Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 19
Á þessu skipi, sem er containerflutningaskip, er Árni Finnbogason skipstjóri. Skipið heitir Ms. Mosbay. Og hér er hinn djarfi hópur, sem gerði strandliögg á Rivieruna. Hér er eitt af skipum félagsins við bryggju á Grænlandi. Margir kusu að skyggnast um höfnina með skemmtisnekkjun- um. Ekki þótti viðeigandi að láta í ljós háværa hrifningu, en svona kurteisis vegna viðurkenndu menn, að þarna gæti að líta dá- laglegar fleytur, eftir aðstæðum! ítalski ökumaðurinn okkar var mest hrifinn af þeirri stundvísi og þeim góða aga, sem ríkti meðal allra þátttakenda. Mun sjaldgæft að svo stór hóp- ur af norrænum stofni hafi sýnt jafn einstaka samheldni og fél- agsanda. Ariansen fulltrúi norska vel- ferðarráðsins lýsti ferðinni sem fyrirmyndar „krossferð" sem lengi mundi í minnum höfð sem sögulegt „strandhögg" á frönsku Rivieruna. Starfsemi velferðarráða Norð- urhmda í þágu skipshafna sinna er rnjög víðtæk. Hafa þau bæki- stöðvar í helztu hafnarborgum víðsvegar um heim. Eru víða glæsileg húsakynni, þar sem far- menn eiga kost á hverskonar dægrastyttingu geta iðkað íþrótt- ir fengið veitingar og hverskonar fyrirgreiðslu. Starfsemi þessi nýtur ríflegra styrkja frá útgerðarfélögum og stjórnvöldum Norðurlanda. Starfsemi sem slík er mjög þýðingarmikil fyrir farmenn, sem sigla á föstum langleiðum mánuðum og jafnvel árum sam- an. Á hinum stærri skipum útgerð- arfélaganna er vel séð fyrir að- stöðu áhafnanna til allskonar í- þróttaiðkana, fræðslu og fleiri tómstundaiðkana. íþróttakeppnir milli skips- hafna eru háðar í höfnum víðs- vegar um heim og hafa margir sjómenn sýnt athyglisverð afrek. Tvímælalaust munu Norðmenn standa fremstir allra siglinga- þjóða heims í slíkri starfsemi, enda ein stærsta siglingaþjóðin. Er hér um mikilsvert menningar- atriði að ræða. Til gamans má geta þess að í áðurnefndu hefti Mosvoldposten er gefið stutt yfirlit yfir árangur 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.