Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Síða 14
Menntun sjómanna í
Vestmannaetfjum
Skólanum var slitið laugardag-
inn 15. maí s.l. lauk þar með 7.
starfsári skólans. I vetur voru 27
nemendur í skólanum, auk þess
var á vegum skólans matsveina-
námskeið; 7 nemendur luku prófi
matsveina. Fiskimannaprófi I.
stigs luku 13 nemendur, fiski-
mannaprófi II. stigs luku 14
nemendur. Samtals hafa því 34
sjómenn fengið yfirmannsrétt-
indi á fiskiskipaflotann í vetur
frá Stýrimannaskólanum í Vest-
mannaevjum.
Við þessi skólaslit hefur skól-
inn gefið út 130 stýrimanns-
skírteini til 110 einstaklinga.
Á heimavist skólans voru í vet-
ur 6 nemendur. Á skólaárinu var
farið í leikhús- og kvnningarferð
til Ttevkjavíkur. Sáu nemendur
leikritin „Þið munið hann Jör-
und“ og „Kristnihald" Laxness.
Þá heimsóttu nemendur veiða-
færacrerð Hamniðjunnar hf. For-
stjóri fvrirtækisins. Hannes Páls-
son kvnnti oer sýndi nemendum
fvrirtækið. Þáðu nemendur að
lokum góðar veitinerar. Þá heim-
sóttu nemendur DAS, og skoðuðu
Dvalarheimilið undir leiðsöem
forstjórans og formanns Sjó-
mannadagsráðs, Péturs Sigurðs-
sonar alþm. Tóku þessir menn
svo og stjórn heimilisins og
Magnús Guðmundsson bryti,
höfðinglega á móti nemendum.
Á skólaárinu var stofnað mál-
fundafélag nemenda og hlaut
nafnið Breiðablik. I 1. gr. félags-
ins var markmið félagsins sett
fram:
1. Að efla og styrkja allt, sem
varðar stöðu og starf sjó-
mannsins.
2. Að æfa menn í framsögn og
fundarstörfum. Kynning bók-
mennta og annað menningar-
starf.
Málfundafélagið hélt nokkra
fundi og fékk fyrirlesara. Var
m. a. tekið til umræðu menntun
sjómanna, mengun Vestmanna-
eyjahafnar og fiskmat og með-
ferð fisks. Formaður Málfunda-
félagsins var Guðmundur Vest-
mann Ottósson, nemandi í II.
bekk.
Góð tilbreytni og má segja við-
bót við námsskrána var, að í
byrjun marzmánaðar fóru nem-
endur hvors bekkjar einn dag út
með hafrannsóknarskipinu Haf-
þóri og æfðu notkun fiskileitar-
og siglingatækja, svo og köstun
nótar, en kastað var flotlínu ut-
an um tilbúið endurvarp. Einnig
voru í túrnum könnuð mörg
grunn og bleyður hér við Eyjar,
eins og Rófuboði, Hvítbjarnar-
boði, Bessi o. fl. 1 ferðum þess-
um nutu nemendur sérstakrar al-
úðar Gunnars heitins Pálssonar
skipstjóra og áhafnar hans á
Hafþóri og leiðbeindi Gunnar af
mikilli lipurð og þekkingu.
Skólastjóri þakkar forstj. Haf-
rannsóknarstofnunarinnar, Jóni
Jónssyni fiskifræðingi, þann vel-
vilja að lána skipin til þessara
æfinga.
Sem kunnugt er hafa nemend-
ur Stýrimannaskólans hér feng-
ið ágætis kennsluferð með Lóðs-
inum, en hafrannsóknarskipin
hafa það fram yfir Lóðsinn, að
hægt er að æfa meðferð veiðar-
færa og fiskileitartækja um
borð.
Nemendur Stýrimannaskólans
í Reykjavík fóru einnig út með
skipum hafrannsóknarstofnunar-
innar. Verður ekki of rík á-
herzla lögð á hve ferðir þessar
eru gagnlegar og mikilsverðar
nemendum. Er hér kominn á-
gætur vísir að skólaskipum.
Guðni Þorsteinsson fiskifræð-
ingur kom á vegum Hafrann-
sóknarstofnunarinnar stuttu fyr-
ir páska og hélt mjög fróðlega
fyrirlestra um botnvörpur og
veiðafæragerð.
Við skólaslitin bárust skólan-
um góðar gjafir. Bræðurnir
Bjöm og Tryggvi Guðmundssyn-
ir gáfu 15.000 kr. í minninear-
sjóð foreldra sinna, hjónin í Mið-
bæ Áslaugu Eyjólfsdóttur og
Guðmund Eyjólfsson. Þeir bræð-
ur stofnuðu sjóð þennan með
50.000 kr. gjöf ár-
ið 1968, en hafa
síðan á hverju ári
bætt í sjóðinn, auk
þess sem fleiri að-
ilar hafa gefið til
sjóðsins. Er hann
nú með vöxtum
nálægt 100.000 kr.
og mun á næst-
unni verða gerð
skipulagsskrá
Kennt að bæta. Kennt að splæsa.
302
VÍKINGUR