Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Side 2
og láta sig skipta hagsmuni þess- ara aðila. Viðræður fóru fram milli full- trúa en ekkert varð þá úr sam- vinnu. Al'ltaf öðruhverju var á þessu ymprað innan vélstjóra- félagsins en án árangurs. Met- ingur var líka talsverður milli starfshópanna, sem truflaði mjög alla samkomulagsmöguleika. 1 nóvember 1928 áttu stýri- menn á kaupskipum í kaupsamn- ingum við Eimskipafélag fslands. Leitaði þá félagið eftir samvinnu við vélstjóra, sem ekki vildu skipta sér að þeirri deilu. í krigum árið 1930 var allmikil hreyfing innan vélstjórafélags- ins að ganga í Alþýðusamband fslands. Voru þá skiptar skoð- anir á því, þar sem litið var á Alþýðusamband fslands sem póli- tíska stofnun og fyrr er rætt. Átökin um þetta stóðu allt fram til ársins 1936, en þá var fellt að sækja um inngöngu í Alþýðu- sambandið í allsherjar athvæða- greiðslu innan félagsins. Meðan á þessu stóð hafði Stýri- mannafélag íslads gengið í Al- þýðusambandið, en var félagsað- ili mjög stuttan tíma. í febrúarmánuði 1936 beittu stjórnarmenn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins öldunnar sér fyrir því að reyna að sameina yfirmannafélög skipanna í eitt samband. Var öllum félögunum skrifað og árangurinn varð sá að fulltrúafundur með skipstjór- um, stýrimönnum og vélstjórum var haldinn. Var þar stofnað Farmannasamband íslands og bráðabirgðarstjórn, sem undir- búa átti fyrsta sambandsþingið, kjörin. f stjórnina voru kjörnir Hall- grímur Jónsson, formaður, Guð- bjartur Óafsson, Sigurjón Ein- arson, Þorgrímur Sveinsson og Konráð Gíslason. Fyrsta þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands eins og það þá nefndist var haldið dagana 2.-8. júní 1937 og sátu það 16 fulltrúar. Þar voru lögin samþykkt og ný stjórn kjörin. Skipuðu hana eftirtaldir menn: Forseti: Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri, varaforseti: Þor- steinn Árnason, vélstjóri, gjald- keri: Magnús Guðbjartsson, vél- stjóri, varagjaldkeri: Júlíus Ól- afsson, vélstjóri, ritari: Konráð Gíslason, kompásasmiður, vara- ritari: Guðbjartur Ólafsson, haf- sögum. meðstjórnandi: Sigurjón Einarsson, skipstjóri. Varamenn í stjóm: Þorgrímur Sveinsson, skipstj., Tryggvi Ólafsson, skip- stj., Friðjón Guðlaugsson, vélstj. Á þessu fyrsta þingi ríkti mik- ill samhugur og menn ákveðnir í að láta ýmsar óskir rætast ís- lenzkri sjómannastétt til fram- fara og gengis. Árangurinn af þessu sam- starfi, sem á þennan hátt hófst hefur einnig á mörgum sviðum verið mjög drjúgur. Málefnin sem tekin hafa verið til meðferð- ar, hafa verið mörg og margvís- leg og margt komizt í örugga höfn. Hefur-sambandið alla tíð barizt fyrir bættu öryggi á sjón- um, endurbótum á hafnarmálum og vitakerfi landsins. Þá hefur sambandið látið sig skipta mennt- un sjómanna, uppbyggingu skipaflotans, landhelgismál, frið- un veiðisvæða og margt fleira. Veigamikill þáttur í starfsemi sambandsins hefur verið blaða- útgáfa, en á vegum þess er Sjó- mannablaðið Víkingur rekið. Hóf Víkingur göngu sína árið 1939 og hefur allar götur síðan hald- ið velli í hinni hörðu samkeppni blaða og tímarita. Skömmu eftir stofnun sam- bandsins komu fram raddir um aukna samvinnu milli aðila í kjaramálum stéttanna. Voru vél- stjórar lengi vel tregir til þess samstarfs innan samtakanna. Töldu þeir bezt fara á því, að hver starfshópur sæi sínum starfssamningum sjálfur borgið. Var því kjaramálunum haldið utan við samtökin. Árið 1948 og næstu ár á eftir var áberandi hversu kjarabar- áttan breyttist, frá því sem áður var. Nýir menn komu fram á sjónarsviðið hjá vinnuveitendum og sérstakir viðsemjendur tóku að sér kjarasamningamálin úr höndum forstjóra og stjórna út- gerðafélaganna. Var áberandi hversu hinir nýju menn þekktu lítt til vinnustaða skipanna og sveigðu alla samninga inn í áður óþekktar lögfræðilegar vefjur. Kom þá skýrt í ljós hversu ber- skjaldaðir hóparnir voru, er þeir hver fyrir sig komu til samninga. Var þessum hópum, samstarfs- mönnunum á skipunum, oft att saman á lævíslegan hátt, sem því miður endaði á hinn herfilegasta máta með hatri og úlfúð og eftir- tekjur af samningum ákaflega mismunandi rífar. Árið 1957 var séð, að við þetta mátti ekki lengur búa. Var þá með mikilli þrautseigju og vinnu reynt að koma á samstarfi í kjaramálunum milli yfirmanna kaupskipaflotans. Tókst að koma á samkomulagi um ríkjandi inn- byrðis launahlutföll milli starfs- greinanna og hinna ýmsu starfs- stiga innan þeirra. Sameiginlega var svo farið til samninga. Náð- ust þá þær mestu kjarabætur, sem nokkru sinni áður höfðu þekkst starfshópum þessum til handa. 1 beinu framhaldi af þess- um góða árangri fóru fiskimenn bæði báta og togara sameinaðir til samninga og verður ekki séð annað en vel hafi gefizt. Samningamálin hafa því verið allt frá árinu 1957 snar þáttur í starfsemi sambandsins. Samn- ingamálin eru nú orðin ákaflega flókin og mjög tilfinninganæm. Mikill vandi er því jafnan á herð- um þeirra er þau framkvæma hverju sinni, ekki sízt þegar margir starfshópar fara saman. Undirbúningur undir hverja samningagerð þarf því að vera mjög vandaður og áríðandi að þeir sem veljast til að fara með þau mál séu heiðarlegir, sam- vizkusamir og til'litssamir við samstarfsmenn sína, ef slíkt er ekki fyrir hendi er voðinn vís og auðvelt að rífa niður á einni kvöldstund áratuga langt upp- byggingarstarf margra mætra manna. 218 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.