Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 9
Sjómannadagurinn 1972
Ræða Guðmundar Kjærnested,
skipherra, fulltrúa sjómanna
Guðmundur Kjærnested.
Háttvirta samkoma!
Góðir sjómenn nær og fjær!
í dag. er hátíðisdagur okkar
sem sjóinn stunda og okkar
vandamanna. Leyfi ég mér að
óska okkur öllum til hamingju
með hann, bæði þeim sem í landi
eru og þeim sem eru við skyldu-
störf á hafi úti.
Við íslenzkir sjómenn erum
svo lánsamir að eiga sérstakan
baráttudag, SJÓMANNADAG,
þar sem við komum saman og
fögnum unnum sigri í lífsbarátt-
unni við Ægi og gleðjumst með
okkar ættingjum og velunnurum,
einnig viljum við minna aðra
landsmenn á að við erum ekki
dauðir úr öllum æðum, því víst
höfum við okkar drauma um lífs-
gæði þessa heims og annars.
En þessi lífsþægindabarátta er
víst óendanleg og vill þá oft svo
vera, að hver og einn reynir að
ota sínum tota og vill þá æði
margur óverðugur fá of stóran
skammt af þjóðarauðnum. En það
skulu landsmenn vita að við erum
ekki að sækja sjóinn af hugsjón
einni saman, við sækjum sjóinn
vegna þess að hann getur gefið
okkur góðar tekjur enda er hann
sterkasti hornsteinn þessa þjóð-
félags og má segja að nútíma
þjóðfélag þessa lands byggist á
að við eigum traustum sjómönn-
um á að skipa. En ef ráðamenn
þj óðarinnar bera ekki gæfu til að
skilja það og skapa sjómönnum
þau kjör sem þeir geta vel við
unað þá fara þeir einfaldlega í
land til þess að njóta þeirra kjara
er þar er að fá og þess öryggis
sem þar er að finna. Ég spyr,
hvaða sjómaður þekkir 37 stunda
vinnuviku eða þá 3 sinnum 12
tíma vinnuviku. Ég held að það
þættu undur og býsn ef um slíkt
væri talað af okkar hálfu.
En því má heldur ekki gleyma
að sjómannslífið hefur sínar
björtu hliðar. Það veit enginn
nema sá er reynt hefur hvílík
ánægja er að koma að landi eftir
velheppnaða ferð og vera umvaf-
inn af eiginkonu eða unnustu og
fagnandi börnum, þær stundir þó
stuttar séu bæta oftast þær köldu
og löngu vetrarnætur í glímu við
óblíðar náttúruhamfarir þessa
lands.
Félagar!
í dag þykir mér tilhlýða að
minnast á það mál er við getum
allir verið sammála um, en það er
landhelgismálið. Það var okkur
öllum mikið gleðiefni þegar við
fréttum það að okkar ágætu Al-
þingismenn, eftir hæfilegan und-
irbúning og smá karp, báru gæfu
til þess að samþykkja samhljóða
lögin um útfærslu á fiskveiðilög-
sögunni í 50 sjómílur þann 1.
september næstkomandi. Þessi
tíðindi voru næsta einstæð hjá
þeirri ágætu stofnun og má líkja
því við þegar þeir samþykktu að
ísland skyldi verða lýðveldi þann
17. júní 1944. Þessi tvö dæmi sýna
svo ekki verður um villst að þeg-
ar þjóðarsómi er í veði, þá stönd-
um við saman.
En ekki er sopið kálið þó í aus-
una sé komið.
Nú standa yfir harðar deilur
við nágranna okkar Englendinga
og Þjóðverja um þennan réttokk-
ar til yfirráða á hafinu yfir land-
grunninu umhverfis landið þó að
þessar sömu þjóðir nýti sjálfar
landgrunn sitt allt að 200 sjó-
mílur á haf út, þó að til annars
sé en fiskveiða.
Nú hóta Bretar okkur herskipa
yfirgangi eins og þeir gerðu 1958
sem frægt er orðið af endemum.
Þessar þjóðir ætla seint að skilja,
að það eru komnir aðrir tímar
nú, en voru er þær voru allsráð-
andi á heimshöfunum og réttur
hins sterka voru þau einu lög er
þær viðurkenndu. Eg vona, Breta
vegna, að þeir fari ekki út í slíkt
ævintýri aftur. En það skulu þeir
vita að það er létt verk að verja
góðan málstað.
VlKINGUR
225