Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 56
ESBJEHG BORG MIKILLA FRAMFARA peníngunum, ef þeir eru enn ó- eyddir, þegar búið er að taka þjófinn fastan." „En mér er ekki um að þjófur- inn sé tekinn fastur," sagði Hall- ur og brosti raunalega; „ég vil að honum sé fyrirgefið.“ Það kom nú undarlegur svipur á andlit friðdómarans, og hann leit tortryggnis-augum á Hall. „Nei, enga vægð,“ sagði hann; „það verður að taka þjófinn fast- an, svo framt að hann finnist.“ „Verður það endilega að ger- ast,“ sagði Hallur mjög rauna- lega. „Já, endilega,“ sagði friðdóm- arinn; engar vífilengjur! Hver er þjófurinn ?“ „Með leyfi herra kaupmanns- ins skal ég undir eins benda ykk- ur á hann,“ sagði Hallur. Gyðingurinn gaf samþykki sitt til þess. Hallur þagði litla stund og horfði fast á friðdómarann, vék sér síðan með mestu hægð að Gyð- ingnum og sagði: „Þú, herra minn, þú ert sjálfur þjófurinn.“ Gyðingurinn varð forviða, Mr. Miller varð höggdofa, og frið- dómarinn — já, hann varð bók- staflega skelkaður og færði sig nær dyrunum; hann þóttist viss um að Hallur væri vitstola. Það varð dauðaþögn í herberg- inu. „Ég!“ sagði Gyðingurinn loks- ins og saup hveljur; „er ég þjóf- urinn?“ „Já,“ sagði Hallur. „Elskurinn minn bezti, hvað ertu að segja?“ sagði Mr. Miller og streittist við að kingja ein- hverju niður. „Maðurinn er vitstola,“ sagði friðdómarinn; mig grunaði það lengi, en nú veit ég það.“ „Leyfið mér að útskýra þetta betur,“ sagði Hallur með allra mestu hægð; „herra kaupmaður- inn er þjófurinn, án þess að vita það sjálfur. Hann hefir stolið frá sjálfum sér, þegar hann var sof- andi — hann hefir gengið í svefni. Vakandi og sofandi hefir hann verið að hugsa um pening- Upphaflega var höfnin í Es- bjerg hugsuð sem útskipunar- höfn fyrir danskar landbúnaðar- afurðir, en með árunum þurfti hún að gegna mörgum fleiri hlut- verkum, m.a. sem heimahöfn fyr- ir vaxandi nýtízku danska fiski- bátaflota. Höfnin átti 100 ára starfsaf- mæli 24. apríl s.l. vor og hafa framfarir í byggingu hennar og snjallri skipulagningu skipað henni í röð stærstu og þýðingar- mestu hafna í öllu landinu, hvað snertir samgöngur og flutninga á sjó. ana, sem hann vildi leggja í bankann. Hann hefir dreymt, að hann væri kominn til Halifax — dreymt, að hann væri kominn í bankann — hefir í svefninum farið á fætur, opnað skápinn, tekið þessa vissu upphæð úr vesk- inu, læst svo skápnum aftur og — falið peningana." 1 þessu kom móðir Gyðingsins inn í herbergið. Hún hafði heyrt á tal þeirra. „Þetta má vel vera,“ sagði hún, „því sonur minn átti vanda fyrir að ganga í svefni, þegar hann var drengur, en í seinni tíð hefi ég ekki orðið þess vör.“ „En hvar hefir hann þá falið peningana?" sagði friðdómarinn og færði sig frá dyrunum og inn- ar á gólfið. ,,í sænginni, auðvitað," sagði Hallur brosandi, „fyrst engin önnur hirzla er til í herberginu en skápurinn. Honum hefir fund- ist það í svefninum, að sængin væri bankinn. Gyðingurinn og friðdómarinn óðu nú að rúminu og lyftu upp Það var á tímum Estrups, innanríkisráðherra Dana 1868, að danska ríkisþingið samþykkti löggildingu hafnar í Esbjerg. Staðsetningin var mjög ákjós- anleg, þar sem höfnin var íslaus allt árið og lá vel við samgöng- um á sjó við hafnir Stóra-Bret- lands og siglingahafnir megin- landsins. Það kom líka brátt í ljós að þetta framtak hafði verið hyggi- legt. Höfnin og borgin hafa vaxið samtímis og nú er borgin orðin sænginni — það var hálmsæng. Á einu horninu á sængurverinu var ofurlítil rifa. Gyðingurinn fór þar inn í með hendina og dró hana strax út aftur. Hann hafði fundið alla peningana — tvö hundruð dali. —■ Allir ráku upp stór augu, nema — Hallur. Gyðingurinn fékk Halli strax helminginn af peningunum, sem í sænginni fundust, en sagðist vona, að sem minnst yrði um þetta talað. Þegar Hallur var að ganga of- an stigann, heyrði hann að Seller friðdómari var að tauta fyrir munni sér: „Ef þessi íslendingur er ekki hreint og beint fjandinn sjálfur, þá er ég illa svikinn!“ Hallur var á Shubenaeadie það sem eftir var vetrarins, en um vorið flutti hann sig til Halifax, og fór nokkru síðar til Boston. Síðan hefi ég ekkert af honum frétt. — En ég hugsa ævinlega til hans, þegar ég les ævintýri Sher- lock Holmes. VÍKINGUR 372

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.