Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 16
Lending í Grindavík fyrir 50 árum.
þessu spjalli vísa ein, sem Jón
Þórðarson Fljótshlíðarskáld kvað
um Odd. Jón var þá við sjóróðra
á Járngerðarstöðum, það mun
hafa verið aldamótaárið:
Gufubátnum Oddi á
ég mun héðan flakka,
þegar kæri knörrinn sá
kemur frá Eyrarbakka.
Gvidon kannar
hafsbotninn
Verkfræðingarnir 0. P. Pav-
lov og I. V. Danilov, sem vinna
við neðansjávarrannsóknarstöð
Haffræðistofnunar Sovétríkj-
anna (VNIRO), hafa smíðað
tæki til að fylgjast með lífi fiska
og annarra sjávardýra. Tækið
lætur einstaklega vel að stjórn.
Tveir hreyflar, sem ganga fyrir
rafgeymum, geta hreyft það í
hvaða átt, sem vera skal; hægt
Við þessa frásögn Sæmundar
Tómassonar má bæta því, sem
ísafold segir 22. okt. 1904, að
Odd hafi rekið á land í afspyrnu-
roki 9. október. Þá var sunnudag-
ur. Blaðið segir: Gufuvélin hafði
verið óskemmd er slysið varð. En
skrokkurinn dældaður mjög og
jafnvel gat á. Skipið stendur hér
um bil á þurru. Rak það langt
upp í brimi daginn eftir strandið.
er að snarstanza, snúast í hring,
kafa niður eða færa sig upp á
yfirborðið á svipstundu. Stýri-
maður tækisins getur fram-
kvæmt allar þessar athafnir með
einu handfangi.
Jafnvel þótt Gvídon sé velt
öfugum ofan í sjó, réttir hann
sig sjálfkrafa við og kemst í lá-
rétta stellingu. Þess vegna getur
tækið staðið kyrrt á snarbröttum
botni.
Þessi neðansjávarrannsóknar-
stofa er ágætlega búin tækjum,
sem gera kleift að framkvæma
vísindalegar athuganir á nokkur
Mönnum var bjargað úr honum
áður en hann fór að reka til
muna.
'Otskrift úr dagbók skipsins,
það sem strandinu við kemur, er
að finna á Þjóðskjalasafni. Hún
er á dönsku. Skipstjóri á Oddi
var danskur maður, Theilland
Hansen, sömuleiðis vélstjórinn.
Hásetar voru fjórir, allt Islend-
ingar. Gísli Brynjólfsson.
hundruð metra dýpi. öflugir
lampar lýsa upp stórt svæði, og
með aðstoð sterkra ljóskastara
og sjálfvirkra tækja er hægt að
taka myndir og kvikmynda.
Rannsóknartækið er ætlað tveim-
ur mönnum með loftforða til
þriggja sólarhringa. Gvídon get-
ur farið fast upp að fiskitorfum.
Lítill radar hjálpar stjórnendum
til að átta sig í torfunum, svo
ekki þurfi að kveikja ljós.
Gvidon vegur 4 tonn og er
mjög þægilegur í flutningi. Hann
rúmast á palli venjulegs vörubíls.
VlKINGUE
232