Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 11
Sjóslys og drukknanir Frá 2. júní 1971 til 20. apríl 1972 1971: 2/6 drukknaði Agnar Kristinsson, 20 ára, Aðalstræti 23, Akureyri, er hann féll fyrir borð af togaranum Kald- bak, er var staddur út af Gjögrum. Ókvæntur, lætur eftir sig 2 börn. 24/6 drukknaði í Keflavíkurhöfn Guðmundur Tjörvi Krist- jánsson, 54 ára, Hringbraut 85, Keflavík. Ókvæntur. 4/7 drukknuðu tveir drengir, í tjörn við Rifshöfn, Snæ- fellsnesi, Bergþór Kristinsson, 7 ára, og Friðþjófur Halldór Jóhannsson, 7 ára. 8/7 drukknaði í Akraneshöfn, Baldur Bragi Sigurbjörns- son, frá Blönduósi, 18 ára, skipverji á Sigurfara AK 95. 16/7 drukknaði í Rásinni, Grindavík, Haraldur Ivristmunds- son, 8 ára, Borgarlirauni 6, Grindavík. 18/7 drukknaði Jóhannes Árnason, 38 ára, í höfninni á Grand-Bahama. Vélstjóri á skipinu Lucaya. (Gömlu Esju). Iívæntur, átti son. 4/8 féll útbyrðis og drukknaði Ólafur Iíarlsson, 19 ára, Brekkubraut 22, Akranesi, skipverji á Sæfara AK 171. 7/8 féll útbyrðis og drukknaði Guðmundur Sigurðsson, 50 ára, af skuttogaranum Barða NK 120, 30 sjm. SSA af Hvalbak. Ókvæntur. 16/9 drukknaði Sveinn Þór Steingrímsson, 24 ára, frá Sæ- bakka, Grenivík, er trillubáturinn Þingey, frá Greni- vik sökk á Eyjafirði, skammt undan Hjalteyri. Kvænt- ur, átti tvö börn. 20/10 drukknaði Þorgeir Sturla Jósefsson, 27 ára, háseti á Lagarfossi, er hann féll af ferju í ána, en Lagarfoss var í þurrkví í Hamborg. 23/10 drukknaði Jensína Ivarlsdóttir, 40 ára, er hún féll út- byrðis af ferju milli Frederikshafnar og Gautaborgar í VlKINGUR Svíþjóð. Var hún gift Hilmari Sigurðssyni og áttu þau 3 börn. 16/11 drukknaði kyndari af brezka togaranum Josena FD- 150, er hann féll í höfnina á ísafirði. Lík hans fannst á Suðurtanga. Mikil ísing var á togaranum, þegar slysið varð. 21/11 drukknaði Þorbjörn Jónsson, 34 ára, er hann féll fyrir borð af trillubát skammt frá Hrísey. Kvæntur, 5 barna faðir. 30/11 drukknaði George Quickfall 43 ára, skipstjóri af brezka togaranum Ross Kelly GY 125, er togarinn var á veiðum út af ísafjarðardjúpi. 12/12 drukknuðu tveir bræður, er Stígaudi NK 33 fórst við Norðfjörð, 20 sjm. SSA. Einar Halldórsson, 36 ára. Kvæntur, 4 barna faðir, og Björgvin Halldórsson, 30 ára. Ókvæntur. Þeir láta eftir sig aldraðan föður. Þriðji maðurinn bjargaðist í gúmbát. 1972: 16/1 drukknaði Þorsteinn Sigurgeirsson, Glerárgötu 3 Ak- ureyri, 60 ára. 12/2 drukknaði Óskar Gunnarsson, sjómaður, 27 ára, er hann féll útbyrðis af rækjubátnum Árna Magnússyni, ÍS i ísafjarðardjúpi. Kvæntur, átti 1 barn. 19/2 drukknaði Ulrik Hansen, Bergþórugötu 16, Reykja- vík, er hann féll útbyrðis af togaranum Jóni Þor- lákssyni. Ókvæntur, barnlaus. 20/4 drukknaði Brynjar Ananíasson, Spítalavegi 8, Alsur- eyri, er hann féll fyrir borð af togaranum Kaldbak, er togarinn var á veiðum fyrir Vestfjörðum, 19 ára. Ókvæntur. 227

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.