Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Síða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Síða 40
FRAMHALDSSAGAN „MARY DEARE“ eftir Hammond Innes. Það er einasta von mín. Ég verð að fá sannanir." „Fyrir hverj u ?“ spurði Mike. Hann leit með flöktandi augna- ráði á okkur báða á víxl. „Ég verð að ganga úr skugga um, að sprenging hafi átt sér stað í fremstu lestinni. „En það hlýtur að falla und- ir starfssvið viðkomandi yfir- valda, að hafa afskipti af þeim málum“, sagði Mike. „Nei, nei, ég verð að fullvissa mig um það“. „En ef þér færuð til yfirvald- anna og segið þeim sannleik- ann“, sagði ég. „Ef þér segðuð þeim frá tilboði Dellimare....“ „Það gæti ég ekki gert“, svar- aði hann og starði á mig sljóv- um augum. „Hvers vegna ekki“, spurði ég. „Hvers vegna ekki?“ Hann leit niður og handlék glasið. „Þér voruð með mér um borð í skipinu“. „Drottinn minn“, hvíslaði hann, að þér skuluð ekki ennþá hafa getið yður til um hið rétta í þessu máli. Spyrjið mig ekki frekar. Farið heldur með mig út þangað. Seinna.... þegar ég hef fengið sannanir...“ Hann lauk ekki við setning- una, en starði beint í augu mér og bætti við: „Nú, ætlið þér að koma með mér þangað út?“ „Því miður“, svaraði ég. „Þér hljótið að skilja, að nú er það ómögulegt“. Hann rétti út hend- ina og greip í handlegg minn. „1 guðanna bænum“. Skiljið þér mig ekki? Þeir ætla sér að ná skipinu á flot og sökkva því á djúpu vatni, og þá mun ég aldrei fá að vita....“ Hann virtist hafa gefist upp og ég kenndi í brjósti um hann. En svo leit hann á mig heift- ar augum. „Ég hélt að þér væruð heiðurs- maður, Sands“, sagði hann skjálfandi röddu, ég trúði á það, að þér mynduð taka áhættuna, — þér og Duncan“. „Fjárinn hirði ykkur“. „Þér sögðuð að þér munduð taka mig með“. Hann reis á fætur, handleggs- vöðvarnir stríkkuðu og líkami hans var ekki slappur lengur. „Þér eruð víst ekki hræddur, er það vegna þess, að það hefir verið gefin út handtökuskipun á mig?“ „Nei“, svaraði ég, ekki aðeins það“. Hvað er það þá?“ Ég teygði mig yfir borðið eftir umslaginu. „Þetta er ein af orsökunum“, sagði ég og fleygði því á borðið fyrir framan hann þannig, að fimmpundaseðlarnir féllu út úr því og lágu á dreif, hvítir eins og dánartilkynning. „Þér fóluð mér þetta í hendur, án þess að skýra mér frá hvað það væri“. Ég sá, að hann starði á seðl- ana ráðþrota á svip, og hélt á- fram: „Hvers vegna sögðuð þér mér ekki sannleikann?“ Hvers vegna tókuð þér þessa peninga?“ „Hvers vegna skýrðuð þér ekki réttinum frá tilboði Dellimare?" Ég hikaði og leit sem snöggv- ast á hann, en hann mætti ekki augnaráði mínu. „Þér tókuð peningana úr klef- anum hans, þér gerðuð það eftir að hann var dauður. Var það ekki svo?“ „Jú“, svaraði hann hljómlausri röddu. „En hvers vegna?“ „Hvers vegna?“ Hann leit upp og starði á mig og nú sá ég sama augnaráðið og ég mætti, þegar ég hitti hann í fyrsta skipti um borð í Mary Deare. „Vegna þess, að þeir voru þar. Ég áleit að þeir tilheyrðu honum ekki lengur. „Nei, ég veit annars ekki.“ Hann hnyklaði augnabrúnirn- ar, eins og hann reyndi að ein- beita hugann að einhverj-u, sem hann hafði ekki áhuga fyrir. Hann leit út fyrir, að vera yfir- gefinn og glataður í eigin víti, sem hann sjálfur hafði skapað sér. „Ég held að ég hafi ekki verið með réttu ráði þegar ég tók þá. Það var hættulegt, ég skildi það seinna.“ „En þá... ég var niðurbrotinn, — og þegar þér vitið, að ég var að berjast við útgerðarfélag, til að sanna að ég gerði allt sem í mínu valdi stóð, til að bjarga skipinu, sem þeir vildu ekki að ég bjargaði....“ Hann þagnaði, en sat áfram og virtist hugsa um allt annað. „Var það þessvegna, að þér skýrðuð réttinum ekki frá tilboði Dellimare? spurði ég. „Nei“, svaraði hann og reis snöggt á fætur. „Nei, það var ekki vegna þess“. Hann stóð þögull drykklanga stund og horfði út um opna lúk- una, svo sneri hann sér að borð- inu aftur. „Skiljið þér þetta ekki ennþá“, spurði hann og festi augun á mér. 328 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.