Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Side 44
seglin uppi, hafði ég lítið svig-
rúm fyrir þá. Ég varð að halda
stefnunni og vona að þeir vikju.
En þeir héldu stefnunni og
við smugum hjá þeim, svo nærri,
að ég sá allar útlínur bátsins.
Þetta var frekar stór bátur með
hátt stefni og yfirbyggingin
hallaði aftur og ég sá móta fyrir
manninum, sem starði á okkur
í myrkrinu. Svo skall ljósgeisl-
inn frá þeim beint á okkur og
ég blindaðist augnablik. Það var
hrópað á okkur, en það kafnaði
í hávaðanum frá mótorum, sem
ég hafði sett á fulla ferð aftur.
Um leið og við skriðum út um
innsiglinguna komum við í hlé af
klettunum og seglin slógust fram
og aftur og báturinn hjó í öld-
urnar. En svo vorum við á fríum
sjó, seglin fylltust og Sætröllið
lagðist djúpt, svo að sælöðrið
sleikti stjómklefann þegar það
þaut afturmeð.
„Hann kúvendir" hrópaði
Mike. Eg leit um öxl. Það hillir
undir hvíta toppljósið og bæði
siglingaljósin græn og rauð voru
sjáanleg þar sem þau báru í
línur landsins, að baki okkur.
Mike hentist aftureftir og dró
inn stórskautið fyrir mig, en ég
setti stefnuna í suðlæga átt til
hafs. öll Ijós voru slökkt, einnig
á áttavitanum, svo að ég sigldi
einungis eftir vindáttinni.
Eg leit stöðugt um öxl og hélt
auga með bátnum. Það var aug-
ljóst, að hann elti okkur, því að
bæði siglingaljósin voru ávallt
sjáanleg, eins og tvö augu.
Leitarljósið sveiflaðist á kröpp-
um bylgjunum þegar það skar í
gegnum næturmyrkrið.
„Ef við hefðum komið okkur
af stað hálftíma fyrr,“ tautaði
Patch og starði aftur eftir. „Og
ef við hefðum verið fimm mínút-
um seinni, hefðuð þér verið tek-
inn fastur", hreykti Mike í hann.
Rödd hans var óvenju hvöss og
ég fann að honum var svipað
innanbrjóst og mér. „Ég ætla
að ná inn akkerinu". Hann hvarf
írameftir og Patch á eftir hon-
um.
Það var kuldi í stýrishúsinu
núna, þegar við vorum undir
seglum, en ég varð þess varla
var. Ég sat og braut heilann um
skipið, sem elti okkur. Það hafði
nálgast, og leitarljós þess, sem
náði til okkar yfir úfinn sjóinn,
lýstu upp seglin hjá okkur með
draugalegum bjarma. Þau hvörfl-
uðu ekki lengur og ég vissi að
þeir hefðu fundið okkur, og við
að regnúðinn stytti upp varð
eftirförin auðveldari.
Mike hringaði kaðalinn upp
frammá og Patch batt akkerið
fast.
Þeir komu báðir aftureftir til
mín.
„John, ættum við ekki að láta
reka?“
„Þeir hafa ekki gefið okkur
neitt merki um það“, greip Patch
fram í hvassri og ákafri röddu.
„Þið þurfið ekki að aðhafast
neitt fyrr en þeir hafa sent ykk-
ur merki um það“.
Patch var nú kominn á sjó-
inn aftur; maður, sem ekki var
líklegur til að gefast upp í sínu
umhverfi. Hann kom inn í stýris-
húsið, einbeittur á svip. Hann
hafði öðlast styrk sinn á ný.
„Ætlið þið að halda áfram,
eða ekki?“
Þetta var ekki beint krafa og
vissulega ekki nein hótun, en
hann sagði það á þann hátt, að
ég gat alls ekki gert mér grein
fyrir hvað hann myndi taka til
bragðs, ef ég neitaði. Mike sneri
sér að honum og sagði æstur:
„Ef við ætlum okkur að leggja
til drifs, þá gerum við það“.
„Ég spurði Sands“, sagði
Patch og rödd hans skalf í
myrkrinu.
„John og ég eigum bátinn
saman“, svaraði Mike. „Við höf-
um unnið, gert áætlanir og þræl-
að fyrir því, að eignast okkar
eigin björgunarútbúnað, — og
við ætlum okkur ekki, að hætta
öllu til þess eins, að bjarga yður
úr erfiðleikum, sem þér sjálfir
hafið komið yður í“.
„Þú neyðist til að slá undan“,
sagði hann við mig. „Báturinn
dregur okkur uppi og ef lög-
reglan finnur Patch um borð,
verður fjári erfitt að sanna, að
við séum ekki að reyna að smygla
honum úr landi, með alla þessa
peninga á lúkarsborðinu...“ Hann
beygði sig áfram og greip mig
í axlirnar:
„Heyrirðu hvað ég segi,
John?“ við verðum að leggja til,
áður en lögreglan leggur upp að
okkur“.
Þetta þarf ekki endilega að
vera lögreglan“, svaraði ég.
Ég hafði verið að velta þessu
fyrir mér allan tímann, meðan
þeir voru frammá. „Lögreglan
hefði notað leitarbifreið. Þeir
hefðu ekki komið sjóleiðina“.
„Ef þetta er ekki lögreglan,
hverjir í helv... eru þetta þá?“
Ég leit um öxl og furðaði mig
yfir, ef ímundunaraflið hefði
villt um fyrir mér. Þarna var
báturinn og hann elti okkur.
Hvíta toppljósið sveiflaðist ákaf-
lega og lýsti upp hluta af mastr-
inu og stýrishúsinu.
„Hann veltur mikið“, tautaði
ég. „Hvað meinarðu með því?“
Ég sneri mér að honum. „Sáztu
hann vel“, Mike, „þegar við fór-
um út?“
„Já, hvers vegna það?“
„Hverskonar bátur var það“,
„Gaztu séð það?“
„Ég gæti trúað að það sé
gamall Pankhurst“.
Mike hafði verið svo lengi í
sjóhernum, að hann hafði ótrú-
lega góða þekkingu á mótorskip-
um. fí
„Ertu viss um það?“ „Ég held
það, já ég er viss um það“.
„Ég bað hann að fara niður og
slá upp á nafninu Griselda í
Lloyds registerinu.
„Ef þú finnur nafnið þar og
lýsingin kemur heim, væri gott
að fá að vita um hraðann.
Hann hikaði, leit snögglega á
mig og Patch, en hvarf síðan
niður.
„Og ef það er Griselda?“
spurði Patch.
„Þá var hún leigð út í gær-
morgun, af einhverjum, sem
staddur var í réttinum".
framh. í næsta blaSi.
VlKINGUR
332