Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 18
Ástralíuferð sem endaði í Noregi eftir Guömund Jensson í desemberhefti „Mosvoldpost- en“, sem eitt af stærstu út- gerðarfélögum Noregs gefur út og fjallar í aðalatriðum um mál- efni, sem snerta líf og starf sjó- mannanna, á skipum félagsins, en það á um 40 stór skip í förum um flest heimsins höf, birtist frá- sögn af skipstjóra á einu skipi félagsins M.s. ,,Mosbay“. Hann heitir Árni Finnbogason, ættaður frá Vestmannaeyjum. Árni kom þaðan til Noregs fyr- ir um 20 árum og eiginlega var ferðinni heitið til Ástralíu. En reisupeningarnir voru á þrotum, þegar til Noregs kom. Ég var blankur og eitthvað varð ég að gera. Ætlunin var að vinna mig yfir til Ástralíu og gerast innflytjandi. En svo breyttist allt. Ég valdi sjómennskuna, að lífsstarfi; sigldi sem háseti á norskum skip- um og fór svo á Sjómannaskólann í Farsund. Þá var teningnum kastað og ég hefi aldrei séð eftir því, að ég varð sjómaður og ílentist í Nor- egi, segir Árni Finnbogason, en hann er kvæntur norskri konu, á 5 ára dóttur og einbýlishús í fögru umhverfi við Lilleström í Noregi. Strandhögg á Rivieruna. En, í Mosvoldposten er einnig lýsing, í léttum tón, af skemmti- ferð, sem fulltrúi norska velferð- arráðsins í Genua, Ariansen að nafni, undirbjó og stjórnaði fyrir skipshafnirnar á Mosbay og Mos- tangen. í þetta sinn var samin einskonar „hernaðaráætlun" fyr- ir norskt strandhögg á frönsku Rivieruna. Þar var ráðgert að „hertaka“ spilavítin í Nizza og Monaco. Foringjar leiðangursins voru skipstjórarnir Hárek (Hárekur) Seljesetter og A. Finnbogason og liðið taldi 36 manns af báðum skipunum. Leigður var rútubíll og var bifreiðarstjórinn ítalskur. Stanz- að var oft og reglulega á leiðinni, en það kom ítalanum nokkuð ,,spánskt“ fyrir sjónir. Ferðin gekk þó að óskum og að lokum litu hinir norsku kross- riddarar niður til Nizza, sem breiddi sig móti þeim björt og fögur og eftir stutta hressingu var lagt til atlögu við spilabank- ann. Ekki var trútt um að nokkur „spilaskjálfti" gripi um sig meðal liðsmanna, en Ariansen lagði til að menn skyldu fara með lempni og kænsku, því að snögg árás vík- inga á slíkan stað gæti leitt til ófarnaðar, vægast sagt. „Ef við ætlum að byrja á því að ræna eitt þekktasta spilavíti heims verðum við að nota full- komnustu Chicago tækni“, sagði Ariansen. Afráðið var þá, að senda 5 manna sveit í fararbroddi til að kanna aðstæður, en eins og hendi væri veifað voru allir víkingarnir komnir að grænu borðunum klár- ir til að sigra bankann innanfrá. Finnbogason og annar víkingur Drivdal riðu á vaðið við rúllett- una og spennan jókst drjúgum við að sá fyrrnefndi hreppti ,,pottinn“ í fyrstu umferðunum! Dreifðust nú víkingarnir á borðin og stúderuðu af miklum áhuga leyndardóma rúllettunnar og bak við tjöldin rann tíminn og eitthvað af aurum í öfuga átt. Svo mikið var víst að kl. 04,00 þegar bankinn lokaði stóð hann jafn keikur fjárhagslega og vel það. Voru þó nokkrir þ. á. m. Finnbogason og Drivdal sem létu drýgindalega yfir sínum hlut af veltunni, en ekki var það nú al- mennt viðurkennt. Hagnaður þessa fyrsta dags varð því frekar magur, og nóg hlutu auraráðin að vera í Monaco, en þeir fyrstu, sem birtust þegar bankinn opnaði var ákveðinn hóp- ur Norðmanna. Spilafíknin náði tökum á nokkrum þeirra og í á- kafanum gerðu þeir ekki greinar- mun á borðinu og rúllettunni svo þær höfnuðu utangarðs. Endalokin urðu því, eins og vænta mátti að frekar varð „rekstrarhalli“ á ferðasjóðnum eftir heimsóknirnar í spilavítið. En svo mikið var víst, að hinir norsku gestir héldu sínu andlega jafnvægi og virðingu allan tím- ann. Þessi helgarheimsókn til Nizza og Monaco varð öllum ógleyman- leg upplyfting. I spilaklúbbnum vannst tími til að skoða höllina en til heiðurs hinum hraustu Norðurlandabúum fóru fram varðskipti með klukkuspili og til- heyrandi. Þá var borin fram afsökun, á því að Grace prinsessa og Rainer fursti skyldu vera fjarverandi og þessvegna ekki hægt að veita hin- um víðförlu víkingum áheyrn. Þess í stað var hópurinn boð- inn í veglegan miðdegisverð á matsöluhúsi í nágrenninu, en áður höfðu allir þáð veitingar í sædýrasafninu, en þar gátu margir norskir sæfarar frætt túr- ista og aðra um margar fiskteg- undir úr norðlægum höfum sem þar vantaði. Þá notuðu margir tækifærið að kæla sig í sundlauginni. Bátvik yfirstýrimaður á Mos- bay stakk sér fyrstur og fleiri fylgdu á eftir. 234 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.