Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Side 35
gal og á Spáni er saltfiskurinn þveginn og þurrkaður áður en hann er seldur neytendum, en á Ítalíu og á Grikklandi er fisk- urinn seldur neytendum án þess að þurrka hann. Ég hef oft verið spurður að því hvers vegna saltfiskurinn, sem seldur er til Portúgal og Spánar sé ekki þurrkaður hér, til þess að auka verðmæti hans og vinnu hérlendis við fram- leiðslu hans. Ég vil svara því hér, að fyrir þessu munu vera tvær megin ástæður, þótt fleiri geti komið til. í fyrsta lagi munu kaupendur telja sig geta framkvæmt þurrk- un fisksins ódýrara en hér og við slíkt er örðugt að keppa. í öðru lagi hafa kaupendur stór og góð kælihús til þess að geyma saltfiskinn þar til þurrk- un fer fram. Þeir geta því jafn- an miðað þurrkun fisksins við eftirspurn eða neyzlu. Með þessu móti er unnt að bjóða fiskinn jafnan til neyzlu nýþurrkaðan, en þá hefir hann betra útlit en vera geymdur þurrkaður. Af þessum ástæðum þolir fisk- ur þurrkaður hér ekki útlits- samanburð miðað við sömu fisk- gæði. Þó skal þess getið að VÍKINGUR undanfarin ár hafa útflytjendur hér reynt nokkrar sölur á þurrk- uðum saltfiski til Portúgal og gæti það ef til vill farið vaxandi. Samkvæmt íslenzkum reglum er heimilt að gæðaflokka salt- fisk í 4 gæðaflokka. Áðumefnd markaðslönd við Miðjarðarhafið miða kaup sín mikið við fyrsta og annan gæðaflokk, sum þeirra kaupa eitthvert magn af þriðja gæðaflokki. Lægstu gæðaflokkar saltfisks- ins hafa því verið og eru þurrk- aðir hér heima og aðalmarkaður fyrir þann fisk hefir verið og er Brazilía, þótt ekki sé það ein- skorðað. Samkvæmt framansögðu er því hér um að ræða einkum fisk af lægri gæðaflokkum, hættir við að sýna sitt upprunalega ástand, þegar hann kemur í heitt og rakt loft Suður-Ameríku og þótt út- flytjendur hér gangi vel frá flutningi hans á ákvörðunarstað, ráða þeir eðiilega ekki meðferð hans í markaðslandi. Fyrst í þessari grein, var lítil- lega minnst á orsakir lægri gæða á saltfiski. Eftir því er ég bezt veit hefur eitthvað verið gert af því í Kanada, Spáni og ef til vill víðar, að taka lélegan salt- fisk til einskonar sérverkunar, með þeim hætti að nema af hon- um þunnildi og aðrar helztu skemmdir en tæta hann síðan í vélum og setja í smápakkningar. Þetta mun 'geta talist góð fram- leiðsla til matbúnings eftir vali kaupenda. Ekki skal neitt um það fullyrt hér hvort slík framleiðsla á framtíð fyrir sér, en hún er þó þess eðlis, að hún forðar frá sölu á lélegum saltfiski í heilu lagi. Hér á eftir er vert að ræða nokkuð um geymslu saltfisks, futninga til markaðslanda o. fl. Eins og áður er vikið að, er saltfiskurinn að mestu magni fluttur út án þess að þurrka hann. Saltfiskur í afskipunar- hæfu ástandi samanstendur efn- islega af um 52-55% vatnsefn- um, 17-18% salti og 27-30% þun-efnum. Þegar tekið er tillit til hve mikið vatnsinnihald fisksins er, verður ljóst að hann er vand- geymdur einkum af þrem aðal- ástæðum. I fyrsta lagi er hættulegt að rauðabaktería komi fram í fisk- inum sé hann geymdur við of hátt hitastig. Rauðabaktería er til í flestu salti, og til þess að þróast og útbreiðast þarf hún raka, eggja- hvítuefni, og visst hitastig. Samkvæmt rannsóknum og reynslu virðist þó ekki hætta á að þessi skemmd komi fram í saltfiski, ef hitastig hans fer ekki yfir +6°C. Það er rétt að geta þess hér, að saltfiskur með sjáanlegum rauða er ekki verzl- unarvara. Ef slíkt kemur fyrir er venjulegasta lausnin að þvo fiskinn mjög vandlega og þurrka síðan. 1 öðru lagi er óverkaður salt- fiskur mjög háður hitastigi vegna léttunar. Frá því að salt- fiskur er sem kallað er fullsalt- aður og það staðinn að hann teljist afskipunarhæfur, getur orðið á honum mikið rýrnunar- tjón \ægna þyngdarrýrnunar, nema hann sé geymdur við góð skilyrði. Smábátar á Akureyri. Ljósm.: Snorri Snorrason, yngri. 323

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.