Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Side 43
bros, alvörublandið og einkenn-
andi fyrir hann.
„Sætröllið og- ég höldum sam-
an, þar er ekki um neitt tvennt
að velja“.
Hann leit upp á masturstopp-
inn. Veifan hékk uppi og sýndi
að áttin var vestlæg. „Seglin ættu
að nægja“. Hann áleit að skútan
næði meiri hraða með seglunum,
þar sem vélin var ætluð drátt-
arorku, en ekki hraða.
Patch sat niðri. Hann hafði
hallað sér aftur með glasið í
hendinni og reykti vindling. Mat-
urinn stóð óhreyfður á borðinu.
Hann sat þarna með hálflokuð
augu og hangandi höfuð og leit
ekki upp þegar við komum niður.
„Við förum af stað“, sagði ég.
Hann hreyfði sig ekki. „Láttu
hann eiga sig“, sagði Mike. „Við
klárum þetta einir. Ég fer og
ræsi vélina. Hann hafði farið í
peysu. Patch, hafði heyrt hvað
hann sagði og sneri höfðinu hægt
í áttina til okkar.
„Hvert ætlið þið? Til Sout-
hamton?“ Röddin var hljómlaus.
„Nei“, svaraði ég. „Við ætlum
að fara með yður út til Minqui-
ers“.
Hann starði á mig. „Minqui-
ers?“ sagði hann og endurtók
orðið án þess að vínmengaður
heilinn virtist skynja það.
„Ætlið þið að fara með mig
út til „Minquiers?“
Á einu augnabliki var hann
þotinn á fætur. Vínglasið lá
mölbrotið á gólfinu og liann
rakst á borðið.
„Meinið þið þetta?“ sagði hann
og reikaði yfir til mín og greip
í mig báðum höndum. „Segið þið
þetta ekki aðeins til að friða
mig?
„Meinið þið það, gerið þið það?
„Já, ég meina það“, sagði ég.
Það var eins og ég væri að sann-
færa krakka.
„Drottinn minn!“ hrópaði
hann. Drottinn minn, ég hélt, að
ég væri búinn að vera.
Hann rak allt í einu upp rosa-
hlátur, hristi mig og greip í
hendina á Mike.
„Ég hélt að ég væri orðinn
VlKINGUR
vitstola. Óvissan; Tíu ár, fá svo
aftur skip til að stjórna og svo....
„Ykkur grunar ekki hvað það
gildir, þegar þið tapið trúnni á
ykkur sjálfa“.
Hann strauk hendinni yfir
hárið; augnaráðið var orðið
festulegt og ákaft. Ég hafði
aldrei séð hann slíkan fyrr.
Hann sneri sér við, greip stór-
ann búnka af peningaseðlum og
stakk í hendi mér.
„Sjáið hér, takið þá! Ég vil
ekki eiga þá, þeir eru ykkar
núna“.
Hann var ekki drukkinn leng-
ur, aðeins ruglaður. Taugaálagið
hafði verið fullmikið.
Ég lagði seðlana frá mér: „Það
getum við rætt um síðar. Treyst-
ið þér yður til að sigla inn í
Minquiers án sjókorts?“ Hann
virtist vera orðinn alveg klár í
kollinum og hann varð hugsi.
Það var sjómaSur, sem hug-
leiddi ýmis atriði, sem varðaði
siglingafræðina.
„Eigið þér við frá Les Sau-
vages til Mary Deare?“ „Já“.
Hann kinkaði rólegur kolli,
hrukkaði augabrúnirnar, og í
huganum leitaðist hann við, að
finna siglingamið.
„Jú, jú, ég er viss um að muna
það. Það er aðeins um sjávar-
föllin að ræða. Eigið þið sjó-
mannaalmanak?“ Það áttum við
og þetta var í lagi. Ég átti kort
yfir Kanalinn, en það eina, sem
okkur vantaði, var kort yfir
Minquiers í stórum mælikvarða.
Við vindum upp seglin, áður
en við drögum upp akkerið, sagði
ég.
Ég fann úlpuna mína, fór í
hana og við gengum allir upp
á þilfar, leystum stórseglið og
afturseglið. Ég sendi Mike niður
til að ræsa vélina, meðan við
Patch skálkuðum lúkuraar, und-
um upp stórseglið og strengdum
það fast í nálarnar. Mótorinn
tók við sér og ég fann stimpil-
slögin undir fótum mér. Sætröll-
ið var allt í einu orðið lifandi.
Við drógum julluna um borð,
skipið titraði af lífi og við höfð-
um lokið við að gera sjóklárt.
Þegar ég var frammá, að
hagræða brandaukaseglinu á
forstagnum, heyrði ég mótor-
hljóð utan af hafi. Ég stóð kyrr
augnablik og hlustaði, því næst
slökkti ég á akkersljósinu og
kallaði til Mike, að hann skyldi
auka hraðann.
Þétta gæti verið skemmti-
snekkja, sem var að koma inn,
en það var harla ólíklegt að slík-
ur farkostur legði í þá áhættu,
sem því var samfara að smjúga
inn á höfnina í Lulworth að
næturlægi; og ég hafði, vægast
sagt, lítinn áhuga fyrir að vera
tekinn með Patch um borð. Við
vorum ólöglegir og mér var mik-
ið í mun, að komast óséður til
hafs. Ég flýtti mér að slökkva
ljósin niðri og sendi Patch fram
eftir til að hj álpa Mike, sem stóð
sjálfur við stýrið meðan þeir
hömuðust á akkeriskeðjunni.
Hljóðið frá bátnum, sem var á
innleið var nú orðið greinilegt.
Stimpilslögin bergmáluðu frá
klettunum. Hvít toppljósin tóku
dýfur þegar þau komu í ljós í
innsiglingunni. Græna stjóra-
borðsljósið sást og svo það rauða,
þegar skipið beygði.
„Akkerið er uppi kallaði Mike.
Vindið upp stóra brandauka-
seglið, ég halaði inn á skautinu.
Sætröllið fór að taka við sér og
sveigði í áttina út. Hinn bátur-
inn var kominn hægra megin í
innsiglinguna.
„Hver heldurðu að þetta sé,
lögreglan,“ spurði Mike.
„Ég veit það ekki,“ svaraði ég.
„Komdu upp afturseglinu.“
Andliti Patch brá fyrir í
myrkrinu, eins og Ijósum depli
þar sem hann starði út á sjóinn,
en svo hraðaði hann sér til að
aðstoða Mike. Ég hægði á vél-
inni og vonaðist til að við slypp-
um óséðir út í myrkrinu.
Ennþá var vindurinn hægur,
en hraðinn jókst óðum.
Hinn báturinn nálgaðist hægt.
Hann hafði ljósvarpa og beindi
honum að klettunum beggja
megin við innsiglinguna og hélt
sig miðja vegu.
Við stefndum beint á þá með
331