Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 28
um þverbak á áburðarhestum, slík var húsagerð í Mýrdal víðast í mínum uppvexti. Það var ekki ívrr en laust fyrir aldamót að ný húsagerð hóf inn- reið sína í Skaftafellssýslu, og ég man það að bárujámshúsin voru svo einstæðingsleg þar sem þau féllu illa inn í umhverfið . í Reynishjáleigu sá ég og kynntist fornri menn- ingu íslenzka sveitabóndans sem kunni ráð við öllu í daglegu lífi, og var sjálfum sér nógur á allan hátt, svo hafði verið um aldir. Og Vigfús Brandsson gat meira en að vera sjálf- um sér nógur í daglegu lífi; hann var einstakur fræða sjór um ótalmargt úr lífi íslenzkrar alþýðu þar er hann þekkti til. Hann bjó yfir aldagamalli reynslu kynslóðanna, sem hafði dugað þjóðinni í lífsbaráttunni í blíðu sem stríðu, þessa reynslu birti hann mér sem ungum dreng bæði í sjón og raun. Ég var daglegur gestur á hans heimili um ára- bil, og lágu túnin saman, nágrennið var gott og hann oft gestur á mínu heimili, sem var með öðrum blæ, í Reynisdal reis fyrsta steinsteypuhús í Skaftafellssýslu árin 1903—4, og þar kom talsím- inn 1914. Vigfús kom oft til okkar til að frétta og tala í símann, síminn var þá aðalfjölmiðillinn, blöðin komu einu sinni í mánuði, og voru ekki eins frétta- fróð og nú. En Vigfús var alltaf velkominn, eins og við hjá honum, fólkið var þá, að mér virðist innilegra hvað við annað, og ekki eins út af fyrir sig, eins og mér virðist margur vera nú þrátt fyrir öll félögin og samböndin. Fláttskapur þekktist þá ekki. Vigfús Brandsson bjó í Reynishjáleigu fram undir 1940. Það voru ýmsir sem lágu honum á hálsi fyrir að vera að stunda búskap á gamals aldri við erfið skilyrði, en svar hans var, ,,Ég bý fyrir frelsið" og það voru orð að sönnu. Hann hafði alla tíð lifað sem náttúrubarn íslenzku sveitarinnar, og hryllti við því að leggja sig undir hnakk og reiða ófrelsis og yfirdrottunar annarra. Síðustu árin bjuggu þau systkinin í litlu húsi í Vík í Mýrdal, sem þau áttu. Þar var hann frjáls og óháður, alltaf veitandi; en aldrei þiggjandi. Hann andaðist 25. ágúst 1960, og var jarðsettur við Reyniskirkju 2. september sama ár. Vigfús Brandsson varð rösklega níræður, hann var mikill ferðamaður, ferðaðist frá því fyrir Þjóðhátíð 1874 til 1960, við andlát hans lauk kapi- tula í íslenzku þjóðlífi. Hann var hamingjumaður þrátt fyrir allt. Spjallað um Hshmeti FYRIR skömmu fóru fram rökræður um gjafir hafsins. Saman komu á rökstóla fyrirmenn úr S j ávarútvegsmálaráðuneyti SSSR, fiskifræð- ingar, læknavísindamenn,. sérfræðingar í auglýs- ingum og sölumennsku, fulltrúar útvegsins og matreiðslumenn. Fyrstur kvaddi sér hljóðs varaútvegsmálaráð- herra Sovétríkjanna, Nikolaj Úporov. Hann skýrði m. a. svo frá, að í lok níundu fimm ára áætlunar- innar (1975) væri áætlað að auka fiskaflann um 38,5% miðað við 1970, framleiðslu fiskafurða til manneldis um 40%, þar af skal framleiðsla niður- suðuiðnaðarins vaxa um 37,1% frá því sem var á tímabili síðustu fimm ára áætlunar (1966-1970). Síðan 1966 hefur fiskveiðiflotinn rösklega tvö- faldast. Ný móður- og verksmiðjuskip af nýjustu og stærstu gerð hafa bætzt í flotann, sem sjá um al- hliða fullvinnslu aflans. Framleiða þau saltfisk og freðfisk, niðursuðuvörur, fiskimjöl o. fl. Eitt af helztu viðfangsefnum okkar er að auka vélvæðingu við aðgerð á fiski, enda er gert ráð fyr- ir að auka framleiðslu unnins fiskjar og afurða úr honum 1,6 sinnum á tímabili níundu fimm ára áætlunarinnar. Teknir verða í notkun um 1000 vélar til að gera að öllum algengustu fisktegund- um og um 350 sjálfvirkar línur til flakafram- leiðslu, sem á að þrefaldast. Sömuleiðis verður farið að nota nýjar vélasamstæður til að vinna þorskfiska með sjálfvirkri úrvinnslu og sem skemma ekki lifrina, nýjar flokkunarkeðjur eftir stærð og vélar til að gera að smáfiski eins og ansjósutegundum og særu (Cololabis saira; af geimefsætt). Það er ekki nóg að auka veiði og bæta vinnslu- aðferðir, heldur þarf að sjá um að afurðir komist sem fyrst til neytenda og án þess að gæði spillist. I borgum við sjávarsíðuna er þetta að sjálf- sögðu hægur vandi. Hins vegar er ekki hægt að vera ánægður með dreifinguna til héraða langt inni í landi, einkum sveita. Markaðsdreifing fiskjar kostar meiri fyrirhöfn en t. d. kjöts. Hins vegar hefur reynslan af þeim rösklega 30 sérhæfðu verzlunum, sem Sjávarút- vegsmálaráðuneytið rekur, sýnt, að hagsýn verzl- VlKINGUR 244

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.