Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 43
Tilkynnt var, að í júní og júlí hefðu skip annarra þjóða stund- að loðnuveiðar við Nýfundnaland með góðum árangri. Þau veiddu í hringnót og með samtogi. (tví- buratogi). Athuganir hafa leitt í ljós, að loðnumagnið við Nýfundnaland er verulegt og að líkindum engu minna en í Barentshafi. Á hrygningartímanum geta allar tegundir skipa stundað þessar veiðar með botnvörpum fyrir mismunandi dýpt, með tví- buratogun og hringnótum. Á fitunartímum, vetrarlægjum og farandtímabilinu fyrir hrygn- ingu er heppilegast að nota hring- nót og misdýptartroll. Miðað við það mat, sem al- mennt gildir, má verka feitu (frá ágúst fram í maí) Ný- fundnalandsloðnuna til mann- eldis, og setja hrygningarloðnuna í mjölvinnslu. Á Nýfundnalandsbanka og nærliggjandi svæðum er alltaf talsvert af stórum fiskiskipunt og verksmiðjutogurum ásamt smærri skipum með hringnót. Þessi skip mætti setja í loðnu- veiðar, þegar lítið er upp úr veiði venjulegra fisktegunda að hafa. Þannig mætti tryggja góða nýtingu flotans á öllum tímum. Á 24. þingi KFS var fiski- mönnum falið það mikilvæga hlutverk að auka matvælafram- leiðslu og mjölvinnslu fiskiðnað- arins. Til að valda því hlutverki verður að nýta ný veiðisvæði og nýjar tegundir nytjafiska. Nýfundnalandsloðnan er því mikill varaforði fyrir fiskimenn okkar. Og innan skamms verða e. t. . hafnar sjálfstæðar loðnu- veiðar árið um kring. Því er full ástæða fyrir fiskimenn í Mur- mansk að gefa gaum að loðnunni við Nýfundnaland. VlKINGUR Skoðun og viðgerð á gúmmíbjörgunarbátum Dreglar til skipa. Fjölbreytt úrval. Söluumboð fyrir Linkline-neyðartalstöð. GÚMMÍBÁTAÞJÓIVIUSTAN Grandagarði - Sími 14010 Drifkeðjur og keðjuhjól Flestar stærðir ávallt fyrirliggjandi. Verðið mjög hagstætt. LANDSSMIÐJAN SÍMI 20680 Útgerðarmenn Vélstjórar Önnumst allar raflagnir og viögerðir í skipum og verksmiöjum Símar: 13309 og 19477 259

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.