Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 13
Dr. Jónas Bjarnason.
anna af svifþörungum hefur ver-
ið áætluð um 65.000 milljón tonn
árlega af þurrum lífrænum nær-
ingarefnum eða mjölvaígildi. Ef
öll þessi framleiðsla væri flutt
upp á land og notuð til að fóðra
húsdýr, myndi það nægja til
framleiðslu á um 20.000 milljón
tonnum af kjöti, en það er um
300 sinnum meira magn en sem
nemur heildarfiskveiði heimsins
árlega, hvorki meira né minna.
Það eru margar ástæður fyrir
hinni lélegu nýtni hafanna til
fiskuppskeru þrátt fyrir mjög
mikla frumframleiðslu, sem jafn-
ast á við alla frumframleiðslu á
landi að öllum skógum meðtöld-
um. Flestar fisktegundir, sem
eru mikilvægar, eins og þorskur,
lúða og túnfiskur t. d., eru kjöt-
ætur á fjórða og fimmta stigi í
fæðukeðjunni. Flestir aðrir
nytjafiskar eru einnig aftarlega
í fæðukeðjunni. Ef gert er ráð
fyrir að 10% reglan sé rétt, getur
uppskera af kjötætufiski á þriðja
eða fjórða kjötætustigi í mesta
lagi verið um 50 milljón tonn ár-
lega eða minna en núverandi fisk-
veiðar. Með því að færa sig einu
stigi neðar í fæðukeðjunni, tífald-
ast það magn af fiski, sem nýtan-
legur er.
Augljóst er, að tilgangur fisk-
ræktar í sjó er að bæta nýtni á
beizlun sólarorkunnar til fæðu-
framleiðslu fyrir mannkynið. Það
er bardagi um aðgang að sólar-
ljósinu. í megindráttum væri
unnt að framkvæma ræktun á
tvennan hátt. í fyrsta lagi með
því að auka frumframleiðslu
sjávar í formi svifþörunga eða
botnþörunga og auka á þann hátt
magn plöntuæta í hafinu og þar-
afleiðandi kjötætufiska einnig. í
öðru lagi er unnt að bæta nýtni
á fæðukeðjunni allt frá frum-
framleiðslu til uppskerufisks með
því að stytta fæðukeðjuna, því
eins og áður getur tapast um
90% í hverjum hlekk hennar, eða
minnka tap fóðurefna á annan
hátt og fjarlægja óæskilegar af-
ætutegundir. Þessa leið má kalla
stjórnun fæðukeðjunnar.
Samanburður við húsdýrarækt
og vatnafiskarækt er mjög at-
hyglisverður í þessu sambandi,
en þær atvinnugreinar hafa náð
tiltölulega mikilli nýtni í beizlun
sólarorkunnar til kjöt- eða eggja-
hvítuframleiðslu. T. d. er unnt
að' framleiða um 11 tonn af
mjölvaígildi á hektara á ári á
góðu túni í tempraða beltinu und-
ir hagkvæmri stjórnun. Með því
að fóðra mjólkurkýr á því heyi,
sem þannig fæst, er unnt að fram-
leiða um 1400 kg. af mjólkur-
þui*refnum. Það felst í að brjóta
landið til ræktunar, velja rétta
plöntutegund til ræktunar, nota
áburð, velja rétta tegund af
plöntuætu (í þessu tilfelli mjólk-
urkýr), og halda kúnni sem mest
innandyra til að spara orku-
eyðslu. Fiskrækt í tjömum hefur
verið stunduð í aldaraðir. Sem
dæmi má nefna, að unnt er að
framleiða um 10 tonn af fiskinum
Tilapia á hektara á ári í Belgíska
Kongo í tjömum, sem fá góða
áburðargjöf. Það gera um 2 tonn
af þurrefni, sem er mjög svipað
og uppskeran af þurrmjólk í
fyrra dæminu. Hér er einnig um
mjög nákvæma stjórnun á nýt-
ingu frumframleiðslunnar að
ræða.
Frumframleiðsla sjávar er
mjög mismunandi frá einu haf-
svæði til annars. Hin svokölluðu
uppstreymissvæði ná mestri
frumframleiðslu eða um 10 tonn.
um af mjölvaígildi á hektara á
ári. Þessi svæði eru um leið auð-
ugustu fiskimið heimsins og hafa
sömu frumframleiðslu og ræktað
land hefur með áburðargjöf í t. d.
Bretlandi. Þannig svæði er t. d.
við strendur Perú og á stórum
svæðum í Norður-Atlantshafi.
Segja má, að þessi svæði njóti
áburðargjafar með lóðréttri
blöndun á sjó, en við það koma
nauðsynleg næringarsölt úr dýpri
lögum sjávar upp undir yfirborð,
þar sem síðan svifþörungagróð-
urinn þrífst. Af þessum saman-
burði sést, að óraunhæft virðist
að reyna að auka framleiðslugetu
hafsins með áburðargjöf. Frum-
framleiðsla ákveðinna hafsvæða
er svo mikil, að hún verður aðeins
borin saman við beztu akra á
landi í fullri ræktun. Stjórnun á
fæðukeðjunni til sem beztrar nýt-
ingar á frumframleiðslunni er
aftur á móti atriði, sem á 'sér
bjarta framtíð. Að vísu hefur
ræktun lands marga plúsa fram
yfir sjávarræktun, en fiskrækt í
sjó hefur einnig mörg hagkvæm
atriði að státa af. Fiskar t. d.
nýta fóður almennt miklu betur
en landdýr með heitu blóði. Þeir
hafa sjálfir sama hitastig og
sjórinn, sem þeir lifa í. Þ. e. þeir
nota miög litla orku til unnhit-
unar. Fiskar eru því tilvaldir til
að breyta ódýru dýrafóðri yfir í
gæðavöru til manneldis svipað og
gert er í hænsna- og svínarækt.
Fiskar þurfa allt að þrisvar sinn-
um minna fóður en dýr með heitu
blóði, en nýtni fiska á fóðri getur
verið allt að 40—50%. Þ. e. til
að framleiða eitt kíló af fiski þarf
ekki nema um eitt kíló af burr-
fóðri, þegar vel lætur, og þekk-
ing á nærinsrarþörf fiska fer
stöðugt vaxandi.
Ég læt nú þessu snjalli mínu
lokið, en í næsta blaði mun ég,
eins og áður getur, fjalla um
hugsanlegar hagkvæmar leiðir til
fiskræktar í sjó.
VlKINGUR
229