Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 35
ir 66 nemendur í 1. stig skólans.
8 hættu námi; 58 gengu undir
próf; 50 stóðust prófið, þar af
36 með framhaldseinkunn. I 2.
stigi hófu 82 nám, 5 hættu námi,
77 gengu undir próf, 68 stóðust
prófið, þar af 49 með framhalds-
einkunn. í 3. stigi hófu 65 nám,
1 hætti, 64 gengu undir próf, 62
stóðust prófið, þar af 49 með
framhaldseinkunn. í 4. stigi hófu
33 nám og gengu allir undir próf
og stóðust allir prófið.
í upphafi þessa skólaárs voru
nemendur Vélskóla íslands sem
hér segir:
í Reykjavík 246
á Akureyri 27
og í Vestmannaeyjum 27________
Samtals 298 nem.
Fjöldi útskrifaðra vélstjóra er
þessi: h->\ ' r | 1
<J a> Xfl
W | í> í p 3
P P Samtals
«—i. 1 S3 a> 2. V) C—1. p 3
úr 1. stigi 50 16 15 81
úr 2. stigi 68 6 10 84
úr 3. stigi 63 63
úr 4. stigi 33 33
Samtals 214 22 25 261
Samtals hafa því 261 nýir vél-
stjórar bætzt í hópinn.
Ég mun nú afhenda prófskír-
teini.
Mér hefur verið falið að af-
henda Fjalarbikarinn svonefnda.
Hann er gefinn af vélasölufyrir-
tækinu Fjalari hf. og er farand-
bikar, og er veittur þeim nem-
anda, sem nær bezta árangri í 3.
stigi í vélfræði. Að þessu sinni
hlýtur hann Jón Bjarnason úr
Kópavogi.
Þá hefur þýzka sendiráðið gef-
ið bókaverðlaun, sem veitast fyr-
ir góðan árangur í þýzkunámi.
VlKINGUR
Þessir hljóta verðlaun:
Páll Kristinsson úr 3. stigi,
Sigurður B. Þórðarson úr 3.
stigi,
Árni Guðmundsson úr 4. stigi,
Freysteinn Bjarnason úr 4.
stigi.
Danska sendiráðið hefur gefið
bókaverðlaun, sem veitast fyrir
góðan árangur í dönskunámi.
Þessir hljóta verðlaun:
Pétur Yngvason úr 1. stigi,
Sveinn Ríkarðsson úr 2. stigi.
Ameríska sendiráðið hefur
gefið bókaverðlaun, sem veitast
fyrir góðan árangur í enskunámi.
Þessir hljóta þau verðlaun:
Kári Stefánsson úr 1. stigi,
Ólafur Sigurðarson úr 2. stigi,
Ámundi J. Játvarðsson úr
2. stigi,
Valgeir Hallvarðsson úr 2.
stigi,
Ingi Ólason úr 2. stigi,
Þór Jóhannsson úr 3. stigi,
Kristinn Helgason úr 4. stigi.
Kæru nemendur, ég óska ykkur
innilega til hamingju með þenn-
an árangur. Eg vona, að þessi
tímamót í lífi ykkir verði minnis-
stæð. Ég óska ykkur þess, að þið
verðið hamingjusamir í starfi, og
skóla ykkar til sóma.
Skortur á dvalarheimilum fyrir aldraða
er að verða mikið vandamál
Á Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu, munu nú dvelja 450 vistmenn.
Nýlega hafa 18 íbúðir, svonefndir hjónagarðar, verið teknar í notkun.
Með byggingu þessara hjónagarða má segja, að lóð Hrafnistu sé fullnýtt. Mikil
þörf er þvi á að sjá sér út annan stað til frekari útvíkkunar, en skortur á heim-
ilum fyrir aldraða er að verða mjög alvarlegt vandamál hér á landi. Það var á
sínum tíma mikið þrekvirki að koma upp stofnun sem þessari og þökk sé þeim,
er unnu baki brotnu til að koma hugmyndinni í veruleika.
Sem betur fer eru nú ýmsar aðrar stéttir að vakna til meðvitundar um nauð-
syn stórátaka á þessu sviði, t. d. eru iðnaðarsamtökin og félög Lionsmanna með
stór átök í huga til að leysa úr þessu sívaxandi vandamáli.
251