Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Qupperneq 24
Frúin tók óblítt á móti manni
sínum, sem kom heim reikull í
spori kl. 7 um morguninn.
„Hvernig ferðu nú að útskýra
þetta fyrir mér“, hreytti hún út
úr sér.
„Það er ósköp auðvelt, vina mín“,
svaraði hann blíðlega.
„Sjáðu nú til. Ég hringdi til
þín í gærkveldi og sagði þér, að
ég þyrfti að vinna eftirvinnu, hvað
ég gerði, á eftir ók ég einkaritar-
anum mínum heim. Hún bauð mér
inn upp á drykk. Svo fór hún að
láta vel að mér og svo urðum
við ásátt um, að ég svæfi hjá henni
um nóttina".
„Nei, þú skalt ekki vera að bjóða
mér upp á svona billega lýgi“, hróp-
aði frúin bálreið.
„Ég veit, að þú hefir verið úti
með kunningjum þínum aftur, að
spila póker“.
„Geturðu útskýrt fyrir mér,
hvernig stendur á varalitnum á
flibbanum þínum?“ spurði eigin-
konan íbyggin á svip.
„Nei, það get ég alls ekki. Ég
man svo vel að ég fór úr skyrtunni."
x'C'Vs
Fyrir snjalla málsvörn og hald-
góða fjarvistarsönnun, tókst lög-
fræðingi nokkrum í Chicago að fá
skjólstæðing sinn sýknaðan.
„Þetta kláruðuð þér snildarvel
Mr. Jones“, sagði sakborningurinn
á leiðinni útúr réttarsalnum.
„En það er eitt vandasamt at-
riði eftir“. Nú hvað er það?“,
spurði lögfræðingurinn.
„Jú það er að fara heim til kon-
unnar minnar og sannfæra hana
um, að ég var upptekinn við að
fremja innbrotið, en ekki í heim-
sókn hjá þessari ljóshærðu."
Nokkrir stafir höfðu verið málaðir
yfir kirkjuhliðið. Þar stóð: Þetta er
hlið himnanna. En meðan stafimir
voru að þorna var hengdur upp bréf-
miði með þessum orðum: Gerið svo
vel að fara hina leiðina.
Amerísk kona, sem um margra
ára skeið samdi matreiðslubækur,
sem seldust í háum upplögum, svo
að hún varð vellauðug, átti viðtal
við blaðamenn á 75 ára afmælinu.
Hún upplýsti þá um að sjálf væri
hún óttalegur klaufi í matreiðslu.
En hinsvegar hefði hún haft auð-
ugt hugmyndaflug við að skrifa
upp matarrétti, en aldrei reynt að
búa þá til!
Hvernig stendur á því, að þú ert
að leita þér að íbúð, maður sem á
þrjú hús?
,Jú, eftir að ég hækkaði húsaleig-
una, sá ég fram á að ég hafði ekki
efni á að búa hjá sjálfum mér leng-
ur.
Þingmaður nokkur, utan af landi
veiktist og varð að fara heim. Eftir
nokkurn tíma fékk hann skeyti frá
þinginu:
„Vinir þínir og samstarfsmenn
á þingi óska þér góðs bata. Sam-
þykkt með 31 atkvæði gegn 29!“
Farþegi, sem var sjóhræddur, við
skipstjórann.
„Þér vitið auðvitað hvar öll neð-
ansjávar skerin eru?“
„Nei, alls ekki“, svaraði skip-
stjórinn þurrlega. „Ég veit hvar
skerin eru ekki.“
Tveir frambjóðendur ræddust við
rétt fyrir þingkosningarnar í vor.
„Hvað var það eiginlega, sem þú
talaðir um í framboðsræðunni ?“
„O, það var svo sem ekki neitt“.
„Nei, auðvitað ekki, — en hvernig
komstu orðum að því?“
312
VIKINGUR