Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 3
Orðsending til kaupenda Sjóniannablaðsins Yíkings Innan vébanda Farmanna- og fiskimannasambands Islands eru nú 15 félög yfirmanna á kaup- skipum og fiskiskipum með hart- nær 4000 félaga. Sést á þessu að hér er álitlegur hópur, em getur afkastað miklu með því að standa saman og vissulega gerir það. Áhrif sambandsins út á við hafa mikið aukizt hin síðari ár. Hafa Alþingi og stjórnarvöld tekið miklu meira tillit til sam- hefur einnig komizt á í auknum mæli við önnur launþegasamtök og vonir standa til fyrir frum- kvæði Fiskifélagsins að nánara samstarf komizt á þar á milli. Tel ég ákaflega mikils virði að koma á nánara samstarfi milli sjómanna og útgerðarmanna, en Fiskifélagið er einmitt ágætur vettvangur til þeirrar samvinnu. Ekki má heldur gleyma því góða samstarfi, sem tekizt hefur milli ýmissa fræði- og vísindamanna á sviði sjávarútvegsmála og sam- taka okkar um rekstur á viku- legum útvarpsþætti sambands- ins. Vil ég í því sambandi sérstak- lega þakka framlag þeirra mörgu, sem þættinum hafa lagt lið, jafn- framt bið ég sjómenn að koma til' samstarfs við okkur með sinn skerf og sýna þannig áhugann í verki, þótt ekki væri nema að senda örfá bréf með fyrirspurn- um eða áliti á því, sem verið er að gera á þessu sviði. Eg hef nú leitazt við að lyfta örlítið hulunni af samtökum okk- ar og reynt að draga fram hversu nauðsynlegt er að standa saman og slíkur samstæður hópur getur ávallt lyft Grettistökum, ef vilji er fyrir hendi. ósk mín til samtakanna 35 ára er sú, að þau megi eflast að fram- förum, félagsmönnum sínum og allri íslenzku þjóðinni til heilla. Vegna þess hversu margir á- skrifenda Víkingsins halda hon- um saman, en sumir hverjir ekki látið binda hann inn ennþá, höf- um við látið búa til möppur, brún- ar. úr varanlegu efni gyltar á kili með áletruninni: Sjómanna- blaðið Víkingur og árgangur sem við á. Verð mappanna með áletrun er kr. 120,00 stk. Blöðunum er fest með teini á miðju í raufar og má kippa blaði út til lestrar, eftir vild. Nú fer að ganga á eldri ár- ganga Víkingsins. Ennþá getum við „Komplett- erað“ Víkinginn frá og með 1946, og vantar þó örfá blöð í, sem sennilega mætti útvega. Eldri ár- gangar eru ófáanlegir á afgreiðsl- unni. Innan tíðar verða einnig þessir árgangar ófáanlegir. Þeir sem hug hafa á að eign- ast það, sem til er af eldri ár- göngum Víkings, ættu þessvegna ekki að draga mikið lengur að tryggj a sér þá, áður en það verð- ur of seint. Sjómannablaðið Víkingur. Þessa fallegu mynd af Sundahöfninni í Reykjavík tók Snorri Snorrason, yngri. 219 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.