Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 32
Skipasmíðar á Islandi eftir Guöfinn Þorbjörnsson Enda þótt ég sé sennilega búinn að skrifa of mikið um skipasmíðar á íslandi, hafi e. t. v. þreytt lesendur með þrálátu mál- æði engum til gagns né þægðar, get ég ekki látið hjá líða að stinga enn þá einu sinni niður penna um þetta hugðarefni mitt, sem e. t. v. má segja að komið sé á heila gamla mannsins (en þá löngu áð- ur en hann varð gamall). Tilefni þessarar hugleiðingar minnar er tvíþætt: 1) Grein Lár- usar Jónssonar, alþingismanns í Morgunblaðinu í dag, 28. marz 1972. 2) Frásögn frá Varðar- fundi í sama blaði um þetta efni: Innlenda skipasmíði. Grein herra alþingismanns Lárusar Jónssonar er skorinorð, og virðist hann hafa opin augu fyrir hinni þjóðhagslegu hlið þessa iðnaðar, enda þótt hann dragi þá hlið málsins ekki nægi- lega skýrt fram í erindi sínu — okkur stendur miklum mun nær að efla þennan iðnað, skipasmíði, í landinu sjálfu. Hann hefur svo víðtæk áhrif á svo til allar at- vinnustéttir landsins, ekki aðeins á iðnaðinn sjálfan, heldur flestar greinar atvinnu og viðskipta. Jafnvel þótt ríkissjóður styrki þessa starfrækslu að einhverju leyti eins og t. d. landbúnað til að hann væri fyllilega sam- keppnisfær, væri ekkert við því að segja. Landbúnaðurinn hefur notið ýmiss konar styrkja og fyrirgreiðslna á undangengn- um áratugum og landbúnaðar- vörur auk þess greiddar niður til þess að hamla á móti síhækk- Þetta er Báran frá Iteykjavík. Skipið strandaði á Söndunum, en náðist út. andi dýrtíð og svíkja launþega um lögboðna kauphækkun sam- kvæmt ófalsaðri vísitölu. Við þessu er ekkert að segja annað en það að þrátt fyrir alla þessa fyrirhöfn hefur verðbólgan dafn- að og blómstrað í sístórstígari mæli. Þetta er 'ekki nema að litlu leyti bændum að kenna og verður ekki rætt hér frekar. Ef hinar ýmsu greinar iðnaðar og þá fyrst og fremst stálskipa- smíðar hefðu á undanfömum ára- um notið eitthvað svipaðrar fyrirgreiðslu hins opinbera og veitt hefur verið til landbúnaðar til hjálpar uppbyggingar hans, væri sennilega ýmislegt í þessu sambandi betur á vegi statt en nú er án þess að sú hjálp kæmi jafn illþyrmislega við vísitöluna og vasa borgara og fyrrnefnd hjálp við landbúnað og fleiri greinar. Af því sem sagt er frá Varðar- fundinum sem vitnað er til hér að framan (öðrum lið), og að því er virðist hefur átt að helgast iðnaðinum í landinu, er ósköp lít- ið að byggja á. Áferðarfallegar ræður framsögumanna eins og þeirra var von, en ekki gripið á vandamálum iðnaðarins í heild, og þá heldur ekkert farið inn á það aðalatriði að iðnaðarmenn, fjölmennasta atvinnustétt þjóð- arinnar, hafa frá upphafi verið hornrekur íslenzkra stjórnmála- manna og eru það vissulega enn. Jón Sveinsson, sem árum sam- an hefur staðið í vonlítilli bar- áttu til þess að stálskipasmíði væri yfirleitt metin öðru vísi en Síðar gerðist Báran Vestfirðingur og nefndist Fjóla. Auðsjáanlega hefur lit- urinn mikla þýðingu í útliti skipa. „hobbí“, var svo lítillátur á þess- um fundi, að hann beindi vinsam- legum tilmælum til þingmanna Sjálfstæðisflokksins (sem nú um skeið er í minnihluta), að þeir „kölluöu stíft eftir mótun í iön- aöarmálum hjá núverandi ríkis- stjórn“. Það er ekki hægt annað en að dást að þvílíku léttlyndi, ef tillit er tekið til reynslu þessa manns í viðskiptum við ríkis- stjórn og aðra forráðamenn síðan hann og þeir félagar hófu upp- byggingu Stálvíkur og fram- leiðslu stálskipa. Síðasti ræðumaður virðist hafa verið Gunnar Thoroddsen með glansræðu, sem að vísu virðist ekki hafa verið ætluð til neinna stökkbreytinga í þessu þjóðhags- munamáli. Það kom fram í ræðu Jóns Sveinssonar, að íslendingar eru, þrátt fyrir allt, samkeppnisfærir við japanskar stöðvar, þegar allt er talið með. Ef þetta er rétt, er erfitt að finna ástæðu fyrir hinni raunalegu þröngsýni stjórnmála- manna og reyndar borgara yfir- leittt í viðhorfi til íslenzks iðnað- ar. Hin mikla síldveiði í Hvalfirði á árinu 1946-7, sem öllum er í fersku minni, veitti milljónatug- um í viðskipti landsmanna. Þessi veiði og hagnýting aflans, sem þó voru eins frumstæðar og hægt var, ollu eftir því sem ég bezt . veit reikningslegu tapi Síldar- verksmiðja ríkisins, en hvaða Is- lendingur hefði viljað afhenda er- lendum mönnum alla þá umsetn- ingu og umsvif í þjóðfélaginu, sem þessi aflahrota skapaði öllum stéttum þjóðarinnar? Fjöldasmíði skipa skapar lík umsvif í litlu þjóðfélagi og mikil aflahrota og virðist ætti að með- höndlast með svipuðum hugsun- arhætti. Mér finnst „Víkingur" ekki taka þessi mál nægilega til at- hugunar, jafnvel þótt þau eins og í þessu tilfelli séu þess eðlis, að lesendur blaðsins ættu að hafa áhuga á þeim engu síður en ýmsu öðru efni. VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.