Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 29
un með fisk getur gefið af sér góðan arð. Fyrir- tæki Verzlunarmálaráðuneytisins ætti að kynna sér árangur okkar verzlana. Þá kvað sér hljóðs P. I. Anoda skipstjóri, verk- fræðingur hjá Fiskveiðistjórn. Hann lýsti því, hve tæknivæðing fiskveiðiflotans mundi aukast á næstu árum. Þá mun hagnýting ljóss geta aukið afla- magnið um þetta tíu prósent. Nú er lýsa að verða einn helzti veiðifiskur okkar (rösklega 500 þús. tonn árlega) ásamt makríl og brynstyrtlu (300 þús. tonn árlega) og við austur- strönd Síberíu veiðast árlega um 700 000 tonn af míntaj (þorskættar: Theragra Chalcogramma). Því miður eru lýsa, makríll, biynstyrtla og þó sérstaklega míntaj ákaflega lítt þekktir fiskar meðal neytenda, og kemur það niður á eftirspurn- inni. Það mætti segja mér, að margir þeirra, sem hér eru saman komnir, séu alls ófróðir um þessa ágætu fiska. Þess vegna ætla ég að biðja yfirmann rannsóknarstofu Atvinnudeildar Sjávarútvegsins, L. I. Borísotskínu fiskifræðing, að upplýsa nær- stadda um þessi efni. L. I. Borísotskína: „Ég byrja þá á lýsunni, sem menn hafa þekkt frá alda öðli og er af þorskaætt- inni. Fiskurinn er hvítur og fíngerður, engar gróf- ar trefjar í honum, og bein eru fá. Hann er hinn ljúffengasti til átu. Brynstyrtla er mikið veidd á ýmsum^svæðum á Atlanzhafi. Þetta er einnig fiskur framtíðarinn- ar, bæði hvað magni viðkemur og eins með tilliti til margháttaðra vinnslumöguleika. Hún þykir hentug bæði í súpur og aðalrétti og er prýðileg reykt. Makríll er algengur við strendur Evrópu, Am- eríku og Afríku og á grunnsævi Norður-Atlanz- hafs. Hann er nokkru þéttari í sér en lýsa og bryn- styrtla, en eigi að síður ljúffengur, seðjandi og auðmeltur. Míntaj er allstór fiskur, þetta 1-1 % kg, ágætur soðinn, saltaður og siginn (sigþurrkaður). Lýsi er framleitt úr lifur hans og hrognin söltuð og niður- soðin“. „Má ég koma með spurningu“, segir einn af gestum málþingsins, þjóðlistamaður SSSR Mik- hail Jansín (leikari og leikstjóri). „Upp á síð- kastið hafa fiskætur mikið deilt um hákarl og hvort hann sé hæfur til matar. Segið okkur nú, hvernig er þetta eiginlega með hákarlinn?“ L. Borísotskína: „Ekki er nú allur hákarlinn eins, hvort heldur er til átu eða annars. Miklar tilraunir hafa verið gerðar í þessu sambandi (Til eru um 250 tegundir hákarla). Komið hefur í ljós, að tilreiða má hákarl á venjulegan hátt, steikja hann, marínera og gera úr honum bollur, og reyn- ist þetta vera herramannsmatur, ljúffengur, nær- andi (hákarl inniheldur meira af köfnunarefni öðru en eggjahvítulyfti heldur en beinfiskar) og smekklegur í framreiðslu. Ég er viss um, að yður VlKINGUR mundi bragðast hann prýðilega, Mikhail Mikhailo- víts!“ Þá ræddi J. O Schelinger, starfsmaður Næring- arstofnunar Vísindaakademíu SSSR um hollustu fiskmetis. Fiskur er frá vísindalegu sjónarmiði alveg einstakur, einkum hvað til efnasamsetningar tekur; hann inniheldur 18-23% af eggjahvítu- efnum, mikið fitumagn (nokkuð mismunandi eftir tegundum og veiðitíma), fjörefnin A, D, Bx, B2, B12 og PP. Fiskur er auðugur af kalí, kalsíum, fosfór, magníum, kóbalti og mangani, en þessi snefilefni eru heilsu mannsins nauðsynleg. Verðmæti fisks eru ekki hvað sízt í því fólgin, að líkaminn á mjög auðvelt með að tileinka sér hann, og þess vegna er hann ómetanlegur fyrir þá, sem þjást af æðakölkun, fyrir gamalt fólk og þá, sem læknar hafa fyrirskrifað matarkúr. Neytendur þurfa endilega að kynnast hollustu og næringargildi gjafa þeirra, sem við þiggjum af hafinu. Því næst tók J. B. Feldmann, forstjóri sérhæfs fiskverzlunarhúss til máls, og sagði frá starfsemi fyrii*tækis síns. Til að sanna ágæti vöru sinnar, lagði hann fyrir Nadézdu Repínu, yfirmatreiðslu- konu veitingahússins „Akkerið" að bjóða við- stöddum að bragða á ýmsum sérréttum sínum. N. I. Repina: „Réttina, sem við ætlum nú að bjóða ykkur upp á, er auðvelt að búa til í heima- húsum og í matstofum verkamanna. Þeir eru ó- dýrir, skammturinn kostar 17-30 kópeka. Mat- reiðslan gengur yfirleitt fljótt fyrir sig, og auð- velt er að láta rétti þessa líta smekklega og bragð- lega út. Eftir að gestir höfðu gætt sér á fiskréttum þeim, er fyrir þá voru bornir (lýsu, brynstyrtlu og makríl í hinni margvíslegustu tilreiðslu), þakk- aði M. Jansín fyrir hönd allra fislcæta öllum þeim nær og fjær, er lagt hefðu hönd á plóginn til að koma þessu Ijúfmeti á borðið. Síðan skildu menn, hæstánægðir með árangur- inn af spjallinu. 245

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.