Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Side 19
Áformað er að áframhald verði á þessari nauðsynlegu kennslu í þágu fiskiskipaflotans hér og verði byrjendanámskeið á næsta hausti. Hefur verið ætlað fé til þessa á næstu fjárhagsáætlun bæjarins, en Vestmannaeyjabær styrkti námskeiðið. Auk framlags bæjarins er svo ákveðið þátttökugjald hvers nem- anda og frystihúsin létu ókeypis í té not af húsnæði og tækjum í sameiginlegu mötuneyti þeirra. Fiskvinnsluskóli: Síðastliðinn vetur voru á Al- þingi samþykkt lög þess efnis að koma á fót fiskvinnsluskóla á Islandi. Var það vonum seinna. I lögum þessum var sérstaklega tekið fram, að koma skyldi á fót fiskiðnskóla í Vestmannaeyjum. Standa vonir til að úr þessu verði á næsta hausti. Skóli sjávarútvegsins: Nokkrir aðilar hafa rætt og komið fram með þá tillögu, að bókleg kennsla allra skóla sjávar- útvegsins hér í bæ verði í einni stofnun og sama húsnæði. Er augljóst hvert hagræði er af slíku og eflir hver sérgreinin aðra. Er þetta í raun og veru sjálfsagt mál, að byggja eina myndarlega byggingu og til frambúðar yfir þessa skóia. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti samhljóða hinn 9. okt. s.l. svohljóðandi tillögu þessu að lútandi: „Bæjarstjóm Vestmannaeyja samþykkir í samráði við viðlcom- andi ráðuneyti að gera frumupp- drætti og kostnaðaráætlun fyrir Stýrimannaskólann í Vestmanna- eyjum á áður umföluðum stað austur á Skanzi (Miðhúsalóð), þá verði í byggingunni einnig gert ráð fyrir vélstjóraskóla, matsveinaskóla og fyrirhuguðum fiskvinnsluskóla og heimavistar- aðstöðu í byggingunni fyrir til- tekinn fjölda nemenda eftir því sem nauðsynlegt kann að þykja“. Hér er verðugt verkefni fyrir sjómenn og alla Vestmannaeyj- inga að vinna að. VÍKINGUR Hann er austan ég áfellist rokið og umhverfið alhvítt af snjó. Sumarsins sælutíð lokið, og strandlengjan barin af sjó. Hann er austan, norð-austan — hann er austan, norð-austan also norð-austan stórsjór og él. Hann hvessir hann hristir, — hann fennir hann frystir hann frystir oss bráðum í hel. Það haustar með hávaða og látum og hafið er úfið og grátt. Við gerðum víst allt sem við gátum, samt gerir hann norð-austan átt. Nú skal hafa í huga, — að deyja eða duga svo hefjum við höfuðið hátt. En ströndin er barin — og bryggjan er farin, hún brotnaði í norð-austan átt. Norð-austan garðarnir geisa og geigvænleg veðráttan er. Formenn ei landfestar leysa og landkrabbar hlúa að sér. Og hafaldan hrýtur, — og homauga gýtur á háloftið úfið og grátt. Með hávaða og látum — hún hamast á bátum þessi helvítis norð-austan átt. Jónas Friðgeir. 307

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.