Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 21
FRÁ APN Þá eru rannsóknir á dreifingu dýrasvifs í höfunum mjög mikils- verðar. Þessar örsmáu lífverur eru aðalfæða mikils meirihluta sjávarbúa auk þess sem bein nytjun þeirra er varla langt und- an. Einnig á þessu sviði getur geimtæknin veitt mikilsverða að- stoð. Geimtækni getur einnig aukið verulega þekkingu okkar á heims- höfunum yfirleitt, varpað ljósi á orsakir hreyfinga sjávarins og fullkomnað kortlagningu varð- andi árvissar breytingar á hita- stigi, straumum o. s. frv. Sama máli gegnir um rannsóknir á efnabreytingum og saltmagni sjávarins. Sumra slíkra upplýs- inga mætti afla með tækjum í gerfihnöttunum sjálfum, og sumra með n. k. „baujum“, þ. e. sjálfvirkum athugunarstöðvum, er sendu upplýsingar sínar með merkjum til gervitungla. Takist að koma slíku athugana- kerfi á fót, ætti það ekki aðeins að geta stóraukið aflamagn, held- ur einnig auðveldað fiskivernd og viðhald stofnanna. Tilraunir í þessa átt voru athuganir, sem á- höfnin á Sojuz-9 gerði á hafinu. Últrahljóð í þágu sæfarenda Eins og allir vita geta jafnvel nýtízku stálrisar og glæstustu hraðbátar glatað ganghæfni sinni vegna sjávardýra, sem setjast að utan á þeim og vaxa þar. Á þenn- an hátt flytjast einnig mörg sjávardýr með skipum til nýrra hafsvæða og vinna óbætanlegt tjón því dýralífi, sem áður var þar fyrir. Lindýrið rapana, ræningi frá Kyrrahafi, hefur komizt allt til Svartahafs og þannig lagt ag baki nær tíu þús. kílómetra. VlKINGUR Annað lindýr, mitilaster, hefur ruðzt inn á Kaspíahaf. Ásuguskepnur þessar valda til- finnanlegu tjóni bæði í sjó og fersku vatni. Tvö-þrjú vaxtarlög leggjast á hafnargarða, bryggju- stólpa og botn skipa. Á einu ári getur þannig myndazt 20 sm þykkt lag, og þyngd þess á einn fermetra getur orðið allt að 100 kg. 1 Krasnovodskflóa á austur- strönd Kaspíahafs lagðist 40 kg. þungi af mitilaster á hvern fer- metra á bryggjustólpum og skip- um í lægi á þriggja mánaða tíma aðeins, og á skipum í Svartahafs- siglingum - allt að 10 kg. Þau skip, sem sjaldnar voru í flóan- um eða lögðust oft upp í ármynni til að landa fiski, urðu ekki eins hart úti, en sluppu þó ekki alveg. Þessi „hrúðrun" getur stundum þyngt skip meira en 100 tonn. 1 stað hins rennilega skipsskrokks er komin ólöguleg skeljadyngja undir sjólínu, sem dregur úr hraða skipsins um 20% eða meira. Eldsneytisneyzla vex um 40%, vélarnar erfiða og skipið mjakast áfram eins og snigill. Á löngum siglingum getur tíma- tapið numið sólarhringum og jafnvel vikum. Þessi flökkudýr sjávarins eru harðgerð og gædd miklum aðlög- unarhæfileikum. Frá ómunatíð hafa sæfarendur og vísindamenn leitað ráða til að glíma við öll þau lindýr, skeljar og vatnaj urtir, sem, gera vilja skipsskrokka að sínum heimahög- um. Kavaljovskí-stofnun Úkrainsku Vísindaakademíunnar hefur nú í nokkur ár stundað rannsóknir á þessu sviði, en fyrstu athuganim- ar voru gerðar í Sevastopol fyrir röskum 30 árum. Rannsóknir á framgangi hrúðrunar og vama gegn henni byggjast aðallega á tveim skyld- um greinum, efnafræði og eðlis- fræði. Fram að þessu hefur algeng- asta vörnin verið „efnafræðileg", þ. e. málning, sem inniheldur eitruð efni fyrir lirfumar. En nú eru að koma til sögunnar „eðlis- fræðileg" ráð. Við Sjóverkfræðistofnunina í Odessa hefur verið smíðað últra- hljóðbylgjutæki til að verja skip gegn hrúðrun, og er nú verið að reyna nokkur slík á Svartahafs- flotanum. Tæki þetta samanstendur af tveim litlum rofum (annar til vara), sjálfvirkri tækjablokk og átta geislurum, sem festir eru á skipssíðurnar. Það er allt og sumt. Orkueyðsla er lítil, 1-2 kílóvött á klst. Fyrsta reynslutækið var sett í gufuskipið „Khirurg Vishnev- ski“ árið 1965, og hefur því verið í notkun í rösk sex ár. Hverjar eru niðurstöðumar? Áður varð að taka skipið í slipp ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Eftir að það hafði verið hreinsað og búið hljóðbylgjutæki, var það 17 mánuði í siglingum. Að þeim tíma liðnum kom dálítil hrúðrun í ljós við skoðun, og staf- aði hún af því, að tækið hafði ekki verið sett í gang fyrr en skipið hafði haft 56 daga útivist. Sextán mánuðum síðar fór fram önnur skoðun, og reyndist skipið þá hreint, Var nú ákveðið að búa þrjú skip í viðbót tæki þessu, Mille- rovo, Bratslav og Nékrasov. Hið fyrstnefnda hefur nú ársreynslu að baki, og ekki hefur orðið vart við að neitt drægi úr gangi skips- ins. Khimrg Vishnevski hefur ekki farið í slipp í þrjú ár, og sáralítið hefur dregið úr hraða, eða tvisvar til þrisvar sinnum minna en hjá skipum þeim, sem ekki eru búin últrahljóðbylgju- tækinu. R. Manúsov. 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.