Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Page 25
Samkvæmt gömlum enskum sið verður gólfleikari, sem er svo hepp- inn, að hitta holuna í fyrsta höggi, að bjóða meðleikurum sínum í mið- dag með kampavíni. Gegn slíkri óvæntri heppni geta menn tryggt sig, — og það gera yfirleitt allir Skotar. Norski presturinn Anders Hovden sagði eitt sinn frá því að eldri starfsbróðir hans hefði fengið veit- ingu fyrir góðu brauði austanfjalls. í kveðjusamsæti lýsti gamli prest- urinn hvernig Andinn hefði kom- ið sér til þess að sækja um brauðið. Varð Hovden þá að orði: „Það þarf ekki að því að spyrja. Alltaf skal Andinn finna feitustu embættin.“ Það var á dögum gullæðisins í Klondyke, að maður nokkur stóð fyrir utan eina knæpuna harmþung- in á svip. „Æ, bara að ég gæti nú fengið konuna mína aftur“. Hvað gerðirðu við konuna þína? Ég skipti á henni og tveimur flöskum af visky. Og nú þráir þú hana? „Nei, alls ekki, — ég er orðinn þyrstur aftur. „Þið verðið að koma strax,“ kall- aði æst kvenmannsrödd í símann. „Það er maður að reyna að klifra upp að glugganum hjá mér.“ „Þá verðið þér að hringja í lög- regluna, þetta er hjá slökkviliðinu.“ „Já, ég veit það hrópaði röddin. En lögreglan hefur ekki nógu há- an stiga.“ Okkur vantar hærri stiga! Deildarhjúkrunarkonan innprent- aði nýliðanum, að hún mætti ekki undir neinum kringumstæðum taka einn lækni fram yfir annan. Hálf- tíma síðar heyrði hún nemann svara í símann og segja: — Ja, það eru sex læknar hér á deildinni, en því miður get ég ekki mælt með neinum þeirra. Kaþólskur prestur uppgötvaði, sér til skelfingar, að lítill drengur sat við fætur hans í skriftastólnum. — Ertu búinn að sitja þarna allan tímann og hlusta? — Nei, ég heyrði bara, að lög- reglustjórinn hefur þegið mútur, læknirinn drap man í ógáti og að sjómaður svaf hjá abbadísinni. — Jæja, ekki annað. Guði sé lof! VlKINGUR 313

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.