ár. Þetta finnst mér, frá mínu leikmannssjónarmiði, sanna eft- irfarandi svo ekki verði um villst: 1. Dragnótin er rányrkjutæki mjög stórvirkt, eins og henni hefur verið beitt á undan- förnum árum, undir vísinda- legu eftirliti, að þjóðinni var sagt. 2. Lífsskilyrði fisksins á þess- um slóðum, eftir því sem hann lítur út, virðist vera óbreytt, og eins og vitað var mjög góð, þar sem ekki er búið að eyði- leggja þau með dragnótinni. 3. Þar sem fiski hefur einu sinni verið gjöreytt, og lífsskilyrði hans við botninn einnig eyði- lögð, þangað leitar fiskur lít- ið, til þess að staðnæmast, þótt hann sé í næsta nágrenni, því þar er ekkert við að vera, hann verður því að leita eitt- hvað annað. 4. Rányrkjan og fiskfæðin blasa við, verði ekki upp tekin stór- felld friðun. Hætt er við, að með enn auk- - inni tækni, þá verði þessum griðastöðum fiskanna á leirblett- um í hrauninu hætt, og þeim eytt verulega með trolli og drag- nót, því eins og alþjóð er kunn- ugt, þá toga nú togbátar uppí landsteina þar sem þeim þykir það henta, og hafa ekkert að ótt- ast nema landið, og í hæsta iagi smá töf af varðskipum, því þau hafa ekki brugðist skyldu sinni í landhelgismálinu heldur en öðr- um störfum. Togbátar geta togað á botni, sem ekki er hægt að draga drag- nót með lagi, en þá verða þeir að hafa bobbinga. En aftur á móti á góðum botni, þar sem þeir geta tekið bobbingana af, og haft að- eins fótreipi, þá tekur trollið þeirra dragnótinni fram sem eyð- ingartæki. Mér skilst að svo sé, sem þjóð- in standi nú öll á sjónarhóli í þessu máli, vegna þeirrar niður- lægingar sem meðferð landhelg- innar hefur leitt yfir hana. Hátt- virtir Alþingismenn og ríkis- stjórn, fiskifræðingar, Fiskifé- lagið, Fiskimálastjóri, og við öll hin, þar sem við horfum yfir okkar fisklausu flóa og firði, horfum yfir stór og nærtæk forðabúr sjávarfanga, fjölmennra byggðarlaga uppurin, horfum VÍKINGUR 366

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.